Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 25. júlí 2004 KONUR Skráning er hafin á eftirtalin námskeið: • Lokaðir aðhaldshópar 3x í viku • Rope yoga 3x í viku Innifalið: Þrír lokaðir hóptímar, frjáls aðgangur í alla opna tíma á stundaskrá og æfinga- áætlun í tækjasal hjá þjálfurum World Class í Laugum og Spönginni. Aðgangur að Laugardalslauginni. Sjá úrval opinna tíma á www.worldclass.is www.worldclass.is Spöngin s. 553 5000 Laugar s. 553 0000 www.worldclass.is vikna námskeið hefjast 4. ágúst maður er ekki að fara inn á þing til að ná niður 80 prósent verð- bólgu eða leysa úr stórfelldum atvinnuleysisvandamálum. Stað- an í efnahagsmálum er góð og tækifæri þingsins til að láta enn frekar gott af sér leiða og taka á alls konar mikilvægum málum fyrir samfélagið eru meiri en oftast hingað til. Það er hlutverk okkar sem erum að koma inn í stjórnmálin að gæta þess að missa ekki tökin á ríkisfjármálunum, því þau eru grundvöllur þess að við getum haldið úti jafn öflugu heilbrigðis- og menntakerfi sem raun ber vitni og þétt öryggisnet þeirra sem minna mega sín í þjóðfélag- inu. Meðal áhugasviða hjá mér er að tryggja viðskiptalífinu á Ís- landi hvetjandi starfsumhverfi, þannig að hér megi byggjast upp fjölbreytt atvinnustarfsemi sem skapi lífskjör sem jafnist á við það besta sem gerist í heiminum. Ég tel að við eigum að halda ríkisafskiptum í lágmarki og tefldi fram þingsályktunartil- lögu í vor um að fækka ætti ríkisstofnunum.“ Stefnirðu á ráðherradóm? „Já. Það liggur í hlutarins eðli að þeir sem sækjast eftir því að komast á þing vilja leiða mál til lykta á grundvelli þeirra sjónar- miða sem þeir tefla fram. Líkurn- ar á því að menn geti gert það eru langmestar ef menn komast í ráð- herrastól. Ég held að það sé vand- fundinn sá þingmaður sem ekki hefur áhuga á ráðherrastól.“ Beðið eftir barni Stundum heyrast þingmenn kvarta undan miklu vinnuálagi. Bjarni ber sig ekki illa. „Vissu- lega er þetta annasamt starf,“ segir hann. „Starf þingmanns snýst að ákveðnu leyti um hugmyndafræði og aðferðir við að leiða mál til lykta. Þetta er ekki eitthvert handverk sem maður vinnur niðri á þingi og skilur eftir þegar mað- ur fer heim. Samt hefur komið mér töluvert á óvart að margir hafa gefið sér að ég sé miklu upp- teknari í þessu starfi en ég var nokkru sinni í mínu fyrra starfi. Þegar á heildina er litið held ég að álagið í fyrra starfinu hafi ekki verið minna. Mín upplifun er sú að langflestir af minni kynslóð sem eru útivinnandi vinna langan vinnudag. Ég vil því alls ekki meina að með því að taka að mér þingmennskuna sé ég að undir- gangast meiri vinnubyrði en ég þyrfti að sæta ef ég væri að vinna úti á hinum frjálsa markaði. En það er almennt áhyggjuefni hvað vinnuálag á fólk er orðið mikið og hvað það takmarkar samveru- stundir fjölskyldunnar.“ Bjarni er fjölskyldumaður og segist leitast við að skipuleggja vel sinn tíma og forgangsraða. „Það sýndi sig fyrri hluta sumars þegar ég ætlaði að vera í fríi að truflun varð á hverjum einasta degi. Síminn hringdi og maður var kallaður til samráðs úti í bæ. Nú er ég hættur að vera með tvær línur en er með talhólf og þangað safnast mikið af skilaboð- um. Bestu fríin eru þegar maður stingur af með fjölskyldunni og slekkur á símanum.“ Hann er kvæntur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og þau eiga von á sínu þriðja barni eftir um það bil hálfan mánuð. Fyrir eiga þau 13 ára gamla dóttur og 6 ára son. „Það ríkir gríðarlegur spenningur á heimilinu,“ segir Bjarni. „Við hjónin erum ákaflega glöð og full eftirvæntingar, meðal annars að sjá hvort kynið við fáum í þetta skiptið. Við erum svo heppin að eiga bæði strák og stelpu en ákváðum að vera ekkert að grennslast fyrir um kynið á væntanlegu barni. Mér hefur alltaf þótt það stór hluti af fæðingunni þegar þessu leyndarmáli er uppljóstrað. Ann- ars er barnið farið að hreyfa sig svo mikið í móðurkviði að okkur hjónunum finnst nánast eins og það sé komið í heiminn.“ kolla@frettabladid.is Það væri ekki viðun- andi ef þingmenn tækju ítrekað sér skoðanir sínar eða skammtímahags- muni fram yfir heildarhags- muni þingflokksins án þess að því fylgi sannfærandi rökstuðningur. ,, BJARNI BENEDIKTSSON Í HNOTSKURN Fæddur: 26. janúar 1970. Stjörnumerki: Vatnsberi Eiginkona: Þóra Margrét Baldvinsdóttir flugfreyja. Börn: Margrét (1991) og Benedikt (1998), eitt á leiðinni. Foreldrar: Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður og Guðríður Jónsdóttir húsmóðir. Nám: Stúdentspróf frá MR 1989. Lögfræðipróf 1995. LL.M gráða frá University of Miami School of Law 1997. Störf: Fulltrúi hjá Sýslumanninum í Keflavík 1995. Lögfræðingur hjá Eimskip 1997-1999. Lögmaður með eigin rekstur á Lex lögmanns- stöfu frá 1999. Faglegur framkvæmdastjóri Lex 2002-2003. Pólitík: Í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ 1991-1993. Formaður Hugins 1993. Alþingismaður frá 2003. Formaður allsherjarnefndar frá 2003. Í fjárlaganefnd frá 2003. Í iðnaðarnefnd 2003-2004. Í sérnefnd um stjórnarskrármál frá 2004. Formaður Íslandsdeildar VES-þingsins frá 2003. 36-37 (16-17) Helgarefni 24.7.2004 20:35 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.