Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 12
12 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR ÞORSTANUM SVALAÐ Í HITANUM Það er víðar en á Íslandi sem hitinn er meiri en fólk á að venjast og reyndar dýrin líka. Þessi makakíapi drakk af stút í dýra- garðinum Fuzhou í Kína þegar hitinn mældist 37 gráður. Þingmenn ósáttir eftir fund með Jasser Arafat: Víkur sér undan umbótum PALESTÍNA, AP Jasser Arafat, forseti Palestínu, hefur vikið sér undan því að staðfesta umbætur í stjórn- kerfi landsins sem hann lofaði í síðasta mánuði, að sögn palest- ínskra þingmanna. Loforðin gaf Arafat þegar allt var á suðupunkti í palestínskum stjórnmálum og fastar sótt að honum en áður eru dæmi um. Þingmenn sem funduðu með Arafat í gær lýstu vonbrigðum með að það eina sem hann hefði staðfest enn sem komið var væri að Ahmed Qureia, forsætisráð- herra Palestínu, fengi að velja sína eigin ráðherra. Þingmennirn- ir sitja í nefnd sem var komið á fót í síðasta mánuði til að setja saman umbótaáætlun. Þingmennirnir hafa lagt hart að Arafat að tryggja valddreif- ingu, undirrita lög gegn spillingu og að heita því að endurskipu- leggja öryggissveitirnar. Eftir fundinn í gær sögðu þeir að þó að Arafat hefði lýst sig fylgjandi nokkrum breytingum sem þing- mennirnir lögðu til hefði hann lagst gegn öðrum. Þá hefði hann sagst fylgjandi grundvallarlögum palestínska heimasvæðisins og ákvæðum þeirra um valddreif- ingu en neitaði að láta af stjórn ákveðinna stofnana. Þá sagði hann ekkert ákveðið um umbætur í ör- yggissveitunum. ■ Bush í baráttu við staðreyndir George W. Bush heldur því fram að efnahagsástandið í Bandaríkjunum sé gott. Hagtölur sýna hið gagnstæða. Vont efnahagsástand í lykilríkjum gæti reynst Bush dýrkeypt í kosningunum. WASHINGTON, AP Síhækkandi elds- neytisverð og lítil fjölgun starfa eru horn í síðu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar tæpir þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Forsetinn verður að gera upp við sig hvort hann ætlar að viðurkenna hin efnahagslegu vandamál eða hvort hann ætlar að halda því til streitu að efnahagurinn sé að batna þegar þess sjást engin merki. Þegar faðir forsetans, George Bush eldri, tapaði fyrir Bill Clinton í forsetakosningunum 1992 var það að stórum hluta vegna þess hann þótti ekki bera skynbragð á aðstæð- ur hins venjulega launþega. Bush yngri hefur lagt mikið á sig til að sýnast betur heima í þessum efnum. En versnandi horfur í efnahags- málum hafa gert að engu þá við- leitni Bush. Skoðanakannanir vest- an hafs benda til að kjósendur hafi mun meiri trú á því að John Kerry muni bæta efnahagsástandið. Hafa forystumenn demókrata lýst því yfir að Bush sé farinn að líkjast nátttrölli með tali sínu um batnandi horfur í efnahagsmálum. „Efnahagurinn stendur vel og fer batnandi,“ sagði Bush á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í fyrradag. „Í þessari kosningabar- áttu ætlum við að leggja á áherslu á framtíðarsýn og hvernig efnahag- urinn mun halda áfram að batna.“ Bush á hins vegar við vanda að etja því hagtölur sýna hið gagnstæða. Í fjóra mánuði í röð hefur hægt á fjölgun starfa, olíuverð hefur náð hverju hámarkinu á fætur öðru og einkaneysla er að dragast saman. Ef fram heldur sem horfir verður for- setatíð Bush yngri sú fyrsta frá því að Herbert Hoover var í Hvíta hús- inu þar sem störfum fækkar í raun á kjörtímabilinu. Störf í Bandaríkj- unum eru nú 1,2 milljónum færri en þau voru þegar Bush tók við, þrátt fyrir að um milljón ný störf hafi skapast. Þessu til viðbótar segja hag- fræðingar að Bush eigi enga ása upp í erminni til að snúa taflinu sér í hag. Áhrif skattalækkana í upphafi kjörtímabilsins eru að fjara út og bandaríski seðlabank- inn undir forystu Alans Green- span hefur notað öll þá ráð sem í hans valdi stendur til að blása lífi í glæður bandarísks efnahags. Það sem gerir málið enn verra fyrir Bush er að efnahagsástandið er sýnu verst í þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í komandi for- setakosningum. ■ Eignaskipti hjá stærsta tímaritaútgefanda landsins: Oddi kaupir Fróða VIÐSKIPTI Fyrirtæki í eigu Prent- smiðjunnar Odda, keypti í gær öll hlutabréf í Fróða hf. Ekki er gefið upp kaupverð. Magnús Hreggviðsson, stærsti eigandi og stjórnarfor- maður Fróða, segir að evrópskt útgáfufyrirtæki hafi sett sig í samband við sig síðasta haust og óskað eftir að kaupa Fróða. Hann hafi svo gefið prentsmiðjunni Odda færi á að kaupa þegar samningar um sölu til útlenska fyrirtækisins hafi verið næstum frágengnir. Að sögn Magnúsar var það vegna langs samstarfs Fróða við Odda. „Þessi bransi er bæði erfiður og skemmtilegur,“ segir Magnús. Hann hyggst draga úr umsvifum sínum en heldur áfram rekstri fasteigna sinna og fyrirtækisins Íslensk fyrirtæki þar sem hann verður starfandi stjórnarformað- ur. Að sögn Þorgeirs Baldursson- ar, forstjóra Odda, eru ekki fyrir- hugaðar breytingar á útgáfu á vegum Fróða. Fróði gefur út fjöl- da vikublaða og tímarita; þar á meðal Nýtt líf, Séð og heyrt, Mannlíf og Gestgjafann. Þorgeir segir að í ljósi þess að jafnvel hafi staðið til að selja fé- lagið til útlanda þá hafi Oddi vilj- að „hafa puttana á prentverkinu“ og það hafi verið næg ástæða til að halda þessu inn í landinu. ■ Skrýtinn vegartálmi: Kjúklingar hamla umferð SVÍÞJÓÐ, AP Loka þurfti sænskum vegi í hátt í hálfan sólarhring vegna þess að hann var þakinn í kjúklingum. Nokkur þúsund kjúklingar gengu lausir eftir að flutningabíll sem flutti þá hvolfdi skammt frá Gautaborg. Alls voru átta þúsund kjúklingar í bílnum sem átti að flytja þá í slátur- hús. Um þriðjungur kjúklinganna drapst, flestir þegar bílnum hvolfdi en aðrir þegar keyrt var á þá. Lögregla brá á það ráð að loka veginum meðan verið var að safna kjúklingunum saman og hreinsa veg- inn. Ökumanninum var brugðið en slasaðist ekki alvarlega. ■ • Farið um Hvalfjörð og uppsveitir Borgar- fjarðar, komið við í Reykholti, Húsafelli; farið um Kaldadal til Þingvalla. • Nesjavallavirkjun skoðuð. • Koma til Reykjavíkur verður ekki síðar en kl. 20:00. Aðalfararstjóri verður Jónína Bjartmarz alþingismaður. Ýmsar uppákomur verða í ferðinni á völdum stöðum fyrir bæði börn og fullorðna. Bókanir og nánari upplýsingar í síma 540 4300 fyrir kl. 16 fimmtudaginn 12. ágúst n.k. Allir hjartanlega velkomnir. Sumarferð framsóknarmanna í Reykjavík laugardaginn 14. ágúst n.k. ARAFAT AÐ FUNDI LOKNUM Palestínuforseti er sagður hafa sent tveim- ur helstu andstæðingum sínum skilaboð um að þeir gætu fengið sæti í palestínsku heimastjórninni. TÍMARIT FRÓÐA Fróði er langstærsti útgefandi tímarita á Ís- landi. SKIPSTJÓRINN FISKAR EKKI George W. Bush hefur á brattann að sækja í efnahagsmálum þegar tæpir þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Hann reyndi þó að fiska undan ströndum Maine um nýliðna helgi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.