Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 29
Borgir búa í manni Maður býr ekki bara í borgum, þær búa líka í manni. Eftir ítarlegar röntgen- myndatökur má sjá svipmyndir úr þeim speglast í lifrinni og miltanu. Þess vegna er stundum gott að lesa texta heima hjá þeim sjálfum, þar sem þeir hafa verið skrifaðir eða allavega upplifaðir, hvort sem það reynist síðan vera allt annars staðar frá. Í gær kláraði ég Mynd af ósýnilegum manni eftir Paul Auster í neðanjarðarlestinni á leiðinni til Brook- lyn. Á hinni leiðinni, þegar ég var á leið til Harlem um morguninn ræddi ég við annan Paul um setningarskipan Prousts og fann hvað hann var fjarlægur mér, hvað ég er fjarlæg Parísarborginni rót- grónu þar sem götuskipanin er mun nær stíl Prousts en skipanin á Manhatt- an þar sem allt er bara einfaldlega norð- an við Houston, sunnan við hana, aust- an við Fifth Avenue eða vestan við hana. Oddný Eir Ævarsdóttir á bjartur.is Aldrei séð mig áður Sumarið 2002 borðaði ég á Súfistanum í Máli og menningu sirka 4 sinnum í viku. [...] Það var í sjálfu sér ekkert upp á þjónustuna að klaga, maturinn skilaði sér á borðið og það var gefið rétt til baka. En þó að ég væri þarna daglegur gestur í heilt sumar, áberandi sem ég er, hávaxinn og þéttvaxinn, myndarlegur og vel klæddur og afar kurteis, þá var alltaf eins og ég væri að koma þarna í fyrsta skipti. Afgreiðslustúlkurnar voru alltaf á svipinn eins og þær hefðu aldrei séð mig áður. Þetta er svona óaðfinnanleg leið til að gefa gjörsamlega skít í við- skiptavininn, án efa algjörlega ómeðvit- uð og ber vitni um dapran karakter fremur en slaka þjónustulund. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com Alka Seltzer á markað Alka Seltzer kom á markað í gær. Rataði inn á fréttamiðla, a.m.k. Tíufréttir RÚV (sá hvorugan aðalfréttatímann) og hafa þessar fréttir ekki aðeins vakið athygli heldur kæti hjá sumum. Ég vann, ásamt þremur stöllum mínum, að upphaflegu úttektinni sem lagði mat á markaðinn og gerði tillögur að komu Alka Seltzers á markað hér á landi. Fyrir mig eru þetta því gleðiefni. Síðan eru liðnir margir mánuðir og lyfið búið að fara í gegnum allan þann prósess sem slík vara þarf til að koma á markað. Meðan hef ég auð- vitað þurft að þaga yfir mjög „spenn- andi“ leyndarmáli. Nú er Alka Seltzerinn kominn á markað og vinir mínir geta fengið skýringuna á því hvers vegna ég hafði allt í einu svona sterkar skoðanir á því hvað þeir nota gegn höfuð- og bein- verkjum - og af hverju ég hélt nokkrum sinnum ræðuna um eðlismun asetýlsalicýlsýru (yndislegt orð!), para- setamóls og íbúprófens. Ágúst Flygenring á semsagt.net Þjóðaratkvæðagreiðsla Það hlýtur að vera krafa fólksins að Al- þingi samþykki hið fyrsta að færa fólk- inu þau mannréttindi að það geti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi krafa verður enn brýnni, þegar stjórnarhættir á Íslandi minna orðið meira á tilskipan- ir einræðisherra en lýðræði. Allt frá ár- inu 1995 hef ég ásamt þingmönnum Samfylkingarinnar flutt frumvarp um sjálfstæðan rétt fólksins, sem ekki er bundinn neitunarvaldi forseta þjóðar- innar á því að synja um staðfestingu á lagafrumvarpi. Með frumvarpinu er kveðið á um að fimmtungur kosninga- bærra manna í landinu geti krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um lagafrumvarp sem Alþingi hefur sam- þykkt. Stjórnarflokkarnir hafa aldrei ljáð máls á framgangi þessa máls á Alþingi. Á öllum þessum árum eru þeir þing- menn sennilega teljandi á fingrum ann- arrar handar sem séð hafa ástæðu til að ræða þetta frumvarp á Alþingi, þar af enginn stjórnarliði. En Guð láti gott á vita. Þingmenn – allir sem einn – munu sennilega sameinast um að koma mál- inu í höfn á þessu kjörtímabili. Þökk sé forseta lýðveldisins Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/jo- hanna FÖSTUDAGUR 30. júlí 2004 AF NETINU Auglýsing um álagningu opin- berra gjalda á árinu 2004 Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds, á árinu 2004 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 90/2003. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattum- dæmum föstudaginn 30. júlí 2004. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmanni skattstjóra eða öðrum þeim stöðum í hverju sveitarfélagi sem sérstaklega hafa verið auglýstir dagana 30. júlí til 13. ágúst að báð- um dögum meðtöldum. Álagningaseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2004, vaxtabætur og barnabæt- ur hafa verið póstlagðir og/eða birtir í dag á þjónustusíðu viðkomandi á vef ríkis- skattstjóra. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta, sem gjald- endum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 2004, þurfa að hafa borist skatt- stjóra eigi síðar en mánudaginn 30. ágúst 2003. 30. JÚLÍ 2004 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. 20/29 (20-21 umræða 29.7.2004 17:52 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.