Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 8
30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Mikilvægt að fólk velji léttar mjólkurvörur: Norðurlandamet í drykkju nýmjólkur MJÓLKURVÖRUR Landsmenn drekka mest nýmjólk þjóða Norðurland- anna og neyta um 17 kílóum meira en Svíar sem verma annað sætið. Hver landsmaður drekkur um 65 kíló af nýmjólk á ári og um 150 kíló af mjólk í heild. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, mat- væla- og næringarfræðingur hjá Lýðheilsustöð, segir að það skipti veruleg máli að fólk velji léttari mjólkurvörur. „Í mjólk er hörð fita sem hækkar kólesteról í blóði og eykur líkur á hjartasjúkdómum. Við mælum með því að fólk snúi sér að léttu vörunum,“ segir Hólmfríður og bendir á að í nýmjólk séu fjögur grömm af fitu í hverjum 100 grömmum en í léttmjólk séu 1,5 grömm í sama magni. Hólmfríður segir hinar Norður- landaþjóðirnar hafi skipt hraðar út í léttar mjólkurvörur. „Á hinum Norðurlöndunum er léttmjólkin í meirihluta sérstaklega í Finnlandi þar sem léttmjólkin er um 87% af heildarneyslunni, en Finnar drekka svipað magn af mjólk og Íslending- ar í heildina.“ ■ Óttast að húsin haldi ekki hita Starfsfólk Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu kvíðir vetrinum vegna lélegs íbúðarhúsnæðis á staðnum. Verkalýðshreyfingin berst gegn óhóflega löngu úthaldi hjá portúgölskum starfsmönnum. KÁRAHNJÚKAR Vaxandi kurr er í starfsmönnum Impregilo við Kárahnjúka vegna ýmissa að- stæðna sem þeir verða að búa við á svæðinu. Menn kvíða mjög vetr- inum vegna íbúðarskálanna sem eru innfluttir og engan veginn sagðir henta íslenskum aðstæðum yfir vetrartímann. Eru menn þá minnugir síðasta vetrar þegar í ljós kom, að þau héldu hvorki vatni né vindum. Sandur smaug inn í þau, síðan fennti inn og þak gaf sig undan snjóþunganum. Þá er lengd úthalds sem portú- gölsku starfsmönnunum er gert að starfa undir sagt áhyggjuefni. Ennfremur eru uppi óánægju- raddir með matinn sem starfs- mönnum er boðið upp á. Telja menn merkja mjög að þar sé farið að skera við nögl og spara í inn- kaupum. Hins vegar eru öryggismálin á svæðinu sögð í góðu lagi núna og öll atriði er varða launamál hafi færst mjög til betri vegar. Stöðugt er fylgst með þeim málum. Oddur Friðriksson, trúnaðar- maður starfsmanna við Kára- hnjúka, staðfesti aðspurður við blaðið í gær, að ofangreind atriði væru áhyggjuefni starfsmanna. „Ég er meðal þeirra sem hafa stöðugar áhyggjur af þessum starfsmannahúsum,“ sagði hann. „Hér á að koma vinnuflokkur að skipta um þök á þeim fyrir haust- ið. Það breytir því ekki að ég kvíði vetrinum. Húsin eru eins og þau eru, en menn verða að búa við það. Þessi hús eiga aldrei eftir að verða fullnægjandi. Þau eldast fljótt og eldast illa. Það þarf mik- ið að laga þau til þess að þau séu frambærileg. Þar má nefna hurð- ir, glugga og lagnir. Þau standast ekki íslenskar kröfur.“ Oddur kvaðst taka undir áhyggjur manna af matnum. Hon- um væri farið að hraka. Menn teldu sig merkja að nú væri farið að kaupa ódýrt hráefni og skera kostnaðinn niður. Það væri áhyggjuefni. Þá væri lengd úthalds erlendu verkamannanna, einkum Portú- galanna, óviðunandi. Þeir ynnu samfleytt í fimm og hálfan mánuð en fengju aðeins einn frídag í viku. Verkalýðshreyfingin væri með vaxandi kröfur um að stytta vinnutíma þeirra verulega. „Þetta eru alltof langt úthald,“ sagði Oddur. „En þetta síðastnefnda mál heyrir beint undir stjórnvöld. Þeim ber að koma á reglugerð varð- andi aðkomu erlendra starfs- mannaleiga að landinu.“ jss@frettabladid.is Brottflutningur gyðinga frá landnemabyggðum: Bótaviðræður við landtökumenn JERÚSALEM, AP Ísraelar hófu við- ræður við landtökumenn um bæt- ur fyrir að yfirgefa heimili sín á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu á þriðjudag en ríkisstjórn Ísraels áætlar brottflutning frá landnemabyggðum gyðinga. Dómsmálaráðuneyti Ísraels hélt fund með lögfræðingi um níu- tíu fjölskyldna sem búa á land- tökusvæðum á Gaza og fjögurra búsettra á Vesturbakkanum. Að sögn lögfræðingsins verður mögulegt að hefja greiðslur til fjölskyldnanna strax í október þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hversu háar upphæðir landtöku- mennirnir fengju né hvenær þeir þurfi að yfirgefa heimili sín. Meðan brottflutningsáætlanir Ísraelsmanna þokuðust áfram fór forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia, að láta reyna á völd sín yfir hluta öryggissveita landsins eins og samkomulag hans við leiðtogann Jasser Arafat frá því á þriðjudag felur í sér. Bandarískir og ísraelskir leið- togar létu þó í ljós efasemdir um að niðurstaðan á þriðjudag bindi enda á valdabaráttu Arafats og hóps stjórnmálamanna og ungra vígamanna sem valdið hafa ófriði innan samfélags Palestínumanna síðustu viku. ■ Haraldur Sigurðsson varsérsveitarmaður í herminnihlutahóps hvítra í Ródesíu. Haraldur var sendurmeð þyrlu inn á svæði skæruliða til aðútrýma þeim. Eftirminnilegast þykirHaraldi þó þegar hannog félagar hans sáurisastórt geimskip birt-ast yfir dalnum þar semþeir höfðu reist sérbúðir. Bls. 20-21 Halli tók þátt í að eyða þorpum blökku- manna Ég er ekki hommiVið konan bjuggum til stjörnuna Jónsa Bls. 24-25 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 170. TBL. – 94. ÁRG. – [FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Fullir Þjóðverjardrápu vin sinn áKrýsuvíkurvegi Bls. 6 ÖRYGGIÐ Á ODDINN Eiginkona Björgvins Halldórssonar, Ragnheiður Björk Reynisdóttir, situr heima um verslunarmannahelginaog bíður eftir sínu fólki. Hún hefurengar áhyggjur, treystir því vel. Bls. 14-15 Mamma Krumma og Svölu Blæs ádópsögurnar Kattakonan sveik út eðlu og sæði úrverðlaunahundi Bls. 10 Jónsi Ég er enginn hommi BROTTFLUTNINGI MÓTMÆLT Ísraelskir landtökumenn á Vesturbakkanum hafa mótmælt harkalega áætlunum um brottflutning frá landnemabyggðum M YN D A P VETRARKVÍÐI Starfsmenn Impregilo að Kárahnjúkum eru farnir að kvíða vetrinum, því þeir óttast að íbúðarhúsnæðið á staðnum standist ekki vetrarveðráttuna. Húsin reyndust ekki sem skyldi í fyrra. Þá er uppi óánægja með sparnað í mat og langt úthald portúgalskra starfsmanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N 160 120 80 40 0 Kg á íbúa Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Léttmjólk < 3% fita Nýmjólk > 3% fita NEYSLA DRYKKJARMJÓLKUR Á NORÐURLÖNDUM ÁRIÐ 2003 (Bráðabirgðatölur samkvæmt heimildum frá Manneldisráði) 08-09 29.7.2004 21:36 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.