Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 37
29FÖSTUDAGUR 30. júlí 2004 Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 fyrir vandláta veiðimenn vöðlur og skór halda þér þurrum „Veiðin hefur gengið ágætlega í Ölfusá og núna eru komnir 72 lax- ar á land og hann er 17 punda sá stærsti sem Pálmi Egilsson veiddi á miðsvæðinu. Það var hörku- viðureign og fiskurinn fór langt niður með ánni,“ sagði Ágúst Morthens á Selfossi. Við leituðum frétta af veiði í næsta nágrenni við hann. Í Ölfusá hefur veiðst slatti af sjóbirtingi, Baugstaðaós- inn hefur verið að gefa vel og veiðimaður sem var þar fyrir fáum dögum veiddi 9 sjóbirtinga og voru þeir stærstu 6 pund. Sá veiðimaður setti í boltafisk en hann sleit og náðu þeir aftur lín- unni en fiskurinn sleit aftur og kvaddi veiðimennina. Flugan Flæðarmúsin hefur verið sterk í Baugstaðaósnum. Volinn er allur að koma til og veiðimaður veiddi lax þar í fyrradag, 15 punda og síðan annan 8 punda, auk smærri sjóbirtinga. Vel hefur veiðst á Eyrarbakkaeyrum og ungur veiði- maður veiddi þar 15 sjóbirtinga og voru þeir frá 4 upp í 5 pund. Veiðimenn hafa mikið stundað svæðið og veitt vel. Veiðimaður sem var að koma úr Hítarvatni á Mýrum veiddi vel af silungi og var fiskurinn vænn, aðrir veiðimenn fóru í Svínavatn á Heydal og veiddu vel af fiski, eitt kvöldið fyrir skömmu voru 12 veiðimenn að veiða í vatninu. „Við vorum í Veiðivötnum um síðustu helgi, í sól og hita enda voru vötnin orðin í heitari lagi en veiðin gekk ágætlega, ég fékk væna fiska, 4, 6 og 8 punda,“sagði Ingólfur Kolbeinsson, ágæt veiði hefur verið í Veiðivötnunum. „Það komu síðan tveir 10 og 8 punda í Hellnavatni hjá veiðimönnunum Jónasi og Þresti. Það er mín skoð- un að þegar byrjar að kólna og rigna þá byrjar fjörið í Veiðivötn- um. Þórisvatnið hefur gefið vel á beitu, 2-3 punda fiska,“sagði Ingólfur í lokin. Fyrsti laxinn er kominn á land í Skógá undir Eyjafjöllum og var það 6 punda fiskur, fiskurinn veiddist á maðk. Aldrei áður hefur veiðst smálax svona snemma í ánni og boðar það gott fyrir framhaldið. Þeir sem ekki vilja fara í lax, geta skroppið upp að Reynisvatni eða í Hvammsvík í Kjós eða suður með sjó í Seltjörn. Í nágrenni Akur- eyrar er hægt að renna fyrir fisk við Hólavatn í Eyjafirði eða við Andapollinn á Akureyri, þar sem veiðimaður veiddi vel fyrir sköm- mu af fallegum urriða. ■ Það eru margir sem munu ferð- ast um verslunarmannahelgina og einhverjir ætla að renna fyrir fisk, allavega taka stöngina með og kanna málið. Þó svo flestir séu fyrirhyggjusamir og hafi tryggt sér veiðileyfi, eiga enn margir eftir að kaupa þau. Við heyrðum því aðeins í þeim sem selja veiðileyfi til að kanna stöð- una og sjá hvað er í boði fyrir veiðimenn. Bergur Steingrímsson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sagði að fátt væri til af veiði- leyfum, þar sem flestir hafi tryggt sér þau fyrir löngu. Þó eru enn til veiðileyfi á aðal- svæði Norðurár í Borgarfirði þar sem veiðin hefur verið fín. Engin stöng er laus í Elliðaán- um þó þar hafi verið töluvert laust fyrir skömmu. Upp á síðkastið hefur vel veiðst í ánni og veiðileyfin selst í kjölfarið. Jóhann Sigurðsson hjá veiði- félaginu Laxá sagði að víða væri hægt að komast í veiði hjá þeim, bæði í lax og silung. Veiðivonin er töluverð hjá þeim sem leggja land undir fót og komast í veiði. Vel hefur veiðst af laxi og silungurinn hef- ur verið vænn. Straumurinn er stækkandi og fleiri fiskar eru á leiðinni upp í árnar. ■ Söngkonan Courtney Love var í gær dæmd í 18 mánaða meðferð eftir að hún viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum kókaíns og lyf- seðilsskyldra verkjalyfja þegar hún var handtekin fyrir utan heim- ili fyrrverandi kærasta síns í októ- ber. Samkvæmt úrskurði dómarans, má hún ekki taka inn nein lyf sem ekki er hægt að fá lyfseðil fyrir, þar á meðal áfengi. Hún má heldur ekki fara inn á staði sem selja áfengi. Hún þarf að vera byrjuð í með- ferð fyrir 29. október næstkom- andi, en Love bíður einnig dóms í tveimur öðrum málum. Love var handtekinn í október í fyrra þegar hún reyndi að brjótast inn á heimili fyrrverandi kærasta síns, Jim Barber. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hana fyrir utan húsið, eftir að hún hafði brotið þar glugga og verið með læti. „Ég verð víst að hætta að drekka,“ sagði Courtney fyrir utan dómshúsið í gær um leið og hún tendraði sígarettu. „Það er skondið. Ég held að ég geti það alveg.“ Ef efnin Oxycodone eða Hydrocodone finnast aftur á Love á hún yfir höfði sér þriggja ára fang- elsisvist. Aðdáandi Love kærði hana á dögunum fyrir að kasta míkrafón- standi í höfuð sér á tónleikum og verður dæmt í því máli 20. ágúst næstkomandi. Þrjátíu og tveggja ára gömul kona kærði Love fyrir líkamsárás með hættulegu vopni í apríl, en Love á að hafa ráðist að henni með flösku og járnvasaljósi. Love er við það að leggja í tón- leikaferð með hljómsveit sinni Chelsea til þess að fylgja eftir sóló- plötu hennar America's Sweet- heart. Hvort hún megi þá spila á stöðum sem selja áfengi er ekki vit- að sem stendur. ■ Dómstóll í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum hefur gert Joel McKiernan að borga meðlag með tvíburum sem getnir voru með glasafrjóvgun með sæði hans samkvæmt frétt í El País. Móðir tvíburanna, Ivonne Ferguson, og umræddur Joel kynntust snemma á síðasta áratug og áttu í ástarsambandi í tvö ár áður en upp úr slitnaði. Yvonne stakk þá upp á því að Joel útveg- aði henni sæði svo hún gæti eign- ast barn. Þau gerðu með sér munnlegt samkomulag þess efnis að Ivonne skyldi bera alla ábyrgð á barninu. Samkomulag foreldranna var dæmt ógilt af dómstólunum á þeim forsendum að það stríddi gegn lagalegum og siðferðisleg- um gildum samfélagsins og að engin sönnunargögn væru til sem staðfestu samkomulag foreldr- anna. Úrskurðurinn þótti besta lausnin fyrir framtíð barnanna. McKiernan hefur áfrýjað dómn- um sem skuldbindur hann til að borga um 100.000 krónur í meðlag á mánuði. Úrskurðurinn er talinn geta haft djúpstæð áhrif á framtíð sæðis- og eggfrumugjafa í Banda- ríkjunum þar sem gjafarnir vilja oftast halda nöfnum sínum leynd- um. „Allir sæðisgjafar vita að þeir geta nú átt á hættu að nafns þeirra verði getið, og að þeim verði í framhaldi stefnt fyrir dómstólum ef sýnt þykir að barn- ið þurfi á fjárhagslegum stuðn- ingi þeirra að halda,“ segir Arthur Caplan, prófessor í lífsiðfræði við Háskólann í Pennsylvaníu. ■ Nafnleynd ekki lengur tryggð fyrir sæðisgjafa í Bandaríkjunum. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN SÆÐI Dómur sem haft getur mikil áhrif á sæðis- og eggfrumugjafir í Bandaríkjunum í framtíðinni. Sæðisgjafi borgar meðlag COURTNEY LOVE Verður að halda sér frá ruglinu næstu 18 mán- uði, því annars er það beina leið í steininn.Skipað í meðferð ■ FÓLK KOLBEINN INGÓLFSSON Var að koma úr Veiðivötnum og veiddi vel af vænum fiski. VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR Norðurá í Borgarfirði Stóra Laxá í Hreppum Skógá undir Eyjafjöllum Í Vatnamótum hjá Kirkjubæjarklaustri Ásgarður í Sogi Langavatn Hítarvatn VEIÐIFÉLAGIÐ LAXÁ Miðfjarðará Eystri og Ytri Rangá Laxá á Ásum Hvannadalsá Hallá Blanda, svæði 2 Heiði Hafralónsá Brynjudalsá Vatnasvæði Lýsu. Norðurá í Skagafirði Litluá Staðar og Múlatorfu Grenlæk Steinsmýrarvötn Tungufljót Varmá Galtarlækinn Hvað er í boði fyrir helsjúka veiðimenn Hörkuviðureign í Ölfusá ÞÓRÓLFUR SIGURÐSSON Með fallegan lax á flugu í Fagradalsá á Skarðsströnd, tveir laxar hafa veiðst í henni. 36-37 (28-29) skrípó 29.7.2004 17:55 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.