Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 32
Uppsveitarvíkingurinn var krýnd- ur á Grímsævintýri í Grímsnes- og Grafningshreppi. Það var enginn annar en kraftajötuninn Magnús Ver Magnússon sem hampaði titlin- um eftir nokkuð harða keppni. Meðal þess sem víkingarnir tóku sér fyrir hendur var að draga dráttarvélar og ýta heyrúllum. Í til- efni af keppninni og Grímsævin- týrinu opnaði hinn nýi uppsveitar- víkingur heimsíðu uppsveita Ár- nessýslu, sveitir.is. Tombóla kvenfélagsins var ein- nig á sínum stað en hún hefur ver- ið haldin allt frá árinu 1926 og heppnaðist ótrúlega vel og kunnu gestirnir vel að meta nýbakaðar flatkökur með smjöri. ■ „Ég er að klára bók og það vill þan- nig til að bókin fjallar að miklu leyti um afmæli. Rammi sögunnar, sem nefnist Samkvæmisleikir, er þrítugsafmæli aðalpersónunnar sem er prentnemi í Reykjavík. Ég læt mér því nægja að vera í því af- mæli í dag,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur en hann er 42 ára í dag. „Ég er búinn að vinna í þessari sögu í tvö ár með hléum, þannig að ég er orðinn ansi þaulsetinn í af- mæli aðalpersónunnar, og get vel hugsað mér að vera aukapersóna á afmælisdeginum mínum. En svo er ég líka að fara í giftingarveislu á morgun og þrítugsafmæli hinn, þannig að minni eigin afmælis- veislu væri eiginlega ofaukið í vik- unni.“ Bragi neitar því þó ekki að hann hafi gaman af því að halda upp á daginn. „Sérstaklega eftir- minnilegur er afmælisdagurinn fyrir sirka 15 árum þegar við í Sykurmolunum vorum að spila í Breiðholtinu. Afmælið byrjaði klukkan tíu um morguninn með kældum vodka og hvítvíni. Hljóm- sveitin átti að spila um miðjan dag- inn á útitónleikum en stuttu áður en við áttum að fara á svið var veislan og gleðin farin að segja svo mikið til sín að ég var búinn að steingleyma tónleikunum, að ég væri að vinna þennan dag, og þar að auki var ég horfinn úr veislunni og fannst ekki. Það var því auglýst eftir mér í útvarpinu.“ Bragi fannst þó á endanum og tónleik- arnir sluppu fyrir horn. Í sumar hefur Bragi ekki tekið neitt formlegt sumarfrí heldur skroppið til Eyrabakka í viku og í helgarferð til Færeyja. „Smekk- leysa var að setja upp sýningu í Færeyjum sem er lítil útgáfa af „Humar og frægð“ sem var í Hafn- arhúsinu fyrir ári síðan og í Kaup- mannahöfn í vor. Við settum hana upp í Fuglafirði sem er nógu lítil byggð til þess að það mætti enginn á opnun sýningarinnar á föstudag- inn!“ Á laugardeginum var Smekkleysa með tónleika og upp- lestur í Fuglafirðinum en þá mættu að sögn Braga allt að tveir tugir innfæddra. „Upprunalega var hugmyndin ekkert svakalega góð að vera með sýninguna í Fuglafirði en ekki Þórshöfn,“ segir Bragi. „En vondar hugmyndir kveikja góðar.“ Framundan er hins vegar skáldsagan um afmælisbarnið og prentnemann en hún kemur út fyrir jólin. vbe@frettabladid.is 20 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR STEVE WOZNIAK Annar af stofnendum Apple-tölvufyrirtækisins er 54 ára í dag. Á þessum degi fyrir 22 árum var Krays-tvíburabræðrunum al- ræmdu sleppt úr fangelsi til að fara í jarðarför móður sinnar, Violet Kray, sem hafði dáið 72 ára gömul. Þetta var í fyrsta sinn sem bræðurnir, sem þá voru 49 ára, fóru út á meðal almennings síðan þeir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi árið 1969. Bræðurnir mættu í jarðarför- ina hvor í sínu lagi, báðir handjárn- aðir við fangaverði og umkringdir lögreglumönnum. Ronnie Kray var fluttur frá Broadmoor-geðveikrahælinu þar sem hann hafði dvalið undanfarin fjögur ár. Bróðir hans Reggie var aftur á móti fluttur frá Parkhurst- fangelsinu þar sem hann var undir strangri öryggisgæslu. Töluvert af frægu fólki og kunn- um undirheimapersónum mættu í jarðarförina enda þekktu Krays- bræðurnir fjölmarga síðan þeir létu til sín taka í undirheimum London. Þar voru þeir, ásamt eldri bróður sínum Charlie, þekktir fyrir grimmd sína. Löggan náði loks í skottið á þeim og handók þá fyrir morðin á George Cornell og Jack „The Hat“ McVitie.“ Árið 1990 var gerð kvikmynd um bræðurna sem vakti mikla at- hygli. Ronnie Kray dó úr hjartaá- falli í fangelsi árið 1995 en Reggie lést úr krabbameini árið 2000. ■ ÞETTA GERÐIST KRAYS-BRÆÐUR MÆTA Í JARÐARFÖR 29. júlí 1958 „Never trust a computer you can’t throw out a window“. Steve Wozniak gefur almenningi heilræði varð- andi samskipti þess við tölvur. Úr fangelsi í einn dag Verður í öðru afmæli AFMÆLI: BRAGI ÓLAFSSON RITHÖFUNDUR ER 42 ÁRA Í DAG Uppsveitavíkingurinn BRAGI ÓLAFSSON Hann er að leggja lokahönd á nýja skáldsögu, Samkvæmisleikir. ÚR MYNDINNI UM KRAY-BRÆÐUR Bresku Krays-bræðurnir létu engan í undir- heimum London valta yfir sig. LOFTAÐI SVEITARSTJÓRANUM Magnús Ver lyftir Margréti Sigurðardóttur hátt á loft. F2409080 4 Wozniak alexía pálsdóttir Þeim sem vildu minnast hennar er bent á St. Franciskuspítalann í Stykkishólmi. Börn hinnar látnu. Ástkær móðir okkar, sem lést á St. Franciskuspítalanum í Stykkishólmi 3. ágúst sl. verður jarðsungin fimmtudaginn 12. ágúst nk. frá Stykkishólmskirkju kl. 14. jakob eiríksson Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, lést á Hrafnistu laugardaginn 31. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Borghildur Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Finnbogi Sigmarsson, Garðavegi 15, Hafnarfirði, lést mánudaginn 9. ágúst. Birgir Finnbogason, Hrafnhildur Blomsterberg, Lilja María Finnbogadóttir, Árni Baldursson og barnabörn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Síminn á Fréttablaðinu er 550 5000 Hér getur þú komið á framfæri tilkynningum um andlát svavar karlsson Esjuvöllum 10, Akranesi, sem lést miðvikudaginn 4. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 14. Unnur Jónsdóttir, Sigríður Steinsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Haukur Hannesson, Sigrún Birna Svavarsdóttir, Jóhann Þórðarson, Viðar Svavarsson, Fjóla Ásgeirsdóttir, Jón Karl Svavarsson, Helga Sesselja Ásgeirsdóttir, Jökull Freyr Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.