Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 2
2 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Þurrkar á Austurlandi: Vatnsból tæmast og gróður skrælnar VEÐUR „Þetta er mun meiri þurrkur en venjulega,“ segir Freysteinn Sigurðsson hjá Orkustofnun en lítið sem ekkert hefur rignt í sumar frá Þistils- firði austur á Fljótsdalshérað. Freysteinn segir þetta valda því að gróður spretti illa og skrælni auk þess sem vatnsból á stöku bóndabæjum eða í sumarhúsum gætu tæmst. Lítið vatn er í lækj- um og sprænum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður, var í Þistilfirði í síð- ustu viku og sagði þurrkinn hafa sett mark sitt á gróður, rof hafi myndast víða í jarðveg og gras sölnað. Hins vegar hafi margir heyjað snemma í ár og því ekki beðið mikinn skaða. Hann kann- aðist þó ekki við vatnsskort á bæjum á svæðinu. Freysteinn segir að töluverða rigningu þurfi til að koma ástandinu í samt lag. „Það myndi koma aftur í vatnsbólin ef það rigndi í viku en ef þetta á að vera viðvarandi þyrfti að rigna lengur.“ Ekki er búist við úrkomu á næstunni á þessu svæði samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. ■ Undrast veðurblíðu Veðrið hefur sett mikinn svip á mannlífið síðustu daga. Erlendir ferðamenn á Þingvöllum eru undrandi yfir miklum hlýindum og ferðamenn í Reykjavík segja veðrið hafa komið þeim skemmtilega á óvart. Erill hjá meindýraeyði. VEÐUR Veðurblíða hefur sett mik- inn svip á líf landsmanna síð- ustu daga. Dagurinn í gær var víða hlýjasti ágústdagur síðan mælingar hófust. Erlendir ferðamenn hafa ekki farið varhluta af veðurblíð- unni og margir lýst mikilli undr- un vegna hlýinda undanfarinna daga að sögn Kötlu Sigurðar- dóttur, landvarðar á Þingvöllum. „Fólk minnist á hitann og spyr hvort hann sé ekki óvenju- legur,“ segir Katla en hitinn á Þingvöllum mældist 29 stig í gær. „Það var svo heitt í þing- helginni að fólki var farið að líða dálítið illa.“ Að sögn Kötlu kippa ferða- menn frá löndum eins og Spáni og Ísrael sér þó ekki upp við hit- ann. Öðru máli gegni um norður- evrópsku ferðamennina. „Fólkið sem ætlaði að koma hingað í kuldann er eiginlega alveg að farast,“ segir Katla. Þeir erlendu ferðamenn sem Fréttablaðið ræddi við í Reykja- vík í gær voru sammála um að veðrið hafi komið þeim skemmtilega á óvart. „Við tók- um einungis hlý föt með okkur til landsins,“ sögðu tvenn þýsk hjón sem nutu veðurblíðunnar við sjávarsíðuna í gær. Ferðamaðurinn Linda Cunn- ingham sagði veðrið í gær svip- að því sem gerðist í heimalandi hennar, Skotlandi. „Við bjugg- umst við því að hér yrði mjög kalt,“ segir Linda. „En þetta er alveg frábært.“ Meindýraeyðar höfðu einnig í nógu að snúast í veðurblíðunni í gær. „Svona útlandaveður skilar sér alltaf í fleiri útköllum,“ seg- ir Anna Bergsteinsdóttir, starfs- maður Geitungabanans. „Þegar veðrið er gott heldur fólk sig meira utandyra og verður þar af leiðandi meira vart við flugurn- ar.“ helgat@frettabladid.is Borgarráð Reykjavíkur: Kópavogur fær ekki heimild BORGARMÁL Borgarráð Reykjavíkur fellst ekki á að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn frá svonefndum Vatnsendakrikum þar sem borgar- ráð álítur að svæðið tilheyri Reykjavík. Viðurkenna þeir ekki rétt Kópavogs en nýlega seldu eig- endur Vatnsenda Kópavogsbæ nýt- ingarrétt á hinu umdeilda landi og kemur beiðnin um vatnslögn í fram- haldi af þeim kaupum. Borgarráð segir langvarandi óvissu um landa- og lögsögumörk valda þessari ákvörðun. Standa von- ir til að með úrskurði Óbyggða- nefndar skýrist staðan en nefndin hefur til skoðunar lögsögumörk bæjarfélaganna. ■ VEGABRÉF FISCHERS Bobby Fischer hefur afsalað sér bandarísk- um ríkisborgararétti og þar með vegabréfi sínu. Bobby Fischer: Í stærra fangelsi TÓKÝÓ, AP Skákmeistarinn Bobby Fishcer var í gær færður í stærra fangelsi en hann hefur verið í í haldi japanskra yfirvalda á al- þjóðaflugvellinum í Tókýó síðan 13 júlí. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, greindi frá því að hann væri nú vistaður í fangelsi á veg- um útlendingaeftirlitsins í borg- inni Ushiku, norður af Tókýó. Fischer er eftirlýstur í Banda- ríkjunum vegna brots á viðskipta- þvingunum gagnvart Júgóslavíu á 10. áratugnum. Hann tilkynnti í síðustu viku að hann hefði afsalað sér bandarískum ríkisborgara- rétti. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUMÁL „Það er alltaf eitthvað.“ Dóri DNA vann í rímnastríði íslenskra rappara á Gauki á Stöng um helgina. Í rímnastríði og rappi reynir mjög á skáldgáfur manna en Dóri DNA á ekki langt að sækja þær. Hann er barnabarn þjóð- skáldsins Halldórs Laxness. SPURNING DAGSINS Dóri, er þetta í genunum? MARKAÐSTORG FYRIR RAFORKU Hlutverk nýstofnaðs hlutafélags verður að búa í haginn fyrir framtíðina. Landsnet stofnað: Annast flutn- ing raforku ORKUMÁL „Þetta samkomulag mun litlu breyta fyrir almenning að svo komnu máli,“ segir Þórður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri flutningssviðs Landsvirkj- unar. Landsvirkjun er stærsti hluthafi nýs hlutafélags sem stofnað hefur verið til að annast flutning raforku. Hefur náðst samkomulag um verðmæti þeirra flutningsvirkja sem mynda félag- ið. Þórður segir að hlutverk Landsnets sé að vera markaðstorg fyrir raforku og búa í haginn fyrir framtíðina. „Þetta á að auðvelda aðilum innan orkugeirans og þan- nig einn daginn stuðla að hag- kvæmara orkuverði.“ ■ SIGURJÓN ÁRNASON OG HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON Kynntu í gær nýjung í bankaþjónustu á Ís- landi. Nýjung í bankaþjónustu: Trygging seld í banka BANKAR Landsbankinn kynnti í gær nýjung á íslenskum bankamarkaði, launareikning með launavernd. Er þetta trygging sem viðskiptavinum með launareikning býðst fyrir ákveðna upphæð á mánuði í hlut- falli við laun . Að sögn Hermanns Jónassonar, forstöðumanns á eigna- stýringasviði Landsbankans, verða viðskiptavinir jafnframt að leggja í lífeyrissparnað en fá í staðinn líf- tryggingu. ■ Nauðganir um verslunarmannahelgi: Ein hefur leitað til Stígamóta NAUÐGANIR Ein kona hefur leitað til Stígamóta vegna nauðgunar á útihátíð um verslunarmanna- helgina, að sögn Guðrúnar Jóns- dóttur hjá Stígamótum. „Það er eiginlega fyrst núna sem fer að koma að okkar þætti í þessum málum. Tilkynningar berast yfirleitt síðar og það er því ekki hægt að koma með neinar marktækar tölur núna. Í fyrra fengum við tilkynningar um tíu útihátíðarnauðganir og árið áður átta. Vonandi berast ekki fleiri tilkynningar í ár en það væri ekki í takt við reynslu okkar.“ Árið 2001 var tilkynnt um 21 nauðgun, þar af fjórtán tilfelli á Eldborgarhátíðinni, en það er eina skiptið sem Stígamótum hefur verið boðið á að vera á vettvangi á útihátíð. Guðrún segir að nærvera Stígamóta geti hafa skipt máli í tilfelli Eldborgarhátíðarinnar. „En við höfum bent á að það þarf að vera viðbúnaður og áfallahjálp til staðar, hverjir svo sem sinna því, og mótsgestir þurfa að vita af henni. Það er brú sem þarf að byggja.“ ■ UTAN VEGAR Á DYNJANDISHEIÐI Tveir Svisslendingar sluppu ómeiddir þegar bifreið þeirra hafnaði utan vegar í lausamöl á Dynjandisheiði í gær. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið. BLINDAÐIST AF SÓLINNI Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bifreið hans valt við Ytri- Mókeldu á Suðurlandsvegi í gær- morgun. Maðurinn var einn í bílnum og er ekki talinn alvar- lega slasaður. Kvaðst hann hafa blindast af sólinni. ÞRÍR ÁREKSTRAR Á SELFOSSI Þrír árekstrar urðu á Selfossi í gær. Þriggja bíla árekstur varð við Austurveg en engin meiðsl urðu á fólki. Nokkuð eignatjón varð þó í árekstrinum. Hinir tveir árekstrarnir voru minni- háttar. SJÖ Á SLYSADEILD Sjö voru flutt- ir á slysadeild eftir árekstur tveggja fólksbíla á Arnarnesvegi við Fífuhvammsveg í Hafnarfirði klukkan hálf þrjú í gær, þar af voru þrjú börn. Lögreglan í Hafn- arfirði taldi meiðsli fólksins þó hafa verið minniháttar. Ekki var enn vitað í gærkvöld hvernig slysið vildi til þar sem hlutaðeig- andi voru flestir á slysadeild. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Segir að fyrst núna fari konur að leita til Stígamóta vegna nauðgana um verslunar- mannahelgina. SLÁTTUR Í RANGÁRÞINGI Þar sem heyjað var snemma í ár virðast ekki margir bændur hafa beðið skaða af þurrki. HÆSTI HITI Á LANDINU Í GÆR 29,1 Skaftafell 29,0 Þingvellir 29,0 Árnes í Gnúpverjahreppi 28,6 Reykir í Fnjóskadal 28,5 Hjarðarland í Biskupstungum 28,3 Mývatn 28,2 Egilsstaðir 27,9 Hæli í Hreppum Gamla hitametið var 27,7 stig og mældist á Akureyri árið 1971. SÓL OG SUMAR Mikill mannfjöldi naut veðurblíðunnar á Austurvelli í gær en hæsti hiti í höfuðborginni mældist rétt tæp 25 stig í Korpu. FERÐAMENN Hjónin Lochbrunner og Rübel frá Þýska- landi bjuggust við rigningu við komuna hingað til lands og kom veðurblíðan þeim því skemmtilega á óvart. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Týndist á Fljótdalsheiði: Fjórtán ára drengs leitað LEIT Leit hófst í gærkvöld að fjórt- án ára þýskum dreng sem orðið hafði viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í gærmorgun. Feðgarnir festu bíl sinn á heiðinni og hélt drengurinn förinni áfram fótgangandi. Þegar faðirinn hugð- ist sækja son sinn varð hann drengsins hvergi var. Faðirinn tilkynnti um atburð- inn til lögreglu á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst umfangsmikil leit um klukkustund síðar. Björg- unarsveitir úr nágrenninu nutu meðal annars liðsinnis flugvélar við leitina. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.