Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 25. júlí 2004 19 Ekki er enn ljóst hver verða örlög bandaríska skáksnillingsins Bobby Fischer sem handtekinn var á dög- unum þegar hann var á leið frá Japan til Filippseyja. Í Bandaríkj- unum hefur Fischer verið eftirlýst- ur í 12 ár og glæpur hans er sá að hafa teflt í Júgóslavíu á tíma þegar Bandaríkin höfðu sett viðskipta- bann á landið. Fischer hefur lýst því yfir að hann sé pólitískur fangi og í gegn- um netið hefur hann beðið um griðastað í vinveittu landi. Japanskur vinur hans hefur eftir Fischer að við handtökuna hafi verið ráðist á hann, hann særður alvarlega og næstum drepinn. For- maður japanska skáksambandsins sem heimsótt hefur Fischer segir hann hins vegar ekki bera nein merki þess að hafa verið beittur of- beldi. Í skákheiminum, þar á meðal hér á Íslandi, hafa menn áhyggjur af Fischer og því að bandarísk yfir- völd hyggist ekki hlífa manni sem ekki er heill á geði. Undarleg hegðun Fischer varð þjóðhetja í heima- landi sínu þegar hann sigraði Boris Spasskí í heimsmeistaraein- víginu í Reykjavík árið 1972. En mönnum varð ekki rótt þegar hegðun hins nýja heimsmeistara varð æ undarlegri. Hann lét fjar- lægja fyllingar úr tönnum sínum af því hann óttaðist að Rússar væru að nota þær til að senda út- varpsbylgjur upp í heila hans. Hann ferðaðist með ferðatösku sem var full af pilluboxum. „Ef kommarnir koma og eitra fyrir mér þá ætla ég ekki að gera þeim auðvelt fyrir,“ sagði hann. Þegar hann samþykkti að tefla nýtt einvígi við Spasskí í Júgóslavíu þar sem hann þarfn- aðist peninganna krafðist hann þess að fá 15 vopnaða lífverði og kom með strangar kröfur sem sneru að hæð og gerð taflborðs- ins, hæð salerna og jafnvel um lögun taflmanna. „Við eyddum degi með lögfræðingi hans þar sem var rætt um riddarann,“ sagði einn starfsmanna. „Fischer sagði að snoppa riddarans væri of löng.“ Borgarastríðið í Júgóslavíu var í hámarki á þessum tíma og bandarísk stjórnvöld sem sett höfðu viðskiptabann á landið sendu Fischer bréf þar sem hann var varaður við að tefla í Júgóslavíu og honum hótað lög- sókn hlýddi hann ekki. Hann hrækti á bréfið á blaðamanna- fundi. Hann vann einvígið við Spasskí auðveldlega en tafl- mennska beggja þótti misjöfn. Hann sneri ekki aftur til Banda- ríkjanna og mætti ekki við jarðar- farir móður sinnar og systur, heldur var í felum í Ungverja- landi, Filippseyjum og Japan. Fagnaði árásum á Tvíburaturn- ana Fischer er nú 61 árs gamall og af mörgum talinn mesti skáksnill- ingur 20. aldar. Sjálfur er hann ekki í vafa um snilli sína. „Ég er Bobby Fischer og ég er snilling- ur,“ sagði hann eitt sinn við ung- verska konu sem hann varð ást- fanginn af og reyndi að fá til að yfirgefa kærasta sinn. Hann hef- ur eytt nokkrum tíma á Filipps- eyjum og sagt er að þar eigi hann barn. Útvarpsstöð á Filippseyjum leitaði álits hans á árásunum á Tvíburaturnanna skömmu eftir hin hræðilegu voðaverk. Fischer sagði þetta vera dásamlegar fréttir og margítrekaði að hann fagnaði aðgerðunum. „Ég vil að Bandaríkin séu þurrkuð út,“ bætti hann við. „Þessi orð voru naglinn í líkkistuna. Fram að þessu voru margir í skákheimin- um sem höfðu tekið málstað Fischers en eftir þetta fór þeim fækkandi,“ segir ævisagnaritari Fischers, Rene Chun. Sjálfsagt muna margir hér á landi eftir símaviðtali sem Egill Helgason átti við Fischer um árið en þar streymdi upp úr Fischer furðulegasti fúkyrðaflaumur um Bandaríkin og gyðinga. Ósakhæfur? Fjölmargir í skákheiminum hafa lengi verið á þeirri skoðun að Fischer sé alvarlega veikur og telja að fær lögfræðingur geti auðveldlega forðað honum frá fangelsisdómi vegna andlegrar vanheilsu hans. Ef Fischer verður framseldur á hann yfir höfði sér tíu ára fangelsi. Hann mun ekki enn hafa ráðið sér lögfræðing og einhverjar getgátur eru uppi um að hann muni verja sig sjálfur og þá mun sjálfsagt reyna mjög á þolinmæði saksóknara. Byggt á Sunday Times og Guardian. Er Fischer orðinn mát? BOBBY FISCHER Maðurinn sem margir telja mesta skáksnilling sögunnar bíður örlaga sinna. 38-39 (18-19)krossgatan/helgare 24.7.2004 19:17 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.