Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 11.08.2004, Qupperneq 1
● liverpool vann graz 2–0 í gær Forkeppni meistaradeildar Evrópu ▲ SÍÐA 24 Liverpool vann en er Owen á förum? ● Með mikið af persónulegum munum Gljúfrasteinn: ▲ SÍÐA 30 Opnar í september MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR NORRÆNA HÚSIÐ Klukkan hálf fjög- ur í dag spila í Norræna húsinu píanó- leikararnir Morten Heide Hansen frá Dan- mörku og Rogelio Flores Aguirre frá Mexíkó. Þeir nefna sig Duo Heide-Flores og flytja klassíska tónlist fjórhent á píanó. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM HITABYLGJA Víða bjart með köflum. Þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 17-25 stig en mun svalara í þokunni. Sjá síðu 6. 11. ágúst 2004 – 216. tölublað – 4. árgangur EINMUNATÍÐ Veðrið hefur sett mikinn svip á mannlíf síðustu daga. Erlendir ferða- menn á Þingvöllum undrast mikil hlý- indi og ferðamenn í Reykjavík segja veðrið hafa komið skemmtilega á óvart. Sjá síðu 2 GAMLIR SELDIR SEM NÝIR Nokk- uð virðist um að gamlir óseldir bílar frá út- löndum séu seldir sem nýir bílar á Íslandi. Bílar sem staðið hafa lengi óhreyfðir geta skemmst. Upplýsingar um framleiðsluár þurfa ekki að fylgja skráningu. Sjá síðu 4 MAREL HAGNAST Hagnaður Marels í ár er meiri en greiningardeildir bankanna spáðu. Verð á hlutabréfum í félaginu hefur ríflega tvöfaldast á árinu og hækkaði um 7,7 prósent í gær. Sjá síðu 6 NÝJAR REGLUR BANKANNA Sam- keppni um hag hluthafa bankanna hefur orðið til þess að útlánaeftirlit hefur stórauk- ist og bankarnir tekið upp nýjar innri reglur. Einnig er aukið eftirlit með innheimtu. Af- skriftahlutfall sagt of hátt. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 Sólveig Elín Þórhallsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Enginn kemur í staðinn fyrir Einar ● nám ● fjármál Bragi Ólafsson: ▲ SÍÐA 18 Situr í afmæli ● skáldsagnapersónu sinnar VEÐUR Hitamet ágústmánaðar féll víða um land í gær en hitinn mældist hæstur 29,1 stig í Skaftafelli. Fyrra hitamet var 28. ágúst 1971 þegar hitinn mældist 27,7 stig á Akureyri. Gamla hitametið var þó slegið víðar en í Skaftafelli en hitinn fór yfir 27,7 stig á að minnsta kosti á sjö stöðum á landinu. 29 stig mældust bæði á Þingvöllum og í Árnesi í Gnúpverjahreppi. Þá mældist meira en 28 stiga hiti á nokkrum stöðum í innsveitum fyrir norðan og austan, í Fnjóskadal, á Mývatni og Egils- stöðum. Einnig mældist 28,5 stiga hiti á Hjarðarlandi í Biskupstungum. Mikill hiti mældist einnig í höfuðborginni en á sjálfvirkri veðurathugunarstöð við Korpu mældist hæstur hiti rétt tæplega 25 stig í gær. Mælir við Veður- stofu Íslands sýndi þó einungis í 18,5 stig sem er nokkuð lægra hitastig en þar mældist í gær. Mikil hlýindi voru víða um land þrátt fyrir að þoka setti strik í reikninginn við norðvest- urströndina og inn í Eyjafjörð, að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar fóru menn varhluta af hitabylgjunni en hitinn mæld- ist víða rúm tíu stig. „Í hitabylgj- um er alltaf nokkur hætta á haf- golu og þá kemur með henni þoka af sjónum,“ segir Björn Sævar. Búist er við ögn svalara veðri á morgun, að sögn Björn Sævars sem á von á hægt kólnandi veðri næstu daga. „Það verður þó áfram rjómablíða.“ Þá er áfram búist við sólríku veðri víðsvegar um landið þrátt fyrir að áfram verði hætta á þokulofti með norð- ur- og austurströndinni. sjá síðu 2 helgat@frettabladid.is Hitametið fallið Hitamet ágústmánaðar féll í gær á nokkrum stöðum. Hitinn mældist hæstur 29,1 stig í Skaftafelli. Fyrra met var 27,7 stig á Akureyri árið 1971. Áfram er búist við góðviðri þótt hægt fari kólnandi næstu daga. Ísland Ítalía 18. ágúst Trygg›u flér mi›a í Nesti og á völdum ESSO stö›vum Sláum a›sóknarmeti›! Mi›aver› í stæ›i 1000 kr. 16 ára og yngri 500 kr. EFNAHAGSMÁL Verslunarráð Íslands vinnur að heildstæðum tillögum í skattamálum sem gefn- ar verða út í byrjun næsta árs. Vinnuheiti verkefnisins er „15 prósenta landið Ísland“. Grunn- hugmyndin sem gengið er út frá er að virðisaukaskattur og tekju- skattar einstaklinga og fyrir- tækja verði fimmtán prósent. Að sögn Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunar- ráðs Íslands, verður gert ráð fyrir skattafslætti fyrir þá lægst launuðu. Ekki er gert ráð fyrir að lagt verði til að fjármagnstekju- skattur verði hækkaður. Þór segir að í umræðu síðustu vikna um fjármagnstekjuskatt hafi stundum gleymst að þrátt fyrir lága skattprósentu á fjár- magn hér á landi þá búi flest önn- ur lönd við kerfi sem bjóði upp á undanþágur. Af þeim sökum sé ekki sjálfgefið að fyrirtæki og einstaklingar velji að greiða skatta á Íslandi þótt skatthlutfall- ið sé lágt hér. „Stóra málið í þessari umræðu teljum við vera að jaðarskatthlut- föll á einstaklinga eru of há og reynslan af lækkun tekjuskatts fyrirtækja sýndi að með því að lækka skatthlutföll má auka skatttekjur ríkissjóðs og einfalda kerfið,“ segir Þór Sigfússon. ■ Verslunarráð Íslands: Flestir skattar verði 15 prósent ÞÓR SIGFÚSSON Framkvæmdastjóri verslunarráðs leggur til að jaðarskattar verði lækkaðir. Hann segir það geta skilað meiri tekjum í ríkissjóð. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRAR Í ALMANNAGJÁ Guðni Ágústsson og Lars Sponheim, landbúnaðarráðherrar Íslands og Noregs, riðu í hópi manna niður Almannagjá í gær. Sponheim er staddur hér á landi til þess að sækja ráðherrafund í Norðurlandaráði sem haldinn verður á Akureyri. Ráðherrarnir halda norður á land í dag og hitta þar hina landbúnaðarráðherra Norðurlandanna auk ráðherra sjávarút- vegs og umhverfismála. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Gæsluvarðhald: Grunaður um líkamsárás LÖGREGLA Maður á þrítugsaldri var úrskurðaður í Héraðsdómi Norður- lands eystra í vikulangt gæsluvarð- hald þar sem hann er grunaður um að hafa valdið öðrum manni alvar- lega höfuðáverka. Sá slasaði var fluttur á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri með höfuðkúpu-, nef- og kinnbeinsbrot og blæðingar inn á heila. Sá grunaði og sá slasaði voru í bíl í Öxnadal ásamt tveimur öðrum. Samferðarmenn þess slasaða sögðu hann hafa fallið á veginn þegar hann fór út úr bílnum eftir rifrildi. Misvísandi upplýsingar leiddu til rannsóknar lögreglunnar á Akureyri og var maðurinn hand- tekinn í framhaldinu. ■ Strætó út af: Reyndi að forða slysi LÖGREGLA Strætisvagn lenti út af Sólvangsvegi við Álfaskeið um kvöldmatarleytið í gær. Bílstjór- inn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild en hann kvart- aði, að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði, undan eymslum í baki og hálsi. Bílstjórinn sagðist hafa verið að afstýra árekstri við lítinn hvítan bíl. Lögreglan í Hafnarfirði hvetur þá sem vitni urðu að atburðinum til að gefa sig fram. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STRÆTÓ Í ÓHAPPI Lögregla kallar eftir upplýsingum um óhappið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.