Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 4
4 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR KAUPMANNAHÖFN, AP Danir eru hætt- ir við, í bili að minnsta kosti, að af- henda breskum hersveitum íraska fanga sem eru í vörslu danska her- liðsins í Írak. Viðsnúningur Dana kemur í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjórnvalda í Írak að taka upp dauðarefsingu á ný. Dönsku hermennirnir í Írak starfa undir stjórn Breta og þeir hafa hingað til afhent bresku her- sveitunum þá fanga sem teknir hafa verið. Samkomulag ríkir milli Dana og Breta um að þeir síðar- nefndu framselji fanganna ekki án leyfis frá Dönum. Stjórnvöld í Danmörku vilji festa samkomulag- ið í sessi og gera það skýrara áður en þeir afhenda Bretum fleiri fanga. „Við viljum ekki eiga á hættu að írösk yfirvöld taki menn af lífi sem danskir hermenn hafa handtekið,“ segir Jakob Winther, talsmaður danska varnarmálaráðuneytisins. Stjórnvöld í Bretlandi og Dan- mörku eru skuldbundin samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu að framselja ekki fanga sem sætt geta dauðarefsingu. Tæplega fimm hundruð danskir hermenn eru í suðurhluta Írak. ■ BÍLAR Félagi íslenskra bifreiða- eigenda hefur borist mál þar sem bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafn- vel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bíl- ar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Stefán Ásgrímsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir fimm slík mál hafi borist félaginu á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið af- greiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsyn- legt er að fylgi skráningarskír- teini hér á landi. Stefán segir félagið mjög ósátt við að þær upp- lýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. „Sem neyt- endafélag teljum að það sé verið að fara aftan að fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér.“ Stefán segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og ein- staklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafn- vel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé með- al annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þeg- ar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir ut- andyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslu- númerið. thkjart@frettabladid.is Hraðbraut: 130 nemend- ur í vetur MENNTAMÁL Um 130 nemendur munu stunda nám við Mennta- skólann Hraðbraut í vetur, að sögn Ólafs Hauks Johnson skóla- stjóra. Skólinn hóf störf síðastlið- ið haust og býður upp á nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Ólafur Haukur segir um áttatíu nýnema hafa skráð sig í skólann auk þess sem rúmlega fimmtíu ann- ars árs nemar stundi þar nám. ■ Á Ísland að ganga í Evrópusam- bandið náist hagstæðir samning- ar um sjávarútveg? Spurning dagsins í dag: Er raforkuverð til stóriðja of ódýrt? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 27,71% 72,29% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Viðskiptasendinefndir: Út með ráðherrum ÚTFLUTNINGUR Í fréttaskoti Útflutn- ingsráðs segir að unnið sé að skipulagningu ferða viðskipta- sendinefnda til Rússlands, 12. til 18. september og til Seattle og Alaska 19. til 25. sama mánaðar. Farið verður með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Þá verður farið til Rúmeníu og Búlgaríu með Valgerði Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, 15. til 22. október. Þá kemur fram hjá Útflutningsráði að í undirbúningi sé íslensk menning- arvika í St. Pétursborg í Rússlandi. Bílvelta: Bremsur biluðu LÖGREGLA Vörubíll fullur af möl valt á hliðina á Krýsuvíkurvegi við Fléttuvelli þegar honum var ekið út úr hringtorgi um klukk- an hálffjögur í gærdag. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði bar bílstjórinn, sem slapp ómeiddur að mestu, að bremsur bílsins hefðu gefið sig. Bílstjórinn fór af þeim sökum öfugt í hring- torgið, en lögregla taldi greini- legt á ummerkjum á staðnum að vörubílstjórar gerðu það ítrekað á þessum stað. ■ VALT Á HLIÐINA Bremsur vörubíls gáfu sig við hringtorg á Krýsuvíkurvegi. NEYTENDUR „Áhugi landsmanna á líf- rænum vörum og ræktun fer vax- andi með hverju árinu,“ segir Ey- mundur Magnússon, garðyrkju- bóndi og lífskúnstner að Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Hann er einna fremstur í flokki þeirra bænda sem stunda lífræna ræktun hér á landi og hefur frumkvæði hans og atorka víða vakið athygli. Svo mikla að hann hlaut Landbúnaðarverðlaun Bændasamtakanna á þessu ári. Eymundur segir að þótt aðeins hafi liðið rúm 20 ár síðan hann tók við búi á eyðijörðinni Vallanesi hafi vegurinn oft á tíðum verið þyrnum stráður. „Það þótti ekki við hæfi fyrr en nýlega að styrkja eða veita lán út á lífræna ræktun. Sambændur mínir margir spáðu mér ekki langra lífdaga við þetta en það hefur breyst mikið síðustu ár og fleiri og fleiri koma til mín í dag og vilja fræðast nánar um hvernig ræktun og þróun á vörum mínum gengur fyrir sig.“ Eymundur hefur verið ötull við að kynna og selja afurðir sínar og fást þær nú víða í matvöruversl- unum. Hann hefur jafnframt sett á markað tilbúna rétti undir vöru- merkinu Móðir jörð en undir þeir- ri vörulínu fást líka nuddolíur af nokkrum tegundum. Allt hráefni í vörurnar er ræktað án alls áburð- ar á kirkjujörðinni að Vallanesi. ■ Danir í Írak: Framselja ekki fanga UNDIR STJÓRN BRETA Um 500 danskir hermenn eru í suðurhluta Íraks undir stjórn Breta. Gamlar bifreiðar seldar sem nýjar Nokkuð virðist um að gamlir óseldir bílar frá útlöndum séu seldir sem nýir bílar á Íslandi. Bílar sem staðið hafa lengi óhreyfðir geta skemmst. Upplýsingar um framleiðsluár þurfa ekki að fylgja skráningu. SKOÐAÐ Í VÉLARRÚMIÐ Ýmislegt í bílum getur skemmst ef þeir eru látnir standa lengi ónotaðir. Þegar byrjað er að keyra þá geta skemmdirnar komið í ljós. STEFÁN ÁSGRÍMSSON Segir nokkuð um að kaupendur nýrra bíla séu í raun að kaupa bíla sem staðið hafi óseldir á bílastæðum erlendis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA H AR I Eymundur Magnússon að Vallanesi: Vaxandi áhugi á lífrænt ræktuðu EYMUNDUR MAGNÚSSON Með vilja og vinnusemi hefur honum tekist að breyta eyðijörð á Austurlandi í gósenland fyrir lífræna ræktun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Vinstri grænir: Fagna sam- ráðsnefnd EVRÓPUSAMBANDIÐ Þingflokkur Vinstri grænna fagnar að tekin sé til starfa samráðsnefnd á sviðum Evrópumála. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Nefndin mun kanna fram- kvæmd EES-samningsins og hvort undanþágur séu veittar í aðildarsamningi ESB. Þá segir að engin ástæða sé til asa sem gætt hefur í yfirlýsingum í tengslum við leiðtogafund Norrænna jafn- aðarmanna hér á landi, til dæmis sjái Norðmenn ekki ástæðu til að gera þetta að kosningamáli á næstu fjórum til fimm árum. ■ VIÐ HLIÐ FORSETANS Bush kynnti nýjan forstjóra CIA. Leyniþjónusta: Bush skipar nýjan stjóra WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur valið eft- irmann George Tenet í starf for- stjóra leyniþjónustunnar, CIA. Sá heitir Porter Goss og er þingmað- ur repúblikana. Hann er auk þess formaður þeirrar deildar fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings sem fjallar um leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna. Áður en Goss settist á þing starfaði hann í CIA og þar áður í leyniþjónustu hersins. Goss tekur ekki við starfinu fyrr en öldungadeild Bandaríkja- þings hefur staðfest skipun hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.