Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 39
Górillan Kókó hefur öðlast heims- frægð fyrir að læra yfir þúsund samskiptatákn en ekki alls fyrir löngu tjáði hún The Gorilla Foundation í Woodside að hún fyndi fyrir sársauka. Apinn hefur verið í þjálfun hjá Francine Patt- erson um árabil og var því beðinn um að lýsa hversu mikill sársauk- inn væri á skala frá 1 til 10. Sýndi Kókó að henni væri verulega illt með því að benda á töluna 9. Tólf sérfræðingar voru kallaðir á stað- inn, nef- háls- og eyrnalæknar, dýralæknar, röntgentæknar, hjartalæknar og tannlæknar til að gera alhliða líkams- skoðun á apanum. Górillan, sem býr í einskonar lúxusbúri, útbúnu með sjónvarpi, dvd-spilara, leikföngum, klósetti og rúmi, tók vel á móti fagmönnunum sem komu til að veita henni aðstoð. Kókó bað einn þeir- ra, rauðklædda konu, um að koma nær sér en þá rétti konan henni nafnspjaldið sitt. „Kókó móðgað- ist, tók við spjaldinu og át það,“ segir Patterson. „Hún er mjög skýr og nákvæm og kom okkur loks í skilning um að henni væri illt í tönnunum.“ Górillan hélt upp á 33 ára af- mæli sitt 4. júlí og var skoðuð frá toppi til táar af læknunum. Í ljós kom að hún er við hestaheilsu og getur auðveldlega orðið fimmtug. Kókó og Ndume, maki hennar til ellefu ára sem er ótalandi, hafa gert ítrekaðar tilraunir til að eignast afkvæmi en án árangurs. Í læknisskoðuninni fannst ekkert sem benti til að Kókó væri ófrjó eða ætti í erfiðleikum með að bera fram ungviði. ■ 27MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 Veiðiskapurinn gengur enn vel þessa dagana. Sérstaklega hefur aukist veiðin í flestum ám í Borg- arfirðinum eftir að rigna tók um verslunarmannahelgina og vatnið jókst í ánum. „Veiðin hefur gengið vel í Hrútafjarðará og núna eru komnir yfir 300 laxar úr ánni,“sagði Þröst- ur Elliðason sem staddur var í Breiðdalnum en þar hefur veiðst vel síðustu daga eins og Hrútafirð- inum. „Hollin hafa verið að fá mjög góða veiði í Hrúta- fjarðaránni og allt fæst þetta á fluguna. Breiðdalsá er komin með 185 laxa og það er tvöföldun á þeirri veiði sem var á sama tíma fyrir ári. Það er mikill lax víða í ánni. Laxá í Nesjum hefur gefið 60 laxa og holl sem sem var þar fyrir skömmu veiddi 10 laxa fyrir há- degi einn daginn. Sjóbirtingurinn er byrjaður að koma á Selbúða- svæðið í Grenlæknum og sumir fiskanna eru vænir, veiðimenn sem voru þar fyrir fáum dögum sáu mikið af fiski.“ Í Svartá er einnig góður gangur og að sögn Bjarna Ómars Ragnars- sonar, formanns Stangveiðifélags Reykjavíkur fór veiðin af stað eftir að Blanda fór á yfirfall og eru komnir rúmlega 200 laxar á land. „Í Norðurá og Kjósinni gengur veiði- skapurinn vel og í Andakílsá hefur líka verið góð veiði en þar eru komnir yfir 50 laxar. Gljúfurá hef- ur líka verið að gefa ágæta veiði,“ sagði Bjarni ennfremur. Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi hefur gefið 430-440 og mikið er af fiski í ánni, hollinn hafa verið að fá mest um 70 laxa. ■ GÓÐ VEIÐI ÚR BREIÐDALSÁ Erlendur veiðimaður með lax í Breiðdalsá fyrir fáum dögum síðan en í gærdag voru komnir 185 laxar á land. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G . B EN D ER VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Frábær gangur í Hrútafjarðará „Framkvæmdir undanfarinna ára hafa miðað að því að breyta hús- inu, sem upphaflega var byggt sem einbýlishús, í safn,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir fram- kvæmdastjóri Gljúfrasteins en safn skáldsins verður formlega opnað almenningi þann 4. septem- ber næstkomandi. Gljúfrasteinn var byggður í Mosfellssveit árið 1945 og tók að- eins sex mánuði að reisa húsið. Auður Laxness hefur sagt frá því að erfitt hafi verið að fá efni til byggingarinnar á þessum tíma og að alla tíð frá byggingu hafi húsið þurft töluvert viðhald. Í bókinni Á Gljúfrasteini kemur fram að Hall- dór Laxness hafi þreyst á fram- kvæmdunum og hafi þurfti næði við skriftirnar enda sagðist hann sjálfur vera að reisa húsið með pennanum sínum. Heimsókn í hús skáldsins að Gljúfrasteini verður þríþætt ævin- týraferð fyrir gesti og gangandi. „Það verður hægt að fara í skoðun- arferð um húsið sjálft þar sem hægt er að upplifa heimili og vinnustað Halldórs Laxness,“ seg- ir Guðný Dóra. „Á Gljúfrasteini er að finna ógrynnin öll af persónu- legum munum, upprunaleg hús- gögn skáldsins, flygil Halldórs, bækurnar hans, púltin og blýant- ana svo eitthvað sé nefnt.“ Í skoðunarferðinni verður not- ast við hljóðleiðsögn. „Fólk fær heyrnartól og tæki til að hlusta á ýmiss konar frásagnir. Við heyrum til dæmis rödd Auðar Laxness þar sem hún segir frá ákveðnum at- burðum og hlutum í húsinu sem er ómetanlegt fyrir safnið. En við heyrum jafnframt í píanóinu og síðast en ekki síst heyrum við Halldór sjálfan tala.“ Auk skoðunarferðarinnar verð- ur hægt að sjá margmiðlunarsýn- ingu í bílskúrnum að Gljúfrasteini og fara í gönguferð umhverfis hús- ið. „Margmiðlunarsýningin verður á snertiskjám og þar er einblínt á 20. öldina og ævi og störf Halldórs. Við fáum fjölbreyttar myndir af honum frá öllum æviskeiðum og sjáum kvikmyndir sem gefa aðra innsýn inn í heimsóknina. Fólk get- ur svo upplifað umhverfið við Gljúfrastein, Halldór gekk sjálfur mjög mikið þarna í kring og þarna er margt að skoða, meðal annars garð með sundlaug sem Halldór lét byggja í kringum 1960.“ Guðný Dóra hefur haft aðsetur að Gljúfrasteini síðan í janúar þeg- ar hún hóf störf sem fram- kvæmdastjóri. Áður hafði hún haft umjón með hundrað ára afmælis- hátíð Halldórs Laxness sem haldin var í Mosfellsbæ árið 2002. „Eins og allir Íslendingar hef ég haft mikinn áhuga á störfum Halldórs Laxness og notið þess að lesa bæk- urnar,“ segir Guðný sem hefur lagt mikið upp úr góðu samstarfi við fjölskyldu Halldórs Laxness við framkvæmdirnar og stjórn Gljúfrasteins sem er skipuð þeim Þórarni Eldjárn, formanni, Guð- mundi Heiðari Frímannssyni og tengdasyni Auðars og Halldórs, Halldóri Þorgeirssyni. Ráðgjafi stjórnar er Þorsteinn Gunnarsson arkitekt en byggingadeild forsæt- isráðuneytisins hefur haft yfirum- sjón með framkvæmdum við Gljúfrastein. Í apríl 2002 keypti íslenska rík- ið Gljúfrastein ásamt þeim lista- verkum sem húsið prýða. Þá undir- ritaði Auður Laxness gjafabréf þar sem íslensku þjóðinni voru gefnir allir innanstokksmunir á Gljúfra- steini. Heimsókn í safnið kemur til með að kosta 500 krónur en aldrað- ir og börn fá afslátt af gjaldinu. ■ STOFA SKÁLDSINS Hér má líta stofu Halldórs Laxness í upprunalegri mynd. Í GLJÚFRASTEINI Guðný Dóra Gestsdóttir er framkvæmdastjóri Gljúfrasteins en Þórarinn Eldjárn er formað- ur stjórnarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Reisti húsið með pennanum SAFN GLJÚFRASTEINN ■ verður opnaður almenningi 4. sept- ember og mun þar kenna ýmissa grasa. Górilla óskar eftir tannlækni ■ SKRÝTNA FRÉTTIN MDF00699.jpg KÓKÓ Górillan kann yfir þúsund tákn til að gera sig skiljanlega og tjáði þjálfara sínum að henni væri illt í tönnunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.