Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 4
4 30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Hagnaður KB banka á fyrri hluta ársins nam rúmum 6,1 milljarði króna. Hagnaðurinn var minni en grein- ingardeildir bankanna höfðu spáð, en mikill munur var á spá Lands- bankans og Íslandsbanka um rekstrarniðurstöðu bankans. Hagnaður KB banka á öðrum ársfjórðungi var 3,5 milljarðar króna, en Landsbankinn spáði 7,3 milljarða hagnaði. Frávikið skýrist að stærstum hluta af lægri gengis- hagnaði. Landsbankinn gerði ráð fyrir að arðgreiðsla af eignarhlut í Singer and Friedlander kæmi sem gengishagnaður upp á 1,9 milljarða. Hins vegar eru bréf breska bankans skráð á markaði og lækkaði gengi þeirra eftir arðgreiðsluna, þannig að ekki myndaðist neinn gengis- hagnaður af arðgreiðslunni. Bankinn tvöfaldaði hagnað sinn miðað við sama tímabil í fyrra. Heildareignir bankans jukust um 91 milljarð frá áramótum. Stærstu tíðinda tímabilsins sér ekki stað í uppgjöri KB banka, en það eru kaupin á danska bankanum FIH. Þau kaup munu hafa mikil áhrif á ásýnd bankans. ■ BJÖRGUNARSTARF Hjálparbeiðni barst frá Íslendingi sem sagðist vera með tuttugu manna hóp ferðamanna þar sem allir væru orðnir meira eða minna veikir. Var talið að um matareitrun væri að ræða. Ekkert kom fram um hvar hópurinn væri niðurkominn, en beiðnin barst um rás 42 sem Ferðafélag Íslands notar en kerfið er byggt upp á Laugavegi, leiðinni milli Þórsmerkur og Landmanna- lauga. Sex björgunarsveitarbílar með tuttugu og fimm björgunarsveit- armönnum lögðu strax af stað og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, kom fljótlega á svæðið til hjálpar. Leiðindaveður var á Laugaveginum, rok og rigning og vatnavextir í ám og gat þyrlan ekki leitað um allt hálendið vegna lélegs skyggnis. Seinna um dag- inn var bætt við björgunarsveit- um Landsbjargar í Vestur-Skafta- fellssýslu. Fyrst var talið að um hóp fran- skra ferðamanna væri að ræða en seinna um daginn lék vafi á hvort svo væri. Hugsanlegt er að um sé að ræða hóp ungmenna. Svanur Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, sagði að búið væri að at- huga með alla skála frá Kerlinga- fjöllum að Snæfelli. Jafnframt hefði verið talað við fjölda ferða- manna sem hefðu verið á göngu á Laugaveginum, sem liggur frá Landmannalaugum inn í Þórs- mörk, og hafði enginn þeirra orð- ið var við hópinn. Í gærkvöldi leitarsvæðið þrengt og björgunarsveitir leitarsveitir úr Árnessýslu kallaðar út. hrs@frettabladid.is bergsteinn@frettabladid.is MIKLAR VÆNTINGAR Miklar væntingar eru til KB banka. Bankinn hagnaðist um 3,5 milljarða frá apríl til júní, en það var nokkru lægra en spár gerðu ráð fyrir. Ásýnd bankans mun breytast mikið þegar kaupin á danska bankanum FIH verða frágengin í september. Spár um hagnað Burðaráss: Stefnir í sjö milljarða VIÐSKIPTI Burðarás, móðurfélag Eimskipafélagsins birtir uppgjör í dag. Spár greiningardeilda gera ráð fyrir að hagnaður annars árs- fjórðungs verði á bilinu 1,5 til tveir milljarðar króna. Miðað við það má búast við hátt í sjö millj- arða hagnaði á fyrri helmingi ársins. Burðarás hagnaðist mikið á fyrstu mánuðum ársins þegar það skipti upp sjávarútvegsrisan- um Brimi og seldi einingarnar. Af- koma af flutningastarfsemi hefur verið slök undanfarin misseri, en unnið er að skipulagsbreytingum á starfsemi Eimskipafélgasins. ■ SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ KB BANKA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: Landsbankinn 7.348 milljónir Íslandsbanki 4.441 milljónir Niðurstaða: 3.508 milljónir Ferð þú í ferðalag um helgina? Spurning dagsins í dag: Er rétt að hafa búðir opnar á frídegi verslunarmanna? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 66% 34% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Sameinuðu þjóðirnar: Álykta um Darfur EÞÍÓPÍA, AP Vígamenn hlekkja óbreytta borgara saman og kveik- ja í þeim í Darfur héraði í Súdan, en það eru engar blikur á lofti sem benda til þess að ógnaröldin sé á undanhaldi. Hermenn á vegum Afríkusambandsins fylgj- ast grannt með gangi mála og eiga að sjá til þess að vopnahlé sem samið var um í apríl sé virt. Sameinuðu þjóðirnar kjósa í dag um ályktun sem kveður á um Darfur hérað. Bandaríkjamenn samþykktu að fella burt orðið refsiaðgerðir til að ná víðtækari sátt, en útilokar ekki að ríkis- stjórn Súdans verði beitt efna- hagslegum þvingunum afvopni hún ekki arabíska vígamenn sem ofsækja svarta Súdani í Darfur. ■ Afkoma KB banka undir væntingum: Hagnaður bankans tvöfaldast milli ára ■ ÖRFRÉTT SKÓGARELDAR BREIÐA ÚR SÉR Skógareldar í Portúgal hafa teygt sig alla leið yfir landamæri Spánar og hafa að minnsta kosti fjórtán þúsund hektarar lands orðið eldinum að bráð í Andalús- íuhéraði. Þetta eru mestu skógar- eldar í héraðinu í áratug. HÓTA VERKFALLI Í AÞENU Hótel- starfsmenn í Aþenu á Grikklandi hóta að fara í verkfall meðan á ólympíuleikunum stendur í ágúst verði laun þeirra ekki tvöfölduð. Tæplega fimmtán þúsund hótel- starfsmenn eru í Aþenu. Verka- lýðsfélög í Grikklandi hafa heitið að styðja við bakið á starfsmönn- um verði einhverjum sagt upp. FRÁ DARFUR Mörg þorp hafa verið brennd til grunna og ríflega milljón manns hraktir af heimilum sínum. UPPGJÖR Landsbankinn skilaði tæpum tveimur milljörðum í hagnað á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður bankans fyrri helming ársins nam sex milljörðum og er það fimmfaldur hagnaður sama tímabils í fyrra sem var 1,2 millj- arðar. Mikill vöxtur einkennir upp- gjör Landsbankans. Vaxtatekjur hafa vaxið um 55 prósent og eignir bankans jukust um 110 milljarða frá áramótum. Útlán jukust um 106 milljarða á tímabil- inu. Af þeirri upphæð fóru 40 milljarðar til erlendra aðila. Mikill gengishagnaður einkenndi fyrstu þrjá mánuði rekstrar bank- ans í kjölfar uppstokkunar á eignar- haldi stórra fyrirtækja. Heildareignir Landsbankans voru í lok júní 558 milljarðar króna. Frá því að bankinn var einkavæddur og nýir eigendur tóku við stjórnartaumum hafa eignir bankans ríflega tvöfaldast. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 54 prósent. Eigið fé bankans í lok júní var 32 milljarðar. Megin hluti vaxtar bankans hefur verið innanlands, en bank- inn hefur boðað frekari útrás. ■ MIKILL VÖXTUR Eignir Landsbankans hafa ríflega tvöfaldast frá því að bankinn var einkavæddur og nýir eigendur tóku við rekstri hans. Bankinn hefur hagnast um sex milljarða það sem af er ári. SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ LANDSBANKANS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: KB banki 2.129 milljónir Íslandsbanki 1.164 milljónir Niðurstaða: 1.941 milljónir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Gott uppgjör hjá Landsbankanum: Hagnaðurinn fimmfaldast Alþjóðasakadómstóllinn í Haag: Rannsakar voðaverk HAAG, AP Alþjóðasakadómstóllinn í Haag hefur hafið rannsókn á meintum voðaverkum í norður- hluta Úganda, þar sem ríkistjórnin hefur barist við uppreisnarmenn í átján ár. Þetta er önnur formleg rannsókn Alþjóðasakadómstólsins, en í næsta mánuði hefst rannsókn á meintum stríðsglæpum í Kongó. Þó rannsóknin beinist að báðum stríðandi aðilum í Úganda fagna stjórnvöld henni og segja hana verða til þess að þeir sem hafa gerst sekir um voðaverk fái makleg málagjöld. Mannréttindasamtök saka uppreisnarmenn meðal annars um að nema börn á brott og þjálfa þau sem skæruliða. ■ SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ BURÐARÁSS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: KB banki 2.055 milljónir Íslandsbanki 2.018 milljónir Landsbankinn 1.443 milljónir Uppgjör Bakkavarar: Geest með í uppgjörinu VIÐSKIPTI Greiningardeildir bankanna búast við að hagnaður Bakkavarar á öðrum ársfjórð- ungi verði um hálfur milljarður króna. Bakkavör hefur eignast fimmtungs hlut í breska mat- vinnslufyrirtækinu Geest. Geest er því orðið hlutdeildarfélag Bakkavarar og fært til bókar sem slíkt. Líklegt er talið að Bakkavör hafi hug á að kaupa breska fyrirtækið, en samkvæmt breskum reglum er ekki heimilt að hefja yfirtöku Geest fyrr en í árslok. ■ SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ BAKKAVARAR Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: KB banki 462 milljónir Íslandsbanki 547 milljónir Landsbankinn 533 milljónir Leita við Kerlingarfjöll Hjálparbeiðni frá Íslendingi sem sagðist vera með tuttugu manna hóp ferðamanna sem allir væru meira og minna veikir barst í gær. Björgun- arsveitir leituðu á sunnanverðu hálendinu í gær og í nótt. FRÁ STJÓRNSTÖÐ FLUGBJÖRGUNARSVEITARINNAR Á HELLU Lagt var á ráðin í Flugbjörgunarhúsinu á Hellu í gærkvöldi. Hópur björgunarmanna fóru til leitar á öðrum tímanum gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 04-05 29.7.2004 22:43 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.