Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 8
8 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR BRUSSEL, AP Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að það væri undir Sameinuðu þjóðunum kom- ið að ákvarða hvort óöldin í Darf- ur-héraði í Súdan jafngilti þjóðar- morði. Bandaríska þingið og nokkur mannúðarsamtök hafa sakað súd- önsk stjórnvöld um þjóðarmorð í Darfur en ríkisstjórn Bandaríkj- anna hefur þó ekki viljað ganga svo langt. Sérstök sveit á vegum ESB sem heimsótti héraðið á dögunum sagði að grimmdarverk væru þar framin í stórum stíl en vildi þó ekki fella þau undir þjóðarmorð. Foringi sveitarinnar, Pieter Feith, lagði þó áherslu á að heimsókn sveitarinnar hefði aðeins varað í fimm daga og byggði ekki á sér- fræðirannsóknum. Arabar sem njóta stuðnings ríkisstjórnar Súdan hafa farið með ófriði á hendur svörtum íbú- um Darfur-héraðs í eitt og hálft ár. Um 30 þúsund manns hafa fall- ið og ein milljón manna er á hrak- hólum vegna grimmdarverkanna. Sveitin sem ESB sendi til Darf- ur mælir með því að sambandið sendi hóp lögregluforinga til að aðstoða yfirvöld í Súdan við að ná tökum á ástandinu. ■ Útlánaeftirlit stóraukist Samkeppni um hag hluthafa bankanna hefur orðið til þess að útlánaeftirlit hefur stóraukist í bankakerfinu. Bankarnir hafa tekið upp nýjar innri reglur. Eftirlit með innheimtu hefur einnig verið aukið. Afskriftahlutfall sagt of hátt hér á landi. BANKAR Viðskiptabankarnir hafa stóraukið útlánaeftirlit og endur- skoðað innri reglur varðandi útlán í því skyni að draga úr afskriftum. Ein helsta ástæðan er samkeppni milli bankanna um fjárfesta. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segist sannfærður um mikilvægi þess að auka út- lánaeftirlit því með því megi með tiltölulega litlum tilkostnaði spara gífurlegar upphæðir. Reynslan á Íslandi sé sú að afskriftir séu um eitt prósent af útlánum. Sem dæmi eru útlán Landsbankans um 430 milljarðar og tapist því um 4,3 milljarðar árlega vegna afskrifta. „Með því að auka við mann- skap og bæta vinnubrögð við eft- irlit, eins og Landsbankinn hefur gert, má lækka prósentutöluna. Það þarf ekki mikla prósentu- lækkun til þess að skila miklum sparnaði,“ segir Sigurjón. Hann segir að íslenskir bankar eigi að geta komist niður í 0,7 til 0,8 prósenta afskriftahlutfall. Björn Björnsson, aðstoðarfor- stjóri Íslandsbanka, segir að með stækkun bankanna hafi vinnu- brögð orðið faglegri. „Aukin samkeppni milli bank- anna er þó ekki síst ástæðan fyrir auknu útlánaeftirliti og skiptir hagur hluthafa þar miklu máli,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að aukið útlána- eftirlit hagnist þó ekki síður við- skiptavinum því hagræði skiptist ávallt milli neytenda og eigenda. „Minna tap skili sér jafnframt í hagstæðari vaxtarkjörum. Það gerir bankann að vænlegri val- kosti fyrir neytendur og um leið ákjósanlegri kost fyrir fjárfesta,“ segir Björn. Afskriftir stóru viðskiptabank- anna þriggja, Íslandsbanka, Lands- bankans og KB banka hafa dregist saman að undanförnu eftir að hafa náð hámarki á síðasta ári. Pers Matt Henje, fram- kvæmdastjóri lögfræðisviðs KB banka, segir að afskriftir bankans hafi verið hærri undanfarið en ákjósanlegt þykir. Það mesta sé þó yfirstaðið og verulega muni draga úr afskriftum útlána það sem eftir er af árinu. Hinir bank- arnir taka í sama streng og búast við því að þróunin verði áfram já- kvæð. sda@frettabladid.is Bandarískir lögmenn: Fordæma illa meðferð ATLANTA, AP Stærstu lögmanna- samtök Bandaríkjanna fordæma meðferð bandarískra stjórn- valda á föngum sem haldið er í Írak og á Kúbu. Segir í ályktun samtakanna að framganga bandarískra stjórnvalda sé vatn á myllu hryðjuverkasamtaka, því hún gefi þá mynd af Banda- ríkjunum að þau virði lög að vettugi. Meðlimir í samtökunum eru rúmlega 400 þúsund. Mikill meirihluti meðlima studdi álykt- unina en sumir sögðu rangt af samtökunum að taka pólitíska afstöðu með þessum hætti. ■ Dæmdur fyrir að nauðga dóttur vinahjóna sinna – hefur þú séð DV í dag? Sagðist of feitur til að nauðga SRI RAHMAWATI Farið verður fram á framlengingu gæslu- varðhalds yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri, í dag. Sri Rahmawati: Lést af völd- um höfuð- áverka LÖGREGLA Ljóst er að Sri Rahmawati lést vegna höfuðáverka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufning- ar sem framkvæmd var fyrir síð- ustu helgi að sögn Harðar Jóhann- essonar, yfirlögregluþjóns í Reykja- vík. Hann segir endanlegar niður- stöður ekki liggja fyrir en rannsókn málsins sé á lokastigi. Gæsluvarðhald yfir Hákoni rennur út í dag og segist Hörður gera ráð fyrir að farið verði fram á framlengingu þess. En Hákon játaði að hafa orðið fyrrverandi sambýlis- konu sinni og barnsmóður, Sri Ra- hmawati, að bana sunnudagsmorg- uninn fjórða júlí, um þremur vikum eftir að hann banaði henni. Hann var fyrst úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald þann sjöunda júlí. Síðar var farið fram á þriggja vikna gæsluvarðhald sem rennur út í dag. ■ Langt verkfall náist ekki að semja fyrir 20. september: Eiga 801 milljón í verkfallssjóði MENNTAMÁL Um 801 milljón er í vinnudeilusjóði Kennarasam- bands Íslands. Allir kjarasamn- ingar félaga innan sambandsins eru lausir og hafa grunnskóla- kennarar ákveðið að fara í verk- fall náist ekki samningar fyrir 20. september. Kennarasambandið og launanefnd sveitarfélaganna funda eftir sumarleyfi hjá ríkis- sáttasemjara í dag. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segir að náist ekki samkomulag um kjaramál kennara fyrir tuttugasta næsta mánaðar eigi hann von á löngu verkfalli. „Sagan kennir okkur það að ef okkur tekst ekki að afstýra verk- falli áður en það brestur á eru all- ar líkur á að það geti skipt mörg- um vikum,“ segir Eiríkur. Verkfallsbætur kennara eru þrjú þúsund krónur fyrir hvern verkfallsdag fyrir félagsmann í fullu starfi en greitt er hlutfalls- lega fyrir hlutastarf, samkvæmt vefsíðu Kennarasambandsins. Eiríkur segir að þar sem fleiri félög séu innan sambandsins en Félag grunnskólakennara hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvernig greitt verði úr sjóðnum dragist verkfall á langinn. ■ ÓNÝT LEIÐSLA Leiðslan sem fór í sundur í kjarnorkuverinu í Mihama í Japan. Slys í kjarnorkuveri: Varað við fyrir ári JAPAN, AP Vanræksla í viðhaldi er talin orsök slyssins sem kostaði fjóra menn lífið í japönsku kjarn- orkuveri í fyrrdag. Leiðsla með kælivökva fór í sundur og hleypti út brennandi heitri gufu. Varað hafði verið við hættu af leiðslunni í fyrra en hún hafði ekki verið yf- irfarin síðan 1996. Rannsókn stendur nú yfir á til- drögum slyssins en málið hefur vakið mikinn ugg í Japan. Starf- rækt eru 52 kjarnorkuver í Japan sem sjá fyrir þriðjungi af orku- þörf Japana. Líklegt er að kæli- leiðslur verði yfirfarnar í öllum kjarnorkuverum landsins í kjöl- far slyssins. ■ BEÐIÐ EFTIR LÆKNISHJÁLP Lítill drengur bíður eftir að komast til læknis í flóttamannabúðum í Darfur. Hann er einn af milljón sem eru á hrakhólum í héraðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A PESB horfir til Sameinuðu þjóðanna vegna Darfur: Meta hvort þjóðar- morð eigi sér stað FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EIRÍKUR JÓNSSON Formaður Kennarasambands Íslands býst við löngu verkfalli náist ekki að tryggja kennurum kjarasamning fyrir 20. septem- ber. Eignir í verkfallssjóði kennara voru tæplega 801 milljón um áramótin. Megnið af fénu er laust með mánaðar eða skemmri fyrirvara. PENINGAR Afskriftir stóru viðskiptabankanna hafa dregist saman að undanförnu eftir að hafa náð hámarki á síðasta ári. SVONA ERUM VIÐ Landsmenn unnu 42,2 klukkustundir á viku frá apríl til júlí. Konur: 36,0 klst Karlar: 47,4 klst Meðaltal: 42,2 klst HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.