Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 31
19MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 Í lok júlí sl. náðist rammasam- komulag hjá Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO) í Genf um lækkun landbúnaðarstyrkja, tolla- lækkanir og fleira, sem greiða á fyrir frekari fríverslun þjóða heims, m.a. með landbúnaðarvör- ur. Alþjóðaviðskiptastofnunin, áður GATT, Hið almenna sam- komulag um tolla og viðskipti, hefur um langt skeið unnið að al- mennri lækkun tolla á iðnaðarvör- ur og hefur náð verulegum ár- angri á því sviði. Erfiðara hefur reynst að ná árangri á því sviði að auka fríverslun með landbúnaðar- vörur. Ráðstefna WTO í Cancun í Mexíkó sl. haust snerist fyrst og fremst um landbúnaðarvörur en fór út um þúfur. Þess vegna var það mikið fagnaðarefni er fundur WTO í Genf náði rammasam- komulagi um landbúnaðarvörur 31. júlí sl. Það er mikið hagsmunamál fyrir þróunarríkin að viðskipti með landbúnaðarvörur verði gerð frjálsari með lækkun tolla og af- námi styrkja og niðurgreiðslna í iðnríkjunum og almennt. En ein- nig er þetta mikið hagsmunamál neytenda í þróuðum ríkjum eins og á Íslandi, þar eð þá geta land- búnaðarvörur lækkað í verði og neytendur fengið kjarabætur í því formi. Ætla hefði því mátt að ís- lensk stjórnvöld og samninga- menn Íslands í Genf hefðu fagnað rammasamkomulagi um lækkun landbúnaðarstyrkja og frjálsari viðskipti með búvörur. En það er nú öðru nær. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda, ráðherra og samn- ingamaður Íslands, keppast við að lýsa því yfir að Ísland geti örugg- lega fengið undanþágur og þurfi því ekki í bráð að lækka styrki til landbúnaðar mikið. Lesa má út úr þessum ummælum að Ísland geti haldið sömu höftum og áður í við- skiptum með búvörur og látið neytendur greiða jafnhátt verð og áður fyrir þær. Einn virtasti hagfræðingur samtímans, Jeffrey D. Sachs, var á ferð á Íslandi fyrir skömmu og flutti hann erindi hér. Gagnrýndi hann harðlega stefnu iðnríkjanna í málefnum þróunarríkjanna. Einkum gagnrýndi hann stefnu þeirra varðandi viðskipti með landbúnaðarvörur en ríku löndin hafa ekki viljað hleypa ódýrum landbúnaðarvörum inn á markaði sína. Mesta kjarabótin fyrir fá- tæku löndin væri að hér yrði breyting á. Í rauninni er það svo að fátæku löndin hafa ekki fengið að taka þátt í hnattvæðingunni. Ríku löndin hafa afnumið tolla á iðnaðarvörum og haft mikinn hag af því, m.a. með sölu slíkra vara til þróunarlanda, en þegar kemur að landbúnaðarvörum er annað uppi á teningnum. Ísland er að nokkru leyti undir sömu sök selt. Það hefur viljað vernda sinn land- búnað óeðlilega mikið. Viss vernd á rétt á sér en ekki svo mikil að ís- lenskir neytendur verði að greiða mikið hærra verð fyrir búvörur en erlendir neytendur. Styrkir íslenska ríkisins til landbúnaðarins eru með því mesta sem þekkist í ríkjum OECD. Þeir nema á ári um 10 milljörðum kr. Þetta er hár skatt- ur á íslenska neytendur og kom- inn tími til þess að lækka þessa styrki verulega. ■ Landbúnaðarstyrkir þurfa að lækka BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN LANDBÚNAÐUR Ekki á jákvæðu nótunum Í þau skipti sem ég les blessað Dagblað- ið þá hef ég ekki komist hjá því að lesa stutta pistla frá Björgvini nokkrum Guð- mundssyni, viðskiptafræðingi. Björgvin er greinilega með blint hatur á ríkis- stjórninni og þá sérstaklega Framsóknar- flokknum, maðurinn skrifar bara ekki um neitt annað og ekki á jákvæðu nótunum. Ég verð nú að segja að ég er nú dálítið hissa á DV að birta þetta dag eftir dag, þessi skrif hans Björgvins eru hvorki mál- efnaleg né skemmtileg lestrar. Björgvin er einungis að dreifa með mykjudreifar- anum og það er ekkert sem kemur manni á óvart í skrifum hans. Skrifin eru farin að minna mann á Helga Hóseasson mótmælanda Íslands en munurinn er þó Helga í plús, því Helgi er ekki að reyna að breyta skoðunum annarra, hann er bara að reyna að ná fram rétti sínum. Gestur Kr. Gestsson á hrifla.is Stórkostleg mismæli Í fyrradag ritaði [Bush forseti] undir lög um að auka fjárveitingar til varnarmála um hvorki meira né minna en 417 millj- arða dollara. Við það tilefni flutti hann ræðu fyrir hershöfðingja og háttsetta yfir- menn úr Pentagon þar sem hann reyndi að brýna þá til dáða, m.a. með eftirfar- andi orðum: „Our enemies are innovati- ve and resourceful, and so are we. They never stop thinking about new ways to harm our country and our people, and neither do we“. Þetta eru vægast sagt stórkostleg mismæli. Af þeim sökum skyldi maður ætla að áheyrendum hefði brugðið nokkuð í brún. Það gerðist hins vegar ekki, e.t.v. vegna þess að menn eru orðnir vanir mismælum forsetans (enda verður að álíta það útilokað að þeir hafi ekki túlkað orðin sem mismæli og talið það sjálfsagðan hlut að forsetinn og rík- isstjórnin vildu skaða landið og þegna þess). Hvað sem því líður má segja að í téðum orðum sé fólgið nokkurt sann- leikskorn þar sem stefna ríkisstjórnar Ge- orge W. Bush er einfaldlega skaðleg fyrir Bandaríkin og bandarísku þjóðina. Þórður Sveinsson á mir.is Að njóta ávaxta eigin erfiðis Réttara væri að hver og einn mundi sjálf- ur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir ný- bakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerf- ið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst. Friðbjörn Orri Ketilsson á frjalshyggja.is AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.