Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 36
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Óvissan Skyndilega dettur allt í dúnalogn.Enginn veit hvað til bragðs á að taka. Halda mætti að fjölskyldan ætti engan framtíð fyrir sér lengur. Hverjum er þetta að kenna? Allir finna sök hjá sér. Samsekt fyllir skarð fyrra ósættis. Það er engu líkara en reiði guðs hafi brotist inn úr dyrunum með vönd- inn. Til að refsa hverjum? Líklega öllum. Fjölskyldan finnur það, rekur fram rassinn og biður um vöndinn ef það skyldi nægja til þess að hún nái aftur áttum og geti haldið rifrildinu áfram. HVER kannast ekki við tilfinning- una þegar frekjudósin í fjölskyld- unni hvarf allt í einu? Undir niðri vita allir af hverju. Vegna þess að hún fékk ekki sínu framgengt að venju, ekki kannski óumbeðið en eftir þjark. Nú er of seint að finna á sér hvað dósin vildi til að fallast á kröfur og losna þannig við rostann í henni. Fjölskyldum er hollast að finna á sér hvenær beyglukast er í dósum þeirra og beygja sig þá snögglega. VEGNA öngþveitisins man enginn lengur hvers dósin krafðist. Engu er líkara en minnið hafi gufað upp við hvarfið. Ekkert er eftir nema sár löngun til að fá gusurnar aftur yfir sig úr dag- legri heilslegri reiði. Til þess að svo verði þarf fjölskyld- an að endurheimta. Pabbi, mamma, afi, amma og systkinin vilja fúslega þola skammir, háð, skipanir, bara ef heyrðist bylja eins og í tómri tunnu í fjarska sem sannaði að dósin hafi ekki fyrirfarið sér í reiðikasti. ROKIÐ er fram í dyr og kallað. Ekkert svar. Farið í angist út í fjós. Nei. Hún hefur ekki fleygt sér í flórinn og fundist betra að fá yfir sig úr kúnum en neitun þeirra sem gengu alltaf undir henni en fannst nóg komið. Skelfingin og óvissa fjölskyldunnar eykst. EKKI er lengur hægt að leyna átök- um dósar og heimilisfólksins. Var ástandið þá orðið svona slæmt. Hví er hrópað ef fjölskyldur hafa sama djöful að draga í líki dósar og enginn þorir að reiða upp hamar til að rétta beyglur hennar? Ekki má særa blikk í dós, botninn færi þá úr þjóðinni. Hver vill hætta á það? BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR 48 (28) Bak 24.7.2004 19:13 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.