Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 30. júlí 2004 27 FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, lýsir undirbúningstímabili liðsins þetta árið sem því versta frá því að hann tók við liðinu fyrir átján árum. Ferguson hefur verið með sína menn í Bandaríkjunum undan- farna daga og þar hefur hver hörmungin rekið aðra. Tveir af lykilmönnum hans, Portúgalinn Cristiano Ronaldo og Argentínumaðurinn Gabriel Heinze, þurfa að spila með sínum þjóðum á Ólympíuleikunum í Aþ- enu og missa af sex fyrstu leikj- um liðsins í úrvalsdeildinni. Að auki hafa margir leikmanna liðsins átt í meiðslum þrátt fyrir að vellirnir í Bandaríkjunum hafi verið betri en Ferguson hefur átt að venjast á undirbúningstímabil- inu. „Yfirleitt eru vellirnir harðir á undirbúningstímabilinu og hitinn mikill en hér hafa þeir verið frábærir og hitastigið verið í lagi. Samt eru menn að meiðast á mismunandi stöðum sem er mjög óvanalegt. Ryan Giggs er meiddur á mjöðm, Wes Brown er meiddur í hælnum, Darren Fletcher er meiddur á ökkla og Quinton Fortune er meiddur á kálfa. Þetta er versta undirbún- ingstímabil sem ég hef upplifað,“ sagði Ferguson en liðið hefur tap- að báðum leikjum sínum í Banda- ríkjunum. Fyrst gegn Bayern München í vítaspyrnukeppni og síðan gegn Celtic. ■ ALEX FERGUSON Upplifir martröð í Bandaríkjunum. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., um undirbúningstímabilið í Bandaríkjunum: Það versta frá upphafi Handboltalandsliðið: Tveir leikir gegn Þjóð- verjum HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta hélt í gær til Þýska- lands þar sem það mun leika tvo landsleiki gegn Þjóðverjum en leikirnir eru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. Æfingahópur Guðmundar Guð- mundssonar landsliðsþjálfara hefur minnkað um tvo að undan- förnu en Logi Geirsson dró sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum og Patrekur Jóhannsson hætti í fyrradag vegna meiðsla á þumalfingri. Hópur Guðmundar telur nú átján menn og þar af valdi hann sautján til Þýskalands- ferðarinnar. Hann skildi eingöngu leikstjórnandann Ragnar Óskars- son eftir heima en sagði aðspurð- ur að Ragnar ætti enn möguleika á því að komast í fimmtán manna hópinn sem fer á Ólympíuleikana í Aþenu. Fyrri leikurinn gegn Þjóð- verjum fer fram í Schwerin í dag og hefst kl. 15 en sá seinni á morg- un í Rostock. ■ BOX Mike Tyson, fyrrum heims- meistari í þungavikt, snýr aftur í hringinn eftir 17 mánaða hlé og mætir hinum breska Danny Willi- ams, í kvöld í Kentucky. Flestir líta á Williams sem fallbyssufóð- ur en hann segist þó fullviss um að geta strítt Tyson og mæti hvergi banginn til leiks. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn og ekki að efa að margir horfi á enda Tyson án efa langvinsælasti og langumdeild- asti boxari heims. Ferillinn hjá Tyson er með þeim skrautlegri en hann varð yngsti þungaviktarheimsmeist- ari sögunnar árið 1985, aðeins 19 ára. Síðan þá hafa skipst á skin og skúrir en þó hafa skúrirnir verið öllu fleiri. Hann hefur þurft að dvelja í fangelsi vegna nauðgun- ar og margoft verið dæmdur í keppnisbann, til að mynda þegar hann beit vænan bita úr eyra Evanders Holyfields í frægum bardaga. Alltaf hefur hann þó náð að koma aftur og til að mynda endurheimti hann heimsmeist- aratitilinn árið 1996 þegar hann pakkaði Bretanum Frank Bruno saman. Seinna sama ár missti hann síðan titilinn til Evanders Holyfields og þeir kappar mætt- ust aftur árið eftir og þá var ein- mitt boðið upp á eyrnasmjattið. Eftir þessa tvo sögufrægu bar- daga við Holyfield hefur Tyson ekki náð því að keppa aftur um sjálfan titilinn en þess í stað hefur hann barið fjölda minni- pokamanna í spað. Það sem helst hefur hrjáð Tyson er andleg heilsa hans en þó nokkuð langt er síðan hann viður- kenndi að bryðja þunglyndislyfið Zoloft eins og brjóstsykur. Þá hafa afætur ýmiskonar herjað á Tyson og haft af honum nánast allan hans auð og nú er svo kom- ið að hann er nánast gjaldþrota og býr í lítilli íbúð. Hvort Tyson eigi nóg eftir til að komast í tæri við titilinn að nýju er stór spurning. Ef þessi höggþyngsti boxari sögunnar er með líkamann og sálina í lagi er engin spurning að það er mögu- legt; þetta tvennt hefur bara svo óskaplega sjaldan farið saman á síðastliðnum árum. Sjáum hvað setur. ■ DANNY WILSON OG MIKE TYSON Búist er við að sá fyrrnefndi verði fuglafóður Tysons. Mike Tyson snýr aftur í hringinn eftir 17 mánaða hlé: Sá fyrrverandi og fallbyssufóðrið Góður útisigur ÍA FÓTBOLTI Það var Ellert Jón Björnsson sem var hetja Skaga- manna í leiknum en hann skoraði bæði mörk liðsins, sitt í hvorum hálfleik. Fyrra markið kom beint úr aukaspyrnu sem átti viðkomu í varnarmann en síðara markið skoraði hann með góðu skoti sem hafnaði í bláhorninu. TVMK Tallinn minnkuðu muninn tveimur mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og fagna Skagamenn því sætum sigri. „Við leyfðum þeim að spila talsvert á milli sín inni á vel- linum en þegar þeir nálguðust vítateiginn tókum við vel á þeim. Með smá heppni hefðum við getað skorað fleiri mörk og þetta var örugglega einn af okkar betri leikjum í sumar.“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Ellert Jón Björnsson stóð upp úr sterkri liðsheild ÍA í leiknum og var liðið að spila geysilega agaðan og skipulagðan varnar- leik. Skagamenn unnu fyrri leikinn á heimavelli 4–2 og ein- vígið því samanlagt 6–3. Dregið verður í aðra umferð forkeppnin- nar síðar í dag og verður lið ÍA á meðal liða í hattinum. ■ Sigruðu TVMK í Eistlandi, 1–2, og eru komnir í aðra umferð forkeppni meistaradeildarinnar. FRÆKINN SIGUR ÍA eru komnir í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu 34-35 (26-27) sport 29.7.2004 22:41 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.