Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 ■ VIÐSKIPTI Snillingar á öllum svi›um JEVA skólatöskur. Leikfimi- poki, nestisbox, flaska. Tvær stær›ir: 8.990 kr. Urban Team skólalínan. Einnig miki› úrval af ö›rum ritfangalínum. Beckmann skólatöskur. Me› blikkljósi og mittisól. Margar ger›ir: 8.990 kr. Bakpoki. Me› leikfimipoka. firír litir: 3.990 kr. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 25 3 Úrvali›, gæ›in og fljónustan eru hjá okkur, enda höfum vi› fljóna› snillingum á öllum svi›um frá 1872. MANNSKÆÐ ÁRÁS Þeir sem létust voru á öðru hótelanna sem ráðist var á. Hryðjuverk: Sprengt á þrem stöðum TYRKLAND, AP Tveir létust og ell- efu særðust þegar sprengjur sprungu á tveimur hótelum í Istanbúl og á eldsneytisbirgða- stöð í útjaðri borgarinnar. „Þetta virðist vera hryðju- verkaárás,“ sagði Celalettin Cerrah lögreglustjóri. Skömmu síðar lýstu íslömsku samtökin Abu Hafs al-Masri ábyrgð á hendur sér. Þetta er ekki í fyrs- ta sinn sem samtökin gera slíkt en sumir sérfræðingar telja samtökin eigna sér fleiri verk en þau geti með sanni gert til- kall til. Samtökin segja þetta upphafið að blóðugu stríði í Evr- ópu. ■ ERU MEÐ Á NOR-FISHING Fimm íslensk fyrirtæki taka á vegum Útflutningsráðs þátt í sýningunni Nor-Fishing í Þrándheimi í Nor- egi sem hófst í gær og lýkur á föstudag. Í Fréttaskoti Útflutn- ingsráðs kemur fram að þetta séu fyrirtækin Skaginn, Marorka, Neptúnus, Hafnarfjarðarhöfn og NAS. Þá verða á sýningunni fleiri íslensk fyrirtæki sem taka þátt á eigin vegum eða með umboðsað- ila. VERKEFNI FYRIR BYRJENDUR Í haust býður Útflutningsráð í fimmtánda sinn til verkefnisins Útflutningsaukning og hagvöxtur. Verkefnið er ætlað fyrirtækjum sem hyggja á útflutning eða vilja efla þá starfsemi sína. Haldnir verða tveggja daga mánaðarlegir vinnufundir í níu mánuði sam- fleytt, auk mánaðarlegs vinnu- dags með ráðunautum, markaðs- rannsóknum, kynnisferðum og fleiru. NÁMSDAGSKRÁ Í FÆÐINGU Verið er að leggja lokahönd á dagskrá námskeiða og fræðslu hjá Út- flutningsráði, að því er fram kemur í fréttariti ráðsins, Frétta- skoti. Boðið verður upp á lengri og styttri námskeið, námsstefnur, fræðslufundi um ákveðin lönd og fleira. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðsins, utflutnings- rad.is. VEÐURBLÍÐA Fjöldi fólks sat utandyra á kaffihúsum mið- borgar Reykjavíkur í gær enda var þetta einn hlýjasti dagur sumarsins. Viktoría Áskelsdóttir: Fyrst allra yfir Breiðafjörð SUNDAFREK „Mér líður furðuvel, enda búin að koma við í heita pottinum,“ sagði Viktoría Ás- kelsdóttir sem lauk í gær sundi yfir Breiðafjörð, fyrst allra. Bæjarbúar tóku vel á móti Viktoríu þegar hún steig upp á bryggjuna í Stykkishólmi að sundinu loknu. Hún lagði af stað frá Lambsnesi við Barða- strönd hinn 24. júlí en sundleið- in er rúmir 60 kílómetrar. Vegna kuldaáhrifa gat hún ekki synt lengur en um tvo tíma á dag. Viktoría er ekki óvön sjó- sundi. Í fyrra synti hún úr Hrís- ey yfir að Árskógsströnd og hún stundar reglulega sjóböð, jafnvel að vetrarlagi, með fé- lögum sínum. Með sundinu yfir Breiðafjörðinn vildi Viktoría vekja athygli á starfi Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún hafði aldrei áður tekið virkan þátt í því starfi. „Mér fannst þetta verðugur málstað- ur. Þetta er starf í þágu barna og Sameinuðu þjóðanna og með því að styðja það trúi ég að heimsmálin komist smám sam- an í bærilegt lag.“ Söfnunarsími Barnahjálp- arinnar er 575 1520 og heima- síða samtakanna er www.un- icef.is. ■ VIKTORÍA ÁSKELSDÓTTIR Synti til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.