Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 10
11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Eldri borgari og blaðberi: Vinnan rýrir tekjurnar SKATTAMÁL „Ég hélt að svona gerðu menn ekki,“ segir Sigurður Jónas Jónasson, 67 ára gamall ellilífeyr- isþegi sem ber út dagblöð sér til heilsubótar og kaupauka. Tekjur Sigurðar eru hins vegar dregnar af tekjutryggingu hans auk þess sem meiri skattur er tekinn af laununum en væri hann tekinn af lífeyrinum. „Ég er því í rauninni að tapa á þessari aukavinnu sem er meðal annars ætluð til að drýgja annars rýrar tekjur,“ segir Sigurður en hann vill þó ógjarnan vera án blaðburðarins. Blaðberar eldri en 16 ára eru skattlagðir eins og hverjir aðrir launþegar. Þeir sem eru yngri en 16 ára njóta sérstakra skattfríð- inda, mega þéna allt að 90 þúsund krónum á ári skattfrjálst og greiða sex prósenta skatt eftir það. Fyrir nokkrum árum var rætt um að skattleggja blaðburðarbörn til jafns við fullveðja launþega. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók hins vegar fyrir það og sagði af því tilefni: „Svona gera menn ekki.“ ■ Nautakjöt hækkar enn í verði Nautakjöt hefur hækkað í verði það sem af er ári og sláturleyfishafar hafa hækkað afurðaverð til kúabænda. Það getur skilað sér í hækkun til neytenda. Skortur á framboði nautakjöts gæti leitt til frekari hækkana. NEYTENDUR „Verð á nautakjöti til neytenda mun hækka í kjölfar hækkandi afurðaverðs. Verð til bænda hefur hækkað um sex prósent og geta fyrirtæki ekki tekið á sig slíka hækkun án þess að grípa til að- gerða,“ segir Reynir Eiríksson, forstjóri Norð- lenska. Of lítið fram- boð af nautakjöti hefur leitt til þess að slátur- leyfishafar þurfa nú að greiða hærra verð til kúa- bænda. Offramboð á nautakjöti, kjúklingakjöti og svínakjöti í fyrra leiddi til verðlækkunar á nautakjöti. Það sem af er þessu ári hefur þó verið skortur á fram- boði á nautakjöti og því hefur verð hækkað. Sláturfélag Suðurlands hefur hækkað afurðaverð sitt til bænda en Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að sú hækkun muni ekki skila sér í verði til neytenda. Verðhækkun til bænda hafi komið eftir að neytendaverð hafi verið hækkað. Hann segir þó að ef framboð á kjöti verði áfram of lít- ið muni verð hækka. „Það er mik- ilvægt að reyna að halda stöðug- leika og reyna að stjórna fram- boðinu, en við sjáum ekki tilgang í að vera með hraðan tröppugang í verðbreytingum,“ segir hann. Steinþór segir að tímaramminn í kjötvinnslu sé stór og offramboð geti orðið á markaði eftir tvö ár ef bændur setja marga kálfa á nú, vegna þess hve kjötverð er hátt. Hann segir viðsnúning hafa orðið á kjötmarkaði vegna þess að nautarækt hafi ekki verið nægi- lega arðsöm. „Þá hafa framfarir orðið í mjólkurframleiðslu og meðalnyt á hverja mjólkurkú hef- ur aukist. Þar sem færri kýr eru nýttar við mjólkurframleiðslu fæðast færri kálfar,“ segir Stein- þór. Sigurður Hall matreiðslu- meistari kaupir aðeins íslenskt nautakjöt. Hann segir að fleira en afurðaverð spili inn í minnkandi framleiðslu, of hár fóðurkostnað- ur dragi úr arðsemi greinarinnar. „Mér þætti það mikil synd ef ís- lenskt nautakjöt yrði svo dýrt að við þyrftum að kaupa innflutt kjöt. Íslenskur landbúnaður þarf að vera starfræktur eins og gert hefur gert. Þetta er flottasti land- búnaður í heimi,“ segir Sigurður. bergsteinn@fretabladid.is SIGURÐUR JÓNAS JÓNASSON Segir blaðburðinn ómissandi sökum heilsubótarinnar sem honum fylgir. ,,Mér þætti það mikil synd ef íslenskt nautakjöt yrði svo dýrt að við þyrft- um að kaupa inn- flutt kjöt. F í t o n / S Í A F I 0 1 0 1 9 0 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is 800 g lambakjöt, beinlaust og fitusnyrt 150 ml mild chilisósa (t.d. Heinz) 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt ½ tsk. karríduft 2 msk. olía safi úr 1 límónu nýmalaður pipar salt 1 dós (250 ml) tómatmauk (purée) Kjötið skorið í gúllasbita. Chilisósu, hvítlauk, karríi, olíu, límónusafa og pipar blandað saman í skál, kjötið sett út í og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Þá er kjötið tekið úr leginum en hann geymdur. Kjötið saltað og þrætt upp á teina. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og kjötið grillað við góðan hita þar til það hefur tekið góðan lit á öllum hliðum og er steikt í gegn. Á meðan er kryddlögurinn settur í pott ásamt tómatmauki, hitaður að suðu og látinn malla í 5–10 mínútur. Bragðbætt með pipar og salti og borið fram með kjötinu. Njóttu þess að laða fram þinn innri snilling. Það er einfalt mál með þessari gómsætu lambakjötsuppskrift. Það er alltaf sérstök stemning sem fylgir því að borða grillmat af pinna. Lambakjöt lofar alltaf gó›u NÝ R BÆKLINGUR Í N Æ ST U V E R S L U N UPPSKRIFTIR Chilikrydda› lambakebab KJÖTMARKAÐUR Offramboð og samkeppni við aðrar afurðir leiddu til verðlækkana á nautakjöti en það hefur verið að hækka aftur á þessu ári KALIFORNÍA, AP Ríki Bandaríkjanna eru 53 talsins en fáninn hefur ekki verið uppfærður til að taka tillit til þriggja síðustu ríkjanna – Hawaii, Alaska og Púerto Ríkó. Seinni heims- styrjöld hófst 1938 og henni lauk fjórum árum síðar. Þingið skiptist í tvennt, öldungadeildina og fulltrúa- deildina, önnur er fyrir demókrata en hin fyrir repúblikana. Þetta er meðal þess sem spænskumælandi innflytjendum hefur verið kennt í California Alternative High School, einka- reknum skóla þar sem stjórnendur segjast útskrifa fólk með náms- gráðu sem auðveldar fólki að kom- ast inn í framhaldsskóla, fá betri störf og fjárhagsaðstoð. Engin af þessum þremur fullyrðingum að ofan stenst. Ríki Bandaríkjanna eru 50 og Púerto Ríkó hefur aldrei verið í þeirra tölu. Seinni heimsstyrjöld hófst 1939 og henni lauk 1945. Þingið skiptist vissulega í tvennt en demókratar og repúblikanar sitja saman í báðum deildum þess. Að auki hefur skólinn ekki leyfi til að gefa út námsgráður. Yfirvöld í Kaliforníu hafa nú stefnt skólanum og fengið eignir hans frystar. Þá hefur þess verið krafist að skólinn endurgreiði skólagjöld sín og greiði fyrrver- andi nemendum sínum bætur. ■ Ólöglegur skóli sætir málshöfðunum: Kenna innflytjendum tóma vitleysu INNFLYTJENDUR SVERJA EIÐ AÐ STJÓRNARSKRÁ Margir innflytjendur leggja mikið á sig til að komast til Bandaríkjanna. Hrakningum þeirra er þó fjarri því lokið þegar þangað er komið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.