Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 30. júlí 2004 25 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Hinn nýráðni framkvæmdastjóriTottenham Hotspur, Frakkinn Jaques Santini, hef- ur miklar mætur á miðverðinum og landsliðsmanninum enska, Ledley King. Svo miklar eru mæturnar að hann sagði forráða- mönnum Chelsea, sem voru að bera í víurnar fyrir King, að verðmiðinn á honum færi ekki niður fyrir 20 milljónir punda. Ja, hérna, það er ekki allt í standi! Og meira tengt Tottenham.Steffen Iversen, fyrrum leikmað- ur Tottenham og Wolves, hefur snúið aftur til heimalandsins, Noregs, og gengið til liðs við Valerenga, en með því liði spilar einmitt Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður okkar Íslendinga. Hinn 28 ára Iversen gerði þriggja mánaða samning við félagið. Steven Gerrard segist ekki sjá eftirþví að hafa skrifað undir nýjan samning við Liverpool. Hann segir vissulega hafa verið erfitt að hafna boði Chelsea, félag- ið bauð honum 120 þúsund pund í laun á viku. Hins vegar hafi Liverpool-taug- in einfaldlega verið of römm og sem fyrirliði liðsins hafi hann einfaldlega ekki getað yfirgefið það. Hann segist vera afar ánægður með nýja stjór- ann, Rafael Benitez, og að framund- an séu glæstir tímar í sögu félagsins. Arsene Wenger er ekki af bakidottinn enn og segist þess full- viss að miðvallarleikmaðurinn frans- ki, Patrick Vieira, muni ekki yfirgefa herbúðir Arsenal. Allt bendir þó til þess að Vieira muni á allra næstu dögum ganga til liðs við Real Madrid og virðist Wenger vera sá eini sem hefur trú á að kappinn fari hvergi. Talað hefur verið um að Real Madrid þurfi að punga út 30 milljónum fyrir kappann.                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Nýliðar WBA í ensku úrvalsdeild-inni í knatt- spyrnu, hafa gengið frá kaupum á mið- vallarleikmanninum Jonathan Greening frá Middles- borough. WBA þurfti að reiða fram 1.25 milljón punda fyrir kappann sem skrifaði undir þrig- gja ára samning. Hinn 25 ára Green- ing er uppalin hjá Manchester United en gekk til liðs við Middles- borough árið 2001. Sagan segir að forráðamennManchester United hafi ákveðið að bíða með að bjóða í Wayne Roo- ney þangað til í jan- úar á næsta ári en þá opnar leik- mannaglugginn á nýjan leik en hon- um verður lokað 31. ágúst. Stóra spurningin er hins vegar hvort Roon- ey verður ennþá í herbúðum Everton eða hvort olíuauður Chelsea-eigand- ans, Romans Abramovich, hafi verið of freistandi fyrir skítblanka Everton- menn. Meira um Everton. Framkvæmda-stjóri félagsins, David Moyes, óttast að hann verði látinn taka pok- ann sinn ef Paul Gregg kemst í stjórnarformanns- stólinn. Moyes er þess fullviss að Gregg láti það verða sitt fyrsta verk að ráða Gordon Strachan sem framkvæmdastjóra og henda Moyes lengst út í hafsauga. Mikil úlfúð ríkir hjá Everton þessa dagana vegna stöðu Waynes Rooney og til að mynda hefur danski miðjumaðurinn, Thomas Gravesen, sagst ekki ætla að skrifa undir nýjan samning fyrr en þetta mál sé til lykta leitt. Hann segist ekki nenna að standa í neinni meðalmennsku enn eitt tímabilið hjá Everton. FORMÚLA 1 Þótt keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum sé rétt hálfnað þá eru liðin tólf þegar farin að huga að liðsuppstillingu fyrir næsta keppnistímabil. Þeg- ar er ljóst að tvö lið, Williams og Toyota, munu stilla upp tveimur nýjum ökumönnum á komandi tímabili en margir af bestu öku- mönnum Formúlunnar munu hafa vistaskipti þegar þetta tímabil hefur runnið sitt skeið á enda. Eins og áður sagði þá verður Williams-liðið gjörbreytt á kom- andi tímabili. Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya er farinn til McLaren þar sem hann mun leysa Bretann David Coulthard af hólmi og Þjóðverjinn Ralf Schumacher er genginn til liðs við Toyota sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári. Williams-menn tryggðu sér þjón- ustu Ástralans Marks Webber í gær en hann þykir hafa náð góð- um árangri á slökum Jaguar-bíl undanfarið eitt og hálft ár. Coult- hard, sem má muna sinn fífil fegri, endar að öllum líkindum hjá Jaguar í stað Webbers. Eitt laust sæti er hjá Williams- liðinu og er búist við því að Þjóð- verjinn Nick Heidfeld, sem ekið hefur fyrir Jordan, taki hitt sætið og aki með Webber á komandi tímabili. Toyota ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili því auk Schumachers hins yngri þá róa forráðamenn liðsins öllum árum að því að því að fá Ítalann Jarno Trulli frá Renault. Trulli, sem er eini ökumaður- inn í Formúlu 1 kappakstrinum fyrir utan Michael Schumacher sem hefur unnið mót á þessu tíma- bili, fær ekki nýjan samning hjá Renault sem hefur ráðið landa hans, Giancarlo Fisichella, til sín og hann gæti allt eins endað hjá Williams. Það hefur oft verið sagt að menn breyti ekki sigurliði, því þarf það ekki að koma á óvart að Ferrari-liðið, sem hefur borið höf- uð og herðar yfir aðra í Formúl- unni, verður með sömu ökumenn- ina, Michael Scumacher og Rubens Barrichello, á næsta ári. Eina liðið fyrir utan Ferrari sem stillir upp sömu mönnum á næsta ári er BAR-liðið með Bretann Jenson Button, sem hefur átt frá- bært tímabil, og Japanann Takumo Sato. ■ JUAN PABLO MONTOYA Sést hér í Williams-bíl sínum á Hockenheim-brautinni í Þýska- landi en hann mun aka fyrir McLaren á komandi tímabili. Breytingar hjá flestum liðum í Formúlu 1 kappakstrinum fyrir næsta tímabil: Williams og Toyota með ný lið 32-33 (24-25) sport 29.7.2004 18:58 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.