Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 38
Leikstjórinn M. Night Shyamalan er í hópi áhugaverðustu kvik- myndagerðarmanna samtímans. Hann vakti fyrst verulega athygli með draugamyndinni The Sixth Sense árið 1999. Myndin sló hressilega í gegn og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Drungalegt andrúmsloft hennar, pæld persónusköpun og slungin flétta urðu að helstu höfundarein- kennum Shyamalans og skutu aftur upp kollinum í Unbreakable og Signs. The Sixth Sense er orðin ein tekjuhæsta kvikmynd sögunnar og hlaut á sínum tíma sex óskars- verðlaunatilnefningar en Shyamalan var tilnefndur sem besti leikstjórinn og besti hand- ritshöfundurinn auk þess sem The Sixth Sense var tilnefnd sem besta myndin. Hin ungi Haley Joel Osment sló í gegn í hlutverki drengs sem taldi sig vera í sambandi við fram- liðna og harðjaxlinn Bruce Willis var býsna góður í hlutverki sál- fræðings sem reyndi að koma drengnum til hjálpar en komst um leið að óþægilegum staðreyndum um sjálfan sig. Óvæntur viðsnúningurinn í sögulokin þegar Willis komst að því að hann væri í raun dauður svínvirkaði og síðan þá hefur mátt ganga að því sem vísu að Shyamal- an lumi á einhverju óvæntu og eyði drjúgum tíma mynda sinna í að af- vegaleiða áhorfendur. Þessi brella heppnaðist glæsilega í Unbreak- able, sem er stórlega vanmetin mynd, og Shyamalan stóð einnig vel undir þessum merkjum sínum í Signs þar sem Mel Gibson og Joaquin Phoenix tókust á við óvin- veittar geimverur. Plottið er leyndó Shyamalan leggur mikið upp úr því að lítið spyrjist út um innihald mynda sinna og sögufléttu fyrir frumsýningu enda eru þær þess eðlis að þeir virka þeim mun betur eftir því sem áhorfandinn veit minna um innihaldið. The Village er því engin undantekning og ókennilegt sýnishornið úr myndinni gefur ekki mikið uppi og sjálfur er Shyamalan þögull. Eitt er þó víst að The Village mun koma á óvart en hún verður frum- sýnd í Bandaríkjunum um helgina og á Íslandi strax á miðvikudag- inn. „The Village er frábrugðin hin- um myndunum mínum. Ég held að hún beri þess merki að ég er að vaxa og þroskast sem kvikmynda- gerðarmaður,“ segir Shyamalan. „Ég vildi skrifa um sakleysi. The Village gerist á síðari hluta 19. aldar, eftir borgarastríðið og fyrir iðnvæðinguna þegar lífið var ein- faldara. Það snerist ekki allt um peninga og græðgi. Fólk talaði án kaldhæðni og það mátti heyra sannleikann og einlægnina í rödd- um þeirra.“ Skrímslin sem sjá rautt Myndin gerist í þorpi sem er umlukið skógi og við fyrstu sýn virðist allt vera með feldu en sam- félaginu stafar þó ógn af dular- fullum verum sem halda til í skóg- inum. Þorpsbúar hafa því einangrað sig algerlega frá umheiminum og fara aldrei út fyrir þorpsmörkin og inn í skóginn. Hið illa í skóginu er álíka ógnvaldur og sjálfur Voldemort í Harry Potter bókun- um og þannig eru verurnar aldrei kallaðar annað en „þau sem við tölum ekki um“. Annars fáum við ekki að vita mikið um verurnar annað en að þær mega alls ekki sjá rauðan lit þar sem hann dregur þær til sín. Gulur fælir þær aftur á móti frá. Þá hafa eldri íbúar þorpsins lagt blátt bann við því að farið sé inn í skóginn þar sem þar bíða ófét- in. Ákveðið ógnarjafnvægi hefur ríkt í samskiptum þorpsbúa og skógarveranna þar sem fólkið gætir þess að fela allt rautt og heldur sig fjarri skógarjaðrin- um. Út í óvissuna Þetta jafnvægi raskast þegar ungi eldhuginn Lucius Hunt (Joaquin Phoenix) lætur undan þrá sinni til þess að fara út í óvissuna til þess að sjá hvað um- heimurinn hefur upp á að bjóða. Verurnar taka síðan að láta á sér kræla og það verður ljóst að vopnahléinu er lokið, allt verður vitlaust og hugrekki eins manns verður eina lífsvon þorpsbúa. Inn í þessa sögu blandast síð- an ástarþríhyrningur og per- sónuleg togstreita milli hinna gömlu og ungu sem nær hámarki þegar kynslóðabilið teygir sig út fyrir þorpsmörkin. Shyamalan hefur ekki gefið meira upp en reynslan hefur kennt þeim sem þekkja til mynda hans að ekki er allt sem sýnist og líklega mun einhverj- um bregða í brún við heimsókn í þorpið. ■ 30 30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á dvd Nýlega bárust fregnir af því að Lotus Esprit bíllinn úr James Bond myndinni The Spy Who Loved Me frá árinu 1977 hafi verið valinn sá flottasti sem komið hefur fram í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Af því tilefni væri ekki úr vegi að endurnýja kynni sín af bílnum og sjá hversu öflugur hann er í raun og veru. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ KEIRA KNEIGHTLEY fer með eitt aðal- hlutverkanna í King Arthur. King Arthur Þjóðsagan um Artúr konung er ótrúlega safaríkur efniviður í ævintýraspennumynd með rómantísku ívafi og dass af tragedíu. Það er allt til staðar, göf- ugur konungur, glæsilegir riddarar, fögur mey, óút- reiknanlegur seiðkarl, galdrasverð, mystísk höll, ástarþríhyrningur o.fl. o.fl. Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer er hins vegar samkvæmur sjálfum sér og valtar yfir allt sem heitir fágun og fínlegheit. Góður biti í hundskjaft. KD Shrek 2 „Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boð- skapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Há- punktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í al- gleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þenn- an litríka og stórskrýtna heim.“ KD Spider-Man 2 „Persónusköpuninni gefin góður tími og handritið er skrifað með ákaflega mikilli virðingu fyrir Spider- Man-blöðunum þannig að þeir sem hafa átt Lóa að vini síðan í barnæsku fá ofboðslega mikið fyrir sinn snúð en einn helsti galdur myndarinnar er sá að hún skemmtir bæði þeim sem þekkja sögu Spider-Man fram og aftur ekki síður en þeim sem eru bara að koma til að sjá gott bíó. Þessi fer beint á stall með Empire Strikes Back. Geðveik mynd. Al- veg tótallí brilljant.“ ÞÞ Around the World in 80 Days „Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa sög- una á filmu. Við sitjum því uppi með samhengis- lausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slags- málaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu.“ ÞÞ The Cronicles of Riddick „Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvana og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd.“ ÞÞ The Ladykillers „The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu Coen-bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndunum á minni spámönnum en þeim bræðrum sem eru meira að segja góðir á slæmum degi.“ ÞÞ Eternal Sunshine of the Spotless Mind „Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni. Mynd sem gleymist seint og býður upp á enda- lausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ ÞÞ Harry Potter and the Prisoner of Azkaban „Fyrir þá sem hafa lesið bókina er þetta hin prýði- legasta skemmtun, þó svo að myndin bæti engu við það sem fyrir var skrifað. Þeir sem ekki hafa lesið bókina ganga mun ringlaðri út úr salnum en þegar þeir komu inn og foreldrar fá að hlýða á margar „af hverju“ spurningar næstu daga á eftir.“ SS Troy „Allt þetta nöldur mitt breytir því þó ekki að Troy er fínasta skemmtun, þó hún sé í lengri kantinum, og það er vissulega ánægjulegt að Hollywood skuli gefa fornsögum svo mikinn gaum þessi miss- erin. Það fer þó alltaf um mann smá hrollur þegar sígild verk eru löguð að kröfum draumaverk- smiðjunnar.“ ÞÞ „Never seen you after hours, Moneypenny... stunning. Where were you, out on assignment? Dressing to kill?“ - James Bond daðrar við Miss Moneypenny í Goldeney frá árinu 1995. Þetta var fyrsta Bond-mynd Pierce Brosnan, sem nýlega lýsti því yfir að hann væri hættur að leika njósnarann. Ekki hefur verið ákveðið hver taki við sem næsti Bond. Gult er gott, rautt er slæmt M. NIGHT SHYAMALAN Byrjaði að búa til bíómyndir þegar hann var 10 ára og þegar hann var 16 ára hafði hann gert 45 stuttmyndir. Foreldrar hans og öll systkini eru læknar og þar sem hann var afburðanámsmaður var gengið út frá því að hann fetaði sömu braut. Kvikmyndabakterían er hins vegar ólæknandi og það kom aldrei annað til greina hjá hon- um en að búa til bíó. JOAQUIN PHOENIX Shyamalan leikstýrði honum í Signs og er svo hrifinn af drengnum að hann fékk hann til liðs við sig í The Village. „Það hafa verið ákaflega skiptar skoðanir um myndina,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, markaðs- stjóri Græna ljóssins, um kvik- myndina Ken Park sem verður sýnd á bandarískum „Indí“ dögum í Háskólabíói. Ken Park er eftir þá Larry Clark og Harmonie Korine, sömu höfunda og stóðu að myndinni Kids. „Myndin samanstendur af mörgum sögum sem tengjast inn- byrðis en eins og í Kids eru höf- undarnir að fjalla um unglinga. Þetta er áferðarfalleg mynd en viðfangsefnið er kynlíf og það sem hefur sjokkerað fólk er hversu mikið er sýnt sérstaklega þar sem aðalsögupersónurnar eru flestar nokkuð ungar að árum.“ Ken Park var bönnuð í Ástral- íu. „Það var búið að bóka myndina á kvikmyndahátíðina í Sydney en henni var kippt út á síðustu. Þá fylltist allt af ólöglegum dvd-disk- um af Ken Park í Ástralíu og lög- reglan fór að rekja söluna. Ein kona, sem hafði verið öflug í söl- unni, var handtekin og dæmd í 32 mánaða fangelsi.“ Ken Park hneykslar þó ekki alla jafnmikið og Ástrala. „Þó að myndin hafi vakið hörð viðbrögð þegar hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum hefur hún selst víða um heim. Myndin fór í toppsætið hjá Frökkum og Svíar, sem okkur Ís- lendingum finnst stundum tepru- legir, gáfu Ken Park út óklippta og bönnuðu hana bara innan 15 ára.“ Opnunarmynd bandarískra „Indí“ daga sem hefjast 25. ágúst er Super Size Me og Morgan Spurlock, höfundur myndarinn- ar sem tók sig til og át ekkert nema McDonalds-hamborgara í mánuð, verður viðstaddur frum- sýninguna. ■ KEN PARK Ástralir bönnuðu kvikmyndina sem fjallar um kynlíf ungs fólks og kona ein fékk 32 mánaða fangelsisdóm fyrir sölu á dvd-diskum með myndinni. Ken Park á íslenskri kvikmyndahátíð 38-39 (30-31) kvikmyndir 29.7.2004 17:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.