Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 Ekkert virkar gegn kjarnavopnum Þær afleiðingar sem árásirnar á Hiros- hima og Nagasaki höfðu eiga að minna okkur á skyldu okkar til að vinna að því að minnka þá ógn sem að okkur stafar. Afvopnun hlýtur að vera lykilatriði. Það er ekki nóg að leita gereyðingarvopna í Írak og velta Saddam Hussein úr sessi. Kjarnorkuvopn eru líka gereyðingarvopn. Og eldflaug sem skotið er á loft, hvort heldur er með ásetningu eða fyrir mistök eða jafnvel vegna tæknilegrar bilunar, spyr ekki hvort við séum í NATO eða vor- um í hópi hinna staðföstu þjóða. Og kjarnaofn sem lekur hættir því ekkert þótt Íslendingar kunna að vera í hættu. Þess vegna þarf að draga úr hættunni. Því það þýðir lítið að hrista hausa hissa. Það virkar ekkert gegn kjarnavopnum eða geislamengun. Jón Einarsson á suf.is Ræða Kennedys Innsetningarræða John F. Kennedys í embætti forseta Bandaríkjanna árið 1961 er ein frægasta ræða 20. aldarinn- ar. Ræðan ber sterkan keim af bjartsýnni æsku, heitri hugsjón, skýrri söguvitun og einstakri málsnilld. Kennedy var fulltrúi nýrrar kynslóðar í Bandaríkjunum, sem stóð frammi fyrir sögulegum áskorunum: Átökum austurs og vesturs á tímum kjarnorkusprengja, frelsisbaráttu nýlenda í suðri og kynþáttaátökum innanlands. Kennedy hvatti bæði Bandaríkjamenn og aðra heimsborgara til að taka höndum saman og byrja upp á nýtt; hefjast handa við að byggja heim þar sem „hinir sterku er réttlátir, hinir veikburða öruggir og friðurinn tryggður“. Þorvarður Tjörvi Ólafsson á sellan.is Flatur skattur Samkvæmt frásögn The Wall Street Journal hafa ráðgjafar þýska fjármála- ráðuneytisins lagt til að skattkerfinu verði bylt með því að taka upp flatan 30% skatt á tekjur bæði einstaklinga og fyrirtækja. WSJ segir að þetta sé hátt á alþjóðlegan mælikvarða, í Rússlandi sé skattur á einstaklinga til dæmis 13%, en í Þýskalandi sé hagnaður fyrirtækja nú skattlagður um 37% og skattur á tekjur einstaklinga liggi á bilinu 16% til 45%. WSJ segir að flati skatturinn sé þegar við lýði í Rússlandi, Eistlandi, Slóvakíu og núna jafnvel í Írak og með tillögu þýsku ráðgjafanna hafi hugmyndinni að minnsta kosti verið hreyft í stærsta hag- kerfi Evrópu. Vefþjóðviljinn á andriki.is Áður dugði líkami og sál „Áður fyrr dugði manninum að hafa lík- ama og sál. Nú á dögum þarf hann líka að hafa vegabréf, annars er ekki farið með hann eins og mannlega veru.“ Þannig komst landflótta Rússi að orði á Sovétímanum langþreyttur á eftirliti og frelsissviptingu kommúnismans. Þessi orð komu upp í hugann er dómsmála- ráðherra boðaði nýja tegund af vegabréf- um með svonefndum „lífkennum“ í út- varpsviðtali á dögunum. En lífkenni er þýðing íslenskrar málstöðvar á enska orðinu „biometrics“ sem er samheiti yfir líffræðileg auðkenni einstaklinga, svo sem fingraför, rödd, andlits- og augnein- kenni. Davíð Guðjónsson á deiglan.com BRÉF TIL BLAÐSINS Sölustaðir um land allt · Sjá frekari upplýsingar á www.thinkpad.is Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Þú og Margverðlaunaðar fartölvur sem fanga hug þinn FARTÖLVUR IBM ThinkPad R51 - UJ032DE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b 11Mb · Allt að 4 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 2 ára neytendaábyrgð Tilboðsverð: 159.900 kr. IBM ThinkPad T42 - UC25WDE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 30GB diskur m/ APS fallvörn · 14” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 5 klst. rafhlöðuending · Þyngd aðeins 2,2 kg · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 189.900 kr. einstakt par IBM ThinkPad R51 - TJ9BRDE · Intel Pentium M 1,7GHz, 1MB flýtiminni · 512MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” Flexview TFT skjár (1400x1050) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 4:40 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 199.900 kr. IBM ThinkPad R50e - UR0BYDE · Intel Celeron M 330 1,4GHz, 512KB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 30GB diskur · 15” TFT skjár (1024x768) · Intel Extreme Graphics II skjákort · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 3:30 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 2 ára neytendaábyrgð Tilboðsverð: 134.900 kr. 6.052 .rk *IÐUNÁM Á 992.4 .rk *IÐUNÁM Á 739.4 .rk *IÐUNÁM Á 173.6 .rk *IÐUNÁM Á NÁMUTI LBOÐ 154.900 kr. Námufélögum Landsbankans býðst afar hagstæð tölvulán að hámarki 300.000 krónur í 3 ár. * Lán til 36 mánaða miðað við 9,15% vexti skv. vaxtatöflu Landsbankans 1. ágúst 2004. N Ý H E R J I / 1 40 Debet- og kreditkortanotkun eykst Hagfræðingar horfa jafnan mikið á tölur. Mismunandi tölur gefa mismunandi upp- lýsingar um ástand efnahagsmála hverju sinni. Lesa má margt um þróun einka- neyslu úr tölum um notkun debet- og kreditkorta. Seðlabankinn hefur birt tölur um notkun þessara korta fyrir fyrri helming þessa árs. Í heildina er upphæðin sem greidd var með debetkortum (eða tekin út úr hrað- banka) á tímabilinu janúar til júní á þessu ári 10% hærri en á sama tíma í fyrra. Aukn- ingin innanlands er svipuð, en ef tekið er tillit til verðbólgu, þá er aukningin í notkun debetkorta innanlands 7%. Aukning í fjölda færslna er ámóta, þannig að svo virðist sem hver færsla á þessu ári sé að raunvirði svip- uð og í fyrra. Við notum hins vegar debet- kortin meira erlendis á þessu ári en í fyrra, og er aukningin um 23%, en gengi krón- unnar var mjög svipað á fyrri helmingi þessa árs og í fyrra. Notkun debetkorta er- lendis er mest í því að taka út úr bönkum og svo virðist sem hver úttekt sé heldur hærri í ár en í fyrra. Allt eru þetta vísbend- ingar um að einkaneysla sé meiri á þessu ári en í fyrra. En hvað með kreditkortin? Svo virðist sem aukningin í notkun debetkorta sé meiri en notkun kreditkorta, eða nálægt 13% frá jan- úar til júní í fyrra miðað við sama tímabil í ár. Innanlands er aukningin heldur minni og þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu, er aukningin 7% eða sú sama og aukning í debetkortaveltu. Færslufjöldinn eykst held- ur minna, sem bendir til þess að hver færsla í ár sé hærri en var í fyrra. Á hinn bóginn erum við mun duglegri í að strauja kortin erlendis í ár en í fyrra. Aukningin er ríflega 30%, eða nálægt þriðjungur. Af þessu má draga þá ályktun að einka- neysla sé meiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn spáir 5% vexti einkaneyslu á þessu ári meðan fjármála- ráðuneytið spáir 5% aukningu. Miðað við notkun debet- og kreditkorta það sem af er ári, er þetta varfærin spá. Þá bendir aukn- ing í notkun debet- og kreditkorta til þess að skuldir heimilanna séu að aukast þar sem hún er nokkuð umfram launahækkun, en hún mældist 4% samkvæmt launavísi- tölu á þessum tíma. Þá er neysla okkar er- lendis mun meiri á þessu ári en í fyrra. Þetta leiðir að öðru óbreyttu til versnandi halla á þjónustuviðskiptum við útlönd. Á móti kemur að samkvæmt fréttum hefur fjöldi erlendra ferðamanna verið mun meiri hérlendis í ár en í fyrra og ef þeir hafa not- að debet- og kreditkortin í einhverjum mæli, þá vegur það á móti aukinni neyslu okkar erlendis. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR Af þessu má draga þá ályktun að einkaneysla sé meiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn spáir 5% vexti einkaneyslu á þessu ári. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.