Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 30
„Konan mín, Ingileif Malberg, verður fertug daginn eftir að ég verð 43, þannig að stórafmælið er hjá henni. Við erum að fara til Frakklands í tvær vikur með stelpurnar okkar þrjár, til Norm- andí og Parísar þar sem við ætlum að njóta þess að vera til í fallegu landi,“ segir Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju. „Það verður gott að klippa sig frá öllu og losna við að þurfa að svara í símann,“ segir presturinn. Þau ætla meðal annars að fara í osta- ferð í Frakklandi þar sem farið er milli framleiðanda og smakkað á hinum ýmsu ostategundum. Þórhallur hefur unnið að tveimur bókum í sumar sem hann hefur verið að reyna að klára. „Önnur bókin heitir „Tíu örlaga- ríkustu orrustur Vesturlanda“ sem ég hef skrifað aðallega mér til gamans því ég er mikill sagn- fræðiáhugamaður. Bókin fjallar um tíu orrustur sem breytt hefðu gangi sögunnar ef þær hefðu far- ið á annan veg. Hin heitir „Píla- grímsferðin, fyrsti hluti“ og fjall- ar um nýjar trúarhreyfingar og sértrúarhópa í nútímanum og mun koma út í haust á vegum Skálholtsútgáfunnar,“ segir Þór- hallur, sem unnið hefur að bókun- um undanfarin ár. Annars segir Þórhallur sumar- ið hjá honum annars hafa ein- kennst af hefðbundnum prests- störfum auk þess sem hann segist hafa eytt miklum tíma úti í nátt- úrunni. „Ég er mikill sumarmað- ur, finnst gott að vera bara til úti í íslenskri náttúru, sérstaklega á björtum sumarnóttum júnímán- aðar þegar ég vil helst vaka allan sólarhringinn. Ég lifi lengi á upp- lifunum sumarsins eftir að tekur að hausta,“ segir afmælisbarnið. Þórhallur vill lítið gera með eigið afmæli sem hann segir ekki merkilegt en hins vegar hefur hann skipulagt afmælisveislu konunnar sinnar afskaplega vel. „Afmælisveislan verður í fran- skri höll 70 kílómetra vestan við París sem hefur verið innréttuð sem hótel og veitingastaður. Konan mín veit ekki af þessu en það ætti að vera í lagi þar sem við verðum komin út þegar þetta birtist í blaðinu. Ég er búinn að skipuleggja matseðilinn. Þetta verður ekta franskur villidýra- matur eins og hann gerist bestur, fasanar og fleira góðgæti og von- andi mikið af ostum með,“ segir Þórhallur, sem segist einstak- lega veikur fyrir franskri matar- gerðarlist sem hann segir þá bestu í heimi. „Ég vona bara að ég fitni ekki of mikið meðan á dvölinni stendur,“ segir prestur- inn áður en hann kveður til að pakka ofan í töskur fyrir Frakk- landsferðina. ■ 22 30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR SCHWARZENEGGER Ríkisstjóri Kaliforníu, sem gerði garðinn fyrst frægan sem hasarmyndahetja í myndum eins og Conan og Terminator, er 57 ára í dag. AFMÆLI Páll Árnason, Laholm, Svíþjóð, er 60 ára. Hann fagnar afmæli sínu í Nörrealle 29, Strib, 5500 Middelfart, Danmörku, með fjölskyldu sinni. Auður Sveinsdóttir Laxness húsfreyja er 86 ára. Sigurður Pálsson skáld er 56 ára. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanes- bæ, er 48 ára. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, er 44 ára. Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður er 43 ára. Tryggvi Guðmundsson knattspyrnu- maður er 30 ára. ANDLÁT Arnbjörg Jóhannesdóttir, Mýrarvegi 113, Akureyri, lést þriðjudaginn 27. júlí. Guðlaugur Ágústsson, áður til heimilis í Bauganesi 7, Reykjavík, lést laugardag- inn 24. júlí. Haraldur Guðbrandsson, Háaleitisbraut 117, Reykjavík, er látinn. Margrét Tryggvadóttir, Stóru-Borg, Víði- dal, Vestur-Húnavatnssýslu, lést mánu- daginn 26. júlí. Smári Ársælsson lést þriðjudaginn 27. júlí. Snorri G. Guðmundsson, Traðarlandi 2, lést sunnudaginn 25. júlí. JARÐARFARIR 10.30 Vera Ingibergsdóttir Hraundal, Dalbraut 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. 13.30 Einar Ólafsson húsasmíðameist- ari, Dverghömrum 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. 13.30 Hallfríður Nielsen, Árskógum 8, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 13.30 Sigurður Árnason, frá Gegnis- hólaparti í Gaulverjabæjarhreppi, dvalarheimilinu Kumbaravogi, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju. 13.30 Tómas Már Ísleifsson stýrimaður, Vitastíg 20, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Hallgímskirkju. 14.00 Arndís Einarsdóttir, Hellulandi, Skeggjastaðahreppi, verður jarð- sungin frá Skeggjastaðakirkju. 14.00 Óskar Germannsson, Áshlíð 17, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju. Í fyrsta sjónvarpaða leik í sögu heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu lagði England Þýskaland 4-2 í úrslitaleik á Wembley í London fyrir framan 93.000 á- horfendur. Leikurinn byrjaði illa fyrir England þegar Þýskaland komst yfir eftir tólf mínútna leik en Eng- lendingar jöfnuðu nokkru síðar. Heimaliðið komst svo yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en þýska liðið jafnaði einni mínútu fyrir lok leiksins. Staðan var því 2-2 eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja. Í fram- lengingunni skoraði Geoff Hurst annað mark sitt í leiknum og kom Englandi í 3-2. Seinna mark Hurst vakti miklar deilur þar sem end- ursýning þess þótti sýna að bolt- inn hefði ekki farið yfir marklín- una eftir að hafa skotist af mark- slánni. Á lokasekúndum fram- lengingarinnar skoraði Hurst svo fjórða mark Englands í leiknum og þriðja mark sitt, sem færði Englandi Jules Rimet bikarinn í fyrsta skipti í 36 ára sögu heims- meistarakeppninnar. Í leiknum, sem var fyrir margt sögulegur, dekkaði hin rísandi þýska stjarna Franz Beckenbauer ensku stjörnuna Bobby Charlton og hélt honum niðri. Leikurinn þykir einn sá allra merkilegasti í fótboltasögu Englands. ■ ÞETTA GERÐIST FYRSTI LEIKUR HM SEM SÝNDUR VAR Í BEINNI ÚTSENDINGU 30. júlí 1966 „Ég þekki marga íþróttamenn og fyrirsætur sem líður eins það sé bara litið á þau sem líkama. Mér hefur aldrei fundist eins og fólk hafi eingöngu litið á mig þannig.“ Arnold Schwarzenegger komst upp á frægðarhimininn þegar hann varð heimsmeistari í vaxtarrækt. England sigrar á HM Konan mín á fertugsafmæli AFMÆLI: ÞÓRHALLUR HEIMISSON ER 43 ÁRA Í DAG ÞÓRHALLUR HEIMISSON Á leið til Frakklands í frí eftir töluverð ferðalög innanlands í sumar. MERKISATBURÐIR 30. JÚLÍ 1626 Mikill jarðskjálfti skekur Napóli á Ítalíu.10.000 manns láta lífið. 1792 Franski þjóðsöngurinn sunginn í fyrsta skipti á götum Parísar. 1898 Will Kellogg finnur upp korn- flögurnar, Corn Flakes. 1935 Fyrsta bókin gefin út hjá Penguin- útgáfufyrirtækinu sem markaði upphaf kiljubyltingarinnar á bóka- markaðnum. 1989 Gerðar eru stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt í Chile eftir að valda- tíð einræðisherrans Pinochet. Hjartaþeginn Helgi Einar Harðar- son snéri heim frá Gautaborg í vik- unni þar sem hann gekkst undir hjartaígræðslu þann 14. júní. Hann er einungis fjórði maðurinn sem fengið hefur hjartaígræðslu í ann- að sinn á sjúkrahúsinu í Gauta- borg. Hann segir að sér líði miklu betur en áður en hann fór út. „Þetta er þriðja hjartað sem ég er með. Ég fór fyrst í hjartaígræðslu 1989 þegar ég var sextán ára gam- all, þannig að þetta er annað hjart- að sem er sett inn í mig, segir Helgi. „Það kom í ljós ári eftir fyrri hjartaígræðsluna að hjartað var gallað, það var leki í því sem gerði það að verkum að það stækk- aði alltaf og stækkaði. Svo fékk ég blóðtappa við litla heilann út af hjartabiluninni, Eftir að hafa feng- ið blóðtappann stefndi allt í það að ég myndi lenda í hjólastól því ég gat lítið gengið eftir blóðtappann. Ég þurfti á nýju hjarta að halda,“ segir hjartaþeginn sem þurfti að bíða í eitt ár og tvo mánuði eftir að komast út í aðgerðina. „Ég fékk líka nýra sem var sett í mig til að aðstoða nýrun sem ég er með að vinna úr öllum lyfjunum sem ég þarf að borða. Nú er líkamsstarf- semin loksins orðin eðlileg, ég fann strax muninn á nýja hjartanu og því gamla,“ segir Helgi sem orðinn var ansi slappur áður en hann fór út í aðgerðina. „Fyrir að- gerðina hefði mér aldrei dottið í hug að batinn yrði svo skjótur. Mér líður konunglega,“ segir Helgi sem stalst á rúntinn með íslenskum vini sínum meðan hann lá á spítal- anum og var að jafna sig eftir að- gerðina. Hann hlakkar til að kom- ast vestur í sumarbústaðinn sinn og hitta aftur hestana sína þó hann telji að hann fari nú ekki á hestbak í bráð. ■ HJARTAÞEGI Helgi Einar Harðarson var að koma til landsins eftir hjartaígræðslu í Gautaborg. Fékk þriðja hjartað 30-31 (22-23) tímamót 29.7.2004 19:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.