Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 21
3MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 Tölvukaupalán fyrir námsmenn www.namsmenn.is Sæktu um á namsmenn.is EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR • Allt að 300.000 kr. tölvukaupalán • Lán til allt að 48 mánaða • Ekkert lántökugjald ATH! Öll lán eru háð útlánareglum Sparisjóðsins. Fyrstu 100 kaupendur fartölva hjá Pennanum sem eru í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins fá fylgihlutapakka að verðmæti 29.978 krónur frítt. Frábær tilboð Þú færð lán fyrir tölvunni og öllum þeim fylgihlutum sem þú þarft! ll . . l l il ll l j l Frábært ADSL tilboð fyrir námsmenn frá Margmiðlun á frábæru verði. • 10% afsláttur af ADSL áskrift • 10% afsláttur af ADSL búnaði • Frí uppsetning • 1 mánuður frítt 29.978 krónu r fyrir þig! Sólveig Elín Þórhallsdóttir sýn- ingarstjóri í Borgarleikhúsinu á ráð í pokahorninu handa þeim sem eru í bílakaupahugleiðing- um. „Ég hef ekkert vit á bílum en hef samt gert alveg frábær bílakaup. Kúnstin er að kaupa notaðan bíl sem er ekki ekinn of mikið og einhverjum hefur þótt vænt um á undan þér. Ég mæli með því að vera ekki of pjattaður á útlitið. Gott er að einhver sem hefur vit á bílum skoði hann með manni. Svo þarf að hugsa vel um bílinn, fara með hann reglulega í smurningu, tala við hann og dekra og þannig nærðu að eiga ódýran góðan bíl og keyra hann út frekar en að vera alltaf að skipta um bíl. Ég keypti mér tíu ára gaml- an bíl fyrir sex árum fyrir 160.000 krónur. Ég hugsaði vel um hann, skírði hann Einar og talaði um hann eins og fjöl- skyldumeðlim. Og hann launaði mér með því að lifa til sextán ára aldurs og fá síðan hægt og virðulegt andlát. Honum blæd- di út, bensínið lak úr honum og hann fór að ryðga í kjölfarið. Þá var orðið of mikið að til að hægt væri að gera við og leiðir okkar munu skiljast næstu daga. Þannig að nú fer ég á bila- sala.is á netinu og skoða bílana sem eru til sölu. Svo vel ég nokkra úr og fer á hjóli og skoða þá nánar og fæ svo bíla- fróðan mann til að velja með mér nýjan förunaut sem endist næstu árin þótt auðvitað komi enginn í staðinn fyrir Einar.“ ■ Gerði góð kaup á notuðum bíl: Enginn kemur í staðinn fyrir Einar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Sólveig og Einar áttu mörg góð ár saman. Ert þú Meðvitaður kaupandi? Margir kannast við að eyða mun meira en áætlað var þegar farið er út í búð. Hér fylgja nokkrar aðferðir til að tak- marka innkaupin og lækka matar- reikninginn. – Farðu vel yfir hillurnar í búðinni. Nýj- ustu vörurnar eru aftast og þær elstu fremst og dýrustu vörurnar eru líka oft í þægilegri augnhæð þannig að ef fólk er að flýta sér eru meiri líkur á að það grípi það dýrasta og hlaupi áfram. – Gerðu innkaupin helst snemma dags, til dæmis í hádeginu. Þú ert í betra formi og skarpari, ert fljótari að gera innkaupin og eyðir minna. – Farðu ein/n. Allir fjölskyldumeðlimir hafa skoðanir á því hvað á að vera til í eldhúsinu og litlir aðstoðarmenn geta verið dýrir í rekstri. – Reyndu að vera í jafnvægi þegar þú verslar. Allir vita að flestir kaupa meira ef þeir eru svangir en vissirðu að þú ert líklegri til að kaupa óhollustu og óþarfa ef þú ert þreytt/ur eða reið/ur? Ef þreytan plagar þig er líklegra að þú farir beint í kolvetnaríku fæðuna en ef þú hefur nýlega rifist við einhvern ferðu beina leið í skyndibita og stökka fæðu. – Haltu dagbók yfir það sem þú kaup- ir reglulega og taktu eftir því hvar það er ódýrast. Skráðu hjá þér verðið og verslaðu þar sem nauðsynjar þinnar fjölskyldu eru ódýrastar. – Flestar matvöruverslanir eru með til- boð á einhverju á hverjum degi. Ef þú sérð eitthvað af því sem er á borðum hjá þér nánast daglega á tilboði skaltu birgja þig upp. Lestu auglýsingarnar vel, það er ekki víst að fólkið á kassan- um viti nákvæmlega í hverju tilboðið felst og tveir fyrir einn þýðir líka sextán fyrir átta og svo framvegis. – Skoðaðu kvittanirnar og ekki hika við að spyrja ef þér finnst eitthvað óljóst þar. – Stórar pakkningar eru ekki alltaf ódýrari. Skoðaðu kílóverðið og farðu með vasareikni út að versla. – Bestu kaupin og lægsta verðið fara ekki endilega saman. Ekki kaupa óhollan eða skemmdan mat bara vegna þess að hann er ódýr. – Ákveddu í hvað þú ætlar að eyða pen- ingunum sem þú sparar á því að vera meðvitaður kaupandi og gerðu fjöl- skyldunni dagamun. Þá verður þetta allt saman miklu skemmtilegra. ■ Margir eiga í erfiðleikum með að skipuleggja matarinnkaupin. Ungir aðstoðarmenn geta lent á villi- götum í matarinnkaupum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.