Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 14
14 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR MUNIÐ EFTIR SÚDAN Hópur Súdana sem býr í Þýskalandi efndi til mótmælastöðu í Berlín. Þar settu þeir meðal annars upp spýtuvirki í líki leg- steina. Fólkið vildi vekja athygli á mann- réttindabrotum í heimalandi sínu og krefst aðgerða til úrbóta. Samgöngunefnd Reykjavíkur: Aukinn forgangur strætisvagna SAMGÖNGUR Samgöngunefnd Reykjavíkur tekur jákvætt í til- lögur Strætó bs. að forgangi í borgarumferðinni. Nefndin lýsti á fundi sínum í gær ánægju með heildarendurskoð- un á leiðakerfi Strætó bs. Í bókun nefndarinnar kemur fram að hún telji tillögur Strætó „í samræmi við sam- komulag sveitarfélaganna um stofnun Strætó bs. og ennfrem- ur í anda umhverfisstefnu borgarinnar og alþjóðlegra skuldbindinga“. Meðal þess sem Strætó bs. vill láta skoða varðandi forgang vagna fyrirtækisins í umferð- inni er að akgrein á nýrri Hringbraut og á Miklubraut þar sem þrjár akgreinar eru í hverja átt, verði tekin undir al- menningssamgöngur. Þá fer Strætó bs. fram á að í Lækjar- götu verði útbúin sérakrein fyrir strætisvagna, frá Vonar- stræti í norðri og að Hverfis- götu í suðri. ■ Samið einu sinni á 10 árum Aðeins einu sinni á síðasta áratug hafa sjómenn og útvegsmenn samið um kjaramál sín á milli. Sjómenn hafa verið rúmlega90 daga í verkfalli í fjórum síðustu kjaradeilum. Verkföllin hafa þrisvar verið stöðvuð með lagasetningu stjórnvalda. Að- eins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðasta áratuginn. Báðir deilendur telja verkfallstöðvun koma í veg fyrir að farsæl lausn finnist á kjaraviðræðum þeirra. Þeim hafa verið lagðar línurnar af stjórnvöldum í fimmtu kjara- deilu sinni sem staðið hefur frá áramótum. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra útilokar lagasetningu á hugsanlegt verkfall. Árni segir sjávarút- veg ekki hafa sama vægi fyrir þjóðarbú landsins nú og fyrir þremur árum sem sé ástæða niðurstöðunnar. Þeir verði að leysa deiluna sjálfir. Ekki miðar í samningsátt á fundum deilenda og taka for- svarsmenn Sjómannasambands Íslands orðum sjávarútvegs- ráðherra með vara. Sævar Gunnarsson, formaður SSÍ, seg- ir sjávarútvegsráðherra kom- inn í sama far og árið 2001. Hann dragi dilk útvegsmanna. „Þetta eru ný rök sem ég fanga ef hann heldur þeim til streytu,“ segir Sævar. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri SSÍ, vonar að sjávarútvegsráðherra standi við orð sín. Hann sé brenndur af fyrri loforðum sjávarútvegs- ráðherra sem hafi sagt það sama í tveimur síðustu deilum og ekki staðið við. „Ef til þess kemur að menn fari í verkfall þá ætla ég að vona að hann standi við þessi orð.“ Viðræður alltaf leitt til verk- falls Síðasta áratug hafa viðræður sjómanna og útvegsmanna alltaf leitt til verkfalls. Sjó- menn hófu verkfall í ársbyrjun 1994 sem hafði staðið í 13 daga þegar lög stjórnvalda stöðvuðu það. Samningar voru lausir tæpu ári síðar og verkfall sjó- manna árið 1995 stóð frá 25. maí til 15. júní. Þá náðu deilend- ur sögulegu samkomulagi sín á milli. Eftir árangurslausar kjara- viðræður árið 1998 efndu sjó- menn til verkfalls 3. febrúar. Því var frestað viku síðar af sjómönnum til björgunar loðnu- afla sem varð að koma í vinnslu á landi en hófst aftur 15. mars. Það endaði með lagasetningu stjórnvalda þremur vikum Kópavogsbúi: Á snjósleða úti á götu LÖGREGLUMÁL Eigandi snjósleða ákvað að prófa gripinn úti á götu nærri heimili sínu í ein- muna veðurblíðu í Kópavogi í gær. Lögreglu var tilkynnt um atburðinn og var maðurinn á heimili sínu að bóna sleðann þegar hana bar að. Maðurinn hafði nýlega keypt sleðann og ákvað að prófa hann þegar í stað. Hann keyrði göt- una Álfaheiði frá heimili sínu og til baka með þeim afleiðing- um að hjólför komu í götuna. Hann má eiga von á sekt fyrir athæfið. ■ ■ ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Líbíustjórn: Bætur fyrir sprengjuárás ÞÝSKALAND, AP Líbíustjórn hefur samþykkt að greiða bætur fyrir sprengjuárás sem var gerð á skemmtistað í Berlín árið 1986 og með því opnað fyrir bætt samskipti landanna segja þýskir embættis- menn. Þýska stjórnin og þýsk fyrirtæki eru nú reiðubúin að taka þátt í endur- skipulagningu líbísks efnahagslífs að sögn embættismanna. Að auki hefur Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, þegið boð Moammar Gaddafí Líbíuleiðtoga um að koma í opinbera heimsókn. Engin dagsetning hefur þó verið sett á þá heimsókn. ■ Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill Stundaskrá The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík einu sinni í viku frá 18-21. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN Kristín, ráðgjafi Ég hef mikin áhuga á að starfa með fólki, veita ráðgjöf varðandi fatnað, liti og förðun sem hentar hverjum og einum. Mér finnst námið bæði lifandi og skemmtilegt sem einnig hefur opnað margar dyr til frekari náms á þessu sviði. Ragnheiður, ráðgjafi Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og útliti. Námið opnaði mér nýja sýn á þetta áhugamál mitt. Auk þess er það mér mikils virði í tengslum við starf mitt. Svava, innkaupastjóri Isis Í því starfi sem ég er í þá þarf að hafa góða þekkingu á fata- samsetningu og tískustraumum til þess að velja rétta fatnaðinn og stærðir fyrir íslenskan markað. Námið hefur nýst mér mjög vel og gefur mikla framtíðarmöguleika. STRÆTISVAGNAR Stundum getur verið þröngt um strætis- vagna í borginni. Strætó bs. hefur farið fram á það við samgöngunefnd Reykjavík- ur að hugað verði að auknum forgangi vagna í borgarumferðinni. TIL HAFNAR Sjómenn semja um hlut af aflaverðmæti skipanna. Launin fara aldrei niður fyrir 127 þúsund á mánuði sem er trygging. Með nýrri tækni um borð í skipum og endurnýjun geta sjómenn átt von á miklum launahækkunum vegna aflagetu skipanna. Það vilja útvegsmenn að tekið sé tillit til í kjaraviðræum. HÓLMGEIR JÓNSSON Segir að sé horft til sögunnar hafi kjaraviðræður sjó- manna og útvegsmanna gengið eins fyrir sig síðustu ár. Árið 200 hafi verkfall hafist 12 mánuðum eftir að samningar runnu út. Nú séu liðnir átta mánuðir. JÁRNBLENDIÐ BORGAR UPPBÓT Í ágústbyrjun fengu starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins 6,7 milljóna króna launauppbót vegna hagnaðar fyrirtækisins. Starfsmennirnir deildu við Járn- blendið um hve stór hluturinn ætti að vera, en málið leystist fyrir milligöngu Verkalýðsfélags Akraness, að því er segir á vef- síðu verkalýðsfélagsins. Um 60 manns vinna hjá Járnblendinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.