Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.07.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI sími 550 5000 FÖSTUDAGUR TOM WAITS TÓNAR Í DEIGL- UNNI Þeir sem ákveðið hafa að eyða helginni á Akureyri geta geta notið góðr- ar kvöldstundar undir tónum laga Tom Waits í Deiglunni klukkan 21.30. Kristján Pétur Sigurðsson og félagar sjá um flutn- inginn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SKÚRIR EÐA SÚLD Einkum um sunnan og vestanvert landið. Skýjað með köflum fyrir norðan og austan. Leiðinda vindur til kvölds. Sjá síðu 6 30. júlí 2004 – 206. tölublað – 4. árgangur HÖFNIN HÆKKAR BENSÍNVERÐ Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækk- að vörugjald á bensíni um 23%. Talsmaður olíufélags segir þetta fara beint út í verðlag- ið. Sjá síðu 2 FÁMENNT VIÐ EMBÆTTISTÖKU Helmingur þingmanna ríkisstjórnarflokk- anna verður fjarverandi og helmingur ráð- herra mæta ekki við embættistöku forseta Ísland. Sjá síðu 6 AUGLÝSINGBANN ANDSTÆTT EES Rannsóknir benda til að bann við auglýsingum á áfengi hafi engin áhrif á neyslu. Ólíklegt er talið að bannið standist EES-reglur. Sjá síðu 12 ÞJARKAÐ UM FRÍVERSLUN Hörð samningalota um fríverslun stendur nú yfir í Genf. Fátæku löndin og ríku löndin gæta ólíkra hagsmuna. Landbúnaðarmálin eru viðkvæmust eins og venjulega. Sjá síðu 16 Kvikmyndir 30 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 LEIT Óttast var um hóp tuttugu ferðamanna í gær eftir að neyðar- kall kom í gegnum samtal á milli Ferðafélags Íslands í Reykjavík og skálavarðar í Hvanngili. Björgun- arsveitir á Suðurlandi héldu af stað á hálendið á öðrum tímanum í gær. Ekkert var vitað um hópinn þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hjálparbeiðnin barst frá Íslend- ingi sem sagðist vera með tuttugu manna hóp ferðamanna sem allir væru orðnir meira eða minna veikir. Var helst talið að um matareitrun væri að ræða. Engar staðsetningar komu fram um hvar hópurinn væri niðurkominn. Beiðnin barst um rás Ferðafélags Íslands í samtali félags- manns í Reykjavík við skálavörð í Hvanngili. Ferðafélagsmaðurinn í Reykjavík heyrði kallið en skála- vörðurinn ekki. Þá heyrðu leiðsögu- maður við Nýjadal og áhugamaður í Reykjavík einnig kallið en þeir voru með stillt á rásina sem kallið kom um. Talið er að það hafi komið um endurvarpa í Bláfjöllum. Seint í gærkvöld var leitarsvæðið þrengt og leitin einskorðuð sunnan við Kerlingarfjöll. Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli, Landeyjum og Álfta- veri hófu leitina. Leitarmenn í Árnessýslu bættust síðan við. Frá Rangárvallasýslu fóru um fjöru- tíu leitarmenn á sjö bílum. Að sögn Svans Lárussonar, formanns Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, var farið í alla skála sem ekki eru skálaverðir í frá Kerl- ingafjöllum og inn að Snæfelli. Auk þess var haft samband við alla skálaverði á svæðinu og alla ferðaþjónustuaðila en enginn kannaðist við hópinn. Í fyrstu var talið að kallið hafa komið um end- urvarpa á Háskerðing fyrir sunn- an Hrafntinnusker. Síðar þótti líklegra að hafi komið um Bláfjöll. Ekki er hægt að útiloka að um gabb hafi verið að ræða þó kunn- áttumenn telji það ólíklegt. hrs@frettabladid.is VIÐSKIPTI Hagnaður fjögurra banka nam 22 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðaraukningin milli ára er 14,5 milljarðar króna. Gengis- hagnaður verðbréfaeignar bank- anna á stóran þátt í hagnaðinum. Útlán og eignir bankanna hafa vaxið mikið. Útlán viðskiptabank- anna þriggja nema tæpum 1.200 milljörðum og hafa aukist um 190 milljarða. Landsbankinn á lang- samlega mest af aukningunni eða 106 milljarða króna. Íslenskt bankakerfi hefur vax- ið mikið undanfarin misseri og hafa allir bankarnir aukið erlend- ar eignir og útlán að undanförnu. Heildareignir bankanna eru um 1.750 milljarðar sem er ríflega tveggja ára landsframleiðsla Ís- lendinga. Eigið fé viðskiptabank- anna þriggja var 115 milljarðar króna í lok júní. Landsbankinn hefur vaxið hratt á þessu ári og eignir KB banka munu ríflega tvöfaldast við kaup á danska bankanum FIH. Útrás á erlenda markaði er á stefnuskrá allra bankanna. Þjón- usta við erlenda viðskiptavini er vaxandi hluti starfsemi þeirra og gætir hennar sífellt meira í upp- gjörum íslenskra banka. Sjá síðu 4 Góðæri í bankastarfsemi: Hagnaðurinn 22 milljarðar itÄt nr. 30 2004 í hverri viku kúrekar tíska fólk stjörnuspá matur heilabrot um glæpagengi & Hjálpræðisherinn Flatey aftur til fortíðar Jón Atli Margrét Eir Svali SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 30 . jú lí - 5 . á gú st Um glæpagengi og hjálpræðsiherinn birta Valgerður Guðnadóttir: ▲Fylgir Fréttablaðinu dag ● Flatey ● Margrét Eir ● matur ● tilboð Hörður Torfa: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Eiginmaðurinn breytti matarsmekknum Leituðu tuttugu ferða- manna á hálendinu Í STJÓRNSTÖÐINNI Björgunarsveitarmenn voru áhyggjufullir enda í óvissu um afdrif um tuttugu ferðamenn. Hér eru Erlingur Gíslason og Þröstur Jónsson að reyna að ná sambandi. SVANUR LÁRUSSON Hann er formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Seint í gærkvöld var ákveðið að þrengja leitina við svæðið sunnan Kerlingarfjalla. Óttast var um tuttugu manna hóp ferðamanna eftir að neyðarkall kom í gegnum samtal á milli Reykjavíkur og Hvanngils um rás Ferðafélags Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 01 29.7.2004 22:57 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.