Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 19
Ég held að með [aug- lýsingunni] sé ekki verið að „hóta dauða“, eins og [Kol- brún Bergþórsdóttir] skrifar, heldur hvetja fólk til að fara var- lega. Ef það er forsjárhyggja á forsjárhyggja fyllilega rétt á sér. Þreytandi gáfufólk sem skilur ekki tilveruna Mikið lifandi skelfing er ég þreytt- ur á fólki sem er sífellt að leika gáfufólk en skilur hvorki upp né niður í tilverunni og heldur að hún snúist eingöngu um það sjálft. Kol- brún Bergþórsdóttir held ég að hafi upphaflega verið bókmenntagagn- rýnandi, hefur í það minnsta gefið sig út fyrir að vera álitsgjafi í þeim efnum, en nú skrifar hún stundum fjölmiðlapistla í Fréttablaðið. Í miðvikudagsblaðinu lýsti yfir því að hún hefði engan áhuga á að fara varlega í lífinu og leiðinlegasta fólkið sem hún kynntist væri það sem væri sífellt að leika umferðar- lögreglu fyrir okkur hin. Tilefnið voru auglýsingar sem ætlað er að hvetja fólk til að fara varlega í um- ferðinni. Auglýsingagerð af þessu tagi finnst henni vera fyrir neðan allar hellur – „en sjálfsagt felur hún í sér góðan jarðveg hjá forsjár- hyggjufólki í Vinstri grænum og álíka samtökum,“ skrifar hún. Lík- lega finnst henni undirritaður vera að leika málfarslöggu þegar hann getur sér þess til að hún hafi ætlað að skrifa “fellur í góðan jarðveg“. En hvað sem málfarinu líður held ég að þessi ágæta manneskja hafi misskilið „þessa auglýsinga- gerð“. Ég held að með henni sé ekki verið að „hóta dauða“, eins og hún skrifar, heldur hvetja fólk til að fara varlega. Ef það er forsjárhyggja á forsjárhyggja fyllilega rétt á sér, hvað sem Vinstri grænum líður. Það er ekki einkamál manna hvort þeir aka eins og brjálæðingar og drepa sjálfa sig – og/eða aðra. Kolbrún Bergþórsdóttir má hins vegar lifa eins hættulegu lífi og hún vill, svo framarlega sem það kemur ekki niður á öðrum. En skriki henni fótur í sínu hættulega lífi og hún þarf að leita sér lækninga hættir það að vera hennar mál einvörðungu. Þá kemur kannski að því að hún þurfi að leita sér aðstoðar – á kostnað samfélagsins. Svo nefnir hún norsku myndina I dag skal noen dø, þar sem fjallað var á ákaflega faglegan hátt um bíl- slys, afleiðingar þeirra og máttleysi norskra yfirvalda við að vinna gegn þeim, en horfði sem sagt ekki á hana. Hún hefði betur gert það. Og hún horfði ekki heldur á nokkrar aðrar myndir sem hún taldi sig þó geta kveðið upp dóma yfir. Ef Fréttablaðið fjallar um bókmenntir í haust og hún tekur þátt í því vona ég að hún lesi bækurnar sem henni verður falið að fjalla um. ■ 19FÖSTUDAGUR 30. júlí 2004 Að standa á eigin fótum Alveg frá því Ísland þáði Marshall- aðstoðina eftir seinni heimsstyrjöldina hafa íslensk stjórnvöld aldrei getað reitt sig á eigin vilja og kraft þegar kemur til tals að Bandaríkin séu inni í myndinni. Þessu mætti líkja við ungling sem lifir í vellystingum hjá foreldrum sínum, en með þeim skilyrðum að hann geri allt það sem honum er sagt, annars sé honum hent út, hann sniðgenginn og eigur hans seldar eða notaðar í öðrum tilgangi. Hvenær ætla Íslendingar að standa á eigin fótum gagnvart „Stóra bróður“? Emil Hjörvar Petersen á uvg.vg Engar málsbætur Þessar aðfarir Steinunnar og Alfreðs minna um margt á meirihluta Sjálf- stæðisflokksins upp úr 1970 þegar hann lagði á ráðin um að rífa Torfuna og byggja þar nýtísku skrifstofuhúsnæði í anda Morgunblaðshallarinnar við Að- alstræti. Seinna tókst niðurrifsmönnum að fá Fjalaköttinn rifinn en það er ein- mitt verið að byggja hann aftur í dag 25 árum síðar. Þeir sem voru í eldlínunni 1970 eiga sér þó þær málsbætur að hafa horft á timburhjallana í Reykjavík, sem áttu að heita mannabústaðir, og sjá fólkið í þeim veslast upp í kulda, tæringu og vosbúð. Fyrir þessum mönnum voru steypt reisuleg vel ein- angruð hús langtum betri kostur en Torfa eða Fjalaköttur. Alfreð og Stein- unn eru hins vegar af annarri kynslóð og eiga auk þess að teljast til félags- hyggjufólks. Grímur Atlason á vg.is/postur Efnisleg umræða hefjist Nú þegar róast fer í [fjölmiðla]málinu eftir átök seinustu mánaða, blasir við að umræða um málið heldur áfram í fjölmiðlanefndinni í vetur og farið þar nánar yfir það. Vonandi getur nú hafist hin efnislega umræða um málið sem hefur vantað tilfinnanlega, og vonandi er ennfremur að allir flokkar komi þar fram með stefnu sína og vinni eftir henni þannig að þverpólitísk samstaða náist að lokum um slíka lagasetningu. Nú reynir á hvernig hin efnislega um- ræða fer fram í nefndinni og á þingi í vetur. Stefán Friðrik Stefánsson á frelsi.is Ekki um seinan Persónulega tel ég ólíklegt að menn komi til með að skipta um skoðun varðandi Kárahnjúkavirkjun við lestur bókar Ómars [Ragnarssonar]. Flestir koma sennilega til með að styrkjast í sinni þegar mynduðu skoðun. Bókin kemur aftur á móti mikilvægum skila- boðum á framfæri við okkur lýðinn í þessu lýðræðisþjóðfélagi: Það er ekki um seinan. Arndís Anna Gunnarsdóttir á politik.is ÞORGRÍMUR GESTSSON BLAÐAMAÐUR UMRÆÐAN UMFERÐIN UM HELGINA ,, AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. ÞUNG UMFERÐ Búast má við miklum umferðarþunga á þjóðvegum landsins um verslunarmannahelgina. 18-19 leiðari 29.7.2004 17:53 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.