Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 34
26 30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI FH-ingar áttu í engum vandræðum með að tryggja sér sæti í 2. umferð Evrópukeppni fé- lagsliða í gær er liðið lagði velska liðið Haverfordwest af velli, 3-1, á heimavelli sínum í Kaplakrika, og því samanlagt 4-1. Það fór aldrei á milli mála hvort knattspyrnulið- anna væri færara á sínu sviði í gær - heimamenn í FH höfðu mikla yfirburði og þurftu engan stórleik til að vinna arfaslaka andstæðinga sína. Haverfordwest voru seinni í alla bolta og leyfðu ávallt 1-2 leik- mönnum FH að leyka lausum hala inni á vellinum. Ef dæmt er út frá frammistöðu liðsins í gær er Haverfordwest í svipuðum klassa og miðlungs 1. deildarlið á íslensk- um mælikvarða, ef ekki verra. Alveg frá byrjun var ljóst hvert stefndi og hafði Jónas Grani Garð- arsson klúðrað tveimur upplögð- um færum áður en Haverfordwest náði, þvert gegn gangi leiksins og í fyrsta skipti inn í vítateig FH, að komast yfir eftir hroðaleg mistök í vörn heimamanna. Það tók Allan Borgvardt innan við mínútu að jafna metin. Það gerði hann með afar snoturri hælspyrnu eftir fasta aukaspyrnu Emils Hallfreðssonar. Eftir markið héldu FH-ingar áfram að fá dauðafærin og sem fyrr fór Jónas Grani fremstur í flokki við að brenna af þeim - hann hefði á eðlilegum degi skorað 3-4 mörk í fyrri hálfleiknum einum. Auk þess átti Sverrir Garðarsson skalla í þverslá eftir hornspyrnu en inn vildi boltinn ekki og því var staðan jöfn þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Sá síðari byrjaði afskaplega ró- lega og voru leikmenn FH töluvert frá sínu besta. En á 60. mínútu settu þeir í fluggírinn svo um mun- aði. Fyrst var það Atli Viðar Björnsson sem slapp einn í gegn en Lee Kendall í marki Haverford- west varði vel og síðan aftur frá Emil nokkrum sekúndum síðar. Á 62. mínútu urðu hlutskiptin aftur á móti önnur er Emil skoraði fram- hjá Kendall eftir mikil mistök þess síðarnefnda og tveimur mínútum síðar bætti Baldur Bett við þriðja markinu eftir þunga sókn FH. Eftir þennan 5. mínútna frá- bæra leikkafla lögðust leikmenn ósjálfrátt aftar á völlinn og gat Ólafur Jóhannesson leyft sér að skipta út lykilmönnum. FH-ingar höfðu lokið dagsverki sínu án telj- andi erfiðleika og bíður þeirra mun erfiðari leikur í næstu um- ferð. Í hattinum eru lið á borð við Bröndby, Hammarby og Stabæk en dregið verður í hádeginu í dag. Tommy Nielsen, sem átti mjög góðan dag í vörn FH, var ánægður með að komast áfram en vildi alls ekki mæta einhverjum af þeim dönsku liðum sem eru í hattinum. „Nei, veistu ég spilaði gegn þessum liðum svo oft þegar ég lék í dönsku deildinni að mig langar miklu frekar að mæta einhverju liði sem ég hef aldrei spilað áður gegn. Draumurinn yrði ef við mættum liði sem hefur stóran heimavöll og við myndum keppa í mikilli stemningu. Evrópukeppn- in skiptir miklu máli fyrir mig því að ég var aldrei nálægt því að komast í þessa keppni þegar ég lék í Danmörku,“ sagði Tommy við Fréttablaðið að leik loknum. Hann var ekki á því að hið mikla álag sem er á FH-ingum þessa dagana myndi koma liðinu í koll „Þegar við erum að spila svona mikið erum við ekki að æfa eins vel. Mér finnst persónulega miklu betra að spila sem oftast því þá kemst liðið í betra leikform og nær betur saman,“ segir Tommy Nielsen. vignir@frettabladid.is STAÐAN ORÐIN JÖFN Freyr Bjarnason og Emil Hallfreðsson fagna jöfnunarmarki Allan Borgvardts á 20. mínútu leiksins í gærkvöld. FH- ingar bættu síðan við tveimur mörkum til viðbótar og tryggðu sér sæti í næstu umferð Evrópukeppninnar á sannfærandi hátt. Öruggt hjá FH Þýski hornamaðurinn StefanK r e t z s c h m a r verður ekki með þýska landsliðinu í æfingaleikjunum þremur gegn ís- lenska landsliðinu í handbolta sem fara fram í Þýskalandi um helgina. Leik- irnir eru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu en læknir þýska liðsins staðfesti að Kretzchmar yrði örugglega með þar. Ástralski ökuþórinn Mark Webbermun aka fyrir Williams-liðið í For- múlu 1 kappakstrinum á næsta tíma- bili. Webber, sem er í tólfta sæti í keppni ökumanna í For- múlunni á þessu tímabili, mun þó klára yfirstandandi tímabil með Jagu- ar-liðinu. Kól- umbíumaður inn Juan Pablo Montoya og Þjóðverjinn Ralf Schumacher munu báðir yfir- gefa Williams-liðið að loknu þessu tímabili og því er enn eitt laust sæti hjá liðinu. Hin sænska Annika Sörenstam,besti kven- kylfingur heims, mun etja kappi við Tiger Woods á ár- legu holukeppnis- móti sem sem er lokamót golfvertíð- arinnar í Bandaríkj- unum í lok nóvem- ber. Sörenstam, sem fór á kostum á þessu móti í fyrra, mætir einnig Bandaríkjamanninum Fred Couples og Ástralanum Adam Scott á þessu móti. Enska úrvalsdeildarliðið Tottenhamvarð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar þeirra besti framherji, Írinn Robbie Keane, meiddist illa á ökkla í æfingaleik gegn skoska liðinu Rangers. Keane var borinn út af eftir samstuð og nú er óvíst hvort hann verður með í fyrsta leik Tottenham í ensku úrvalsdeildinni gegn Liverpool. Jacques Santini, knattspyrnustjóri Tottenham, sagðist vonast til að meiðslin væru ekki alvarleg en lét það jafnframt fylgja að það væri slæmt að vera án Keane í leiknum gegn Liverpool. Predrag Stojakovic, framherjinnsnjalli hjá Sacramento Kings, ætl- ar ekki að spila með Serbíu/Svart- fjallalandi á Ólymp- íuleikunum í Aþenu í næsta mánuði. Stojakovic sagðist vera þreyttur eftir að hafa spilað sex sumur í röð með landsliðinu og sagði ákvörðun sína óhagganlega. Hann verður hins veg- ar í Grikklandi á meðan leikunum stendur því hann er að klára her- skylduna í gríska hernum. Stojakovic er með tvöfalt ríkisfang, bæði grískt og serbneskt, og ætlar að horfa á leikina í sjónvarpinu eftir að her- skyldunni lýkur.                                          Jóhannes Karl: Kominn til Leicester FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson samdi í gær við enska 1. deildarliðið Leicester til næstu tveggja ára. Jóhannes Karl, sem fékk sig lausan frá spænska liðinu Real Betis fyrir skömmu, var með laus- an samning og kostar því ekki Leicester, sem féll úr ensku úr- valsdeildinni síðastliðið vor, krónu. Jóhannes Karl mun fara beint til Spánar með Leicester þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða móti ásamt Real Mallorca og fleiri liðum. Micky Adams, knattspyrnustjóri Leicester, var himinlifandi með að fá Jóhannes Karl og sagði í samtali við vef BBC að „Jói“ væri sterkur mið- vallarleikmaður sem gæti unnið boltann og s p i l a ð h o n u m áfram. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUMEVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA 0–1 Tim Hicks 19. 1–1 Allan Borgvardt 20. 2–1 Emil Hallfreðsson 62. 3–1 Baldur Bett 64. DÓMARINN Kjell Alseth (frá Noregi) Mjög góður BESTUR Á VELLINUM Tommy Nielsen FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–5 (7–1) Horn 4–0 Aukaspyrnur fengnar 10–9 Rangstöður 6–1 MJÖG GÓÐIR Tommy Nielsen FH GÓÐIR Sverrir Garðarsson FH Emil Hallfreðsson FH Baldur Bett FH Allan Borgvardt FH Lee Kendall Haverfordwest 3-1 FH HAVERFORDWEST Lögðu afspyrnuslakt lið Haverfordwest í síðari leik liðanna í gær, 3–1. Nokkur sterk lið eru í hattinum fyrir næstu umferð en dregið verður í hádeginu í dag. Skellur gegn Aserbaídsjan Íslenska kvennalandsliðið í körfuknatt- leik fékk þungan skell í þriðja leik sínum á Promotion Cup í Andorra í gær. Þá tapaði liðið með átta stiga mun gegn Azerbaidjan sem var fyrirfram talið mun veikara lið en það íslenska. Azer- baidjan komst mest í 30-18 í fyrri hálf- leik en tveimur stigum munaði á liðun- um í hálfleik, 30-32. Þrátt fyrir þessa viðvörun í fyrri breyttist lítið til batnaðar í seinni hálfleik og Azerbaidjan hafði tögl og hagldir á leiknum allan tímann. Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst með 17 stig, Birna Valgarðsdóttir gerði 13 og Alda Leif Jónsdóttir var með 12. 34-35 (26-27) sport 29.7.2004 22:36 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.