Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 40
Íslandsvinirnir í Pixies ætla að spilaí New York í fyrsta sinn í þrettán ár dagana 12. og 13. desember. Sveitin, sem er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin, spilaði síðast í borginni 23. nóvember 1991 á The Ritz. Sterkur orðrómur er jafnframt uppi um að Pixies ætli að gefa út nýja hljóðversplötu á næsta ári. Ofurfyrirsætan NaomiCampell hefur neitað að hafa slegið þjónustu- stúlku sína í andlitið. Að sögn stúlkunnar, sló Campell hana í andlitið í íbúð sinni í Manhattan og kastaði veskinu hennar síðan út um glugg- ann. Stúlkan kærði Campell og von- ast til að fá eitthvað fyrir sinni snúð. Campell er stödd í New York til að sinna leiklistarnámi. Óskarsverðlaunahafinn HalleBerry segist vera hæstánægð með útlit sitt og hræðist ekki að eld- ast. Hún segir að þeldökkar konur verði ekki eins hrukkóttar og þær hvítu þegar þær eldast. „Dökkar konur á mín- um aldri þurfa eigin- lega ekki að hafa nein- ar áhyggjur,“ sagði hún. „Amma mín er á níræðisaldri og hefur mjög góða húð. Von- andi þarf ég ekki að hugsa um að fara í Botox-meðferð fyrr en ég verð 80 ára.“ 28 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI ■ KVIKMYNDIR ■ KVIKMYNDIR ■ FÓLK ■ Tónlist í dag Einn á dag leitar réttar síns vegna trygginga Nýtt stríð við Norðmenn Seldi Fróða Flaug til Spánar UNGFRÚ HENDRIX Eistneska fyrirsætan Mari-Liis Ivalo klæddist jakka úr eigu gítarhetjunnar látnu, Jimi Hendrix, þegar tilkynnt var um opnun Marquee-klúbbsins. Enn bætist í leikarahópinn í nýju Harry Potter-myndinni um eld- bikarinn. Fregnir herma að Miranda Richardson hafi tekið að sér hlutverk fréttakonunnar Ritu Skeeter. Miranda er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í myndunum The Hours, Sleepy Hollow og The Crying Game. Ekki síst er hún samt þekkt fyrir hlutverk sitt sem „Queenie“ í sjónsvarpsþáttunum Black Adder. Áður en við sjáum hana sem fréttakonuna sem hun- deltir Harry Potter og á eftir að gera líf hans leitt, birtist hún okkur á hvíta tjaldinu í Óperu- draugnum. Nú þegar hefur verið tilkynnt að Ralph Fiennes muni fara með hlutverk hins illa Lord Voldemort. Aðrir nýliðar í leikaraliðinu eru Brendan Gleeson sem Mad-Eye Moody, Frances De La Tour sem fer með hlutverk Madame Max- ime, Roger Lloyd-Pack sem Barty Crouch, Pedja Bjelac sem pró- fessorinn Igor Karkaroff og að lokum Jeff Rawel sem Amos Diggory og David Tennant sem Cedric Diggory. Tökur á mynd- inni eru þegar hafnar en myndin verður frumsýnd í byrjun nóvem- ber árið 2005. ■ Fjölgun í Harry Potter MIRANDA RICHARDSON Hún mun fara með hlutverk blaðakonunnar Ritu Skeeter í nýju Harry Potter-myndinni. Rapparinn 50 Cent lenti ásamt 27 manna fylgdarliði á Keflavíkur- flugvelli í morgun. Ekki er búist við því að þeir nái að skoða land og þjóð að einhverju ráði því þeir þurfa að fara af landi brott strax í fyrramálið. Tónleikarnir í kvöld eru þeir fyrstu í Evróputúr þeirra félaga sem mun standa yfir í mánuð. Næsti viðkomustaður þeirra er Finnland. Með 50 Cent eru félagar hans í G-Unit. Það eru rappararn- ir Lloyd Banks og Young Buck en báðir gefa þeir út sínar fyrstu sólóplötur í sumar. Smáskífa Lloyd Banks, On Fire, rýkur nú upp vinsældalistana í Bandaríkj- unum. 50 Cent og félagar hafa lof- að brjálaðri stemmingu í Höllinni og ekkert hefur verið til sparað varðandi ljósasýningu og hljóð- kerfi. Þeir munu taka efni af plöt- unum Get Rich or Die Trying og Beg For Mercy. Auk þess munu þeir frumflytja efni af nýju plöt- um Lloyd Banks og Young Bucks. Þeir sem hita upp í Höllinni í kvöld verða Quarashi, XXX Rottweiler, Geno Sydal, HuXun, Dj Rampage og O.N.E. Quarashi mun frumflytja glænýtt efni sem kemur út í haust. Þetta mun hins vegar vera í síðasta skiptið sem Rottweiler koma saman en þeir hafa lofað brjáluðum tónleikum og munu þeir kynna til sögunnar nýja hljómsveit er kallar sig Hæsta höndin. Hinar sveitirnar eru allar að vinna að nýju efni sem kemur út á næstunni. Þetta verða án efa stærstu hiphop-tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi og því ómissandi fyrir alla tónlistaráhugamenn. Mikil eftirspurn hefur verið síð- ustu daga eftir miðum og eru nú aðeins innan við 500 miðar eftir. Verða þeir til sölu í Laugardals- höllinni í dag og opnar miðasla klukkan 12. Hip hop-veislan hefst síðan klukkan 18.30 í kvöld þegar Huxun stígur á stokk. ■ 50 Cent og félagar lofa brjálaðri stemmningu 50 CENT Rapparinn 50 Cent mun skemmta Íslend- ingum í Laugardalshöll í kvöld. Ofurfyrirsætan Heidi Klum seg- ist ekki hafa miklar áhyggjur af dóttur sinni, þrátt fyrir að hún muni ekki alast upp með föður sínum, Flavio Briatore. „Tímarn- ir hafa breyst,“ sagði hún við dag- blaðið Bild. „Foreldrar voru ein- ungis saman því það er það sem fólk bjóst við af þeim.“ Hún sagð- ist jafnframt hafa uppgötvað að það er mun auðveldara að vera móðir en hún hafði gert ráð fyrir. „Þetta er allt mun einfaldara en ég hélt en kannski er það vegna þess að Leni er ekki mjög erfitt barn. Hún grætur bara þegar hún virkilega þarf á einhverju að halda.“ ■ Breyttir tímar HEIDI KLUM Segir það lítið mál að vera mamma. Fatalína frá Pharrell Pharrell Williams, upptökustjóri og liðsmaður hljómsveitarinnar N.E.R.D., hefur skrifað undir samning við fyrirtækið Reebook um að framleiða eigin fatalínu. Japanski hönnuðurinn Nigo mun hafa umsjón með verkefninu. Fyrst koma á markað í septem- ber skór sem kallast Ice Cream. „Þetta er frábært tækifæri til að skapa okkur sérstöðu á meðal þeirra sem framleiða strigaskó,“ sagði Pharrell. „Ice Cream-skórn- ir er allt það sem áhugamenn um flotta skó þarfnast.“ ■ PHARRELL WILLIAMS Pharrell Williams ætlar að hefja fram- leiðslu á sinni eigin fatalínu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.