Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 42
Leikstjórinn Spike Lee hefur lokaðkvikmyndafyrirtæki sínu í Los Ang- eles og dregið úr starfsemi þess í New York vegna niðurskurðar. Fyrir- tækið kallast 40 Acres and a Mule og framleiddi meðal annars myndina 25th Hour. Leikkonan Demi Moore og ástar-hnoðrinn hennar, Ashton Kutcher, þurftu að yfirgefa húsgagnaverslun í Los Angeles eftir að sást til þeirra í keleríi á rúmi sem var þar til sölu. Þau hættu víst ekki atlotunum fyrr en einn búðargestur sagði þeim að fá sér herbergi. Moore og Kutcher ætla sennilega að gifta sig á þessu ári. Verður athöfn- in haldin í Ísrael að Kabbalah-sið. Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjafor-seti, hefur hafnað boði um að verða gestur þáttarins Satur- day Night Live. Framleiðend- ur þáttarins voru vongóðir um að Clinton myndi láta gamminn geisa en þeim varð því miður ekki að ósk sinni. Eitthvað segir mér að best sé að hlusta á þessa plötu í amerískum blæjubíl á ferðinni eftir þjóð- veginum. Sól skín í heiði, sól- gleraugun uppi og rykið á þurr- um malarveginum þyrlast upp í loftið. Töffararnir í Singapore Sling eru við sama heygarðshornið á þessari nýju plötu sinni. Letilegt eyðimerkurrokkið, vælandi feedback í bakgrunni og einfald- leikinn; allt er þetta til staðar. Breytingin er ekki mikil frá því á síðustu plötu og kannski ekki mikil þörf á því. Hún virkaði nefnilega vel og skapaði sveit- inni sinn eigin stíl. Það helsta sem var að þar voru svipaðar lagasmíðarnar sem leiddi til þess að platan varð þreytandi til lengdar. Sama er uppi á teningn- um hér. Platan hefði mátt vera svona fjórum lögum styttri og þannig mun hnitmiðaðri og ekki alveg jafn drungaleg. Engu að síður er þetta ágætis- gripur með mörgum fínum lög- um á borð við Sunday Club, Cur- se Curse Curse, titillagið, J.D., Sugar og Living Dead. Allt sam- an góð lög sem eiga eftir að stan- da fyrir sínu á rykugum þjóð- vegum landsins. Freyr Bjarnason Leikkonan Fay Wray, sem er þekkt-ust fyrir hlutverk sitt í King Kong frá árinu 1933, er látin 96 ára að aldri. Hún lék í m ö r g u m hry l l i ng s - myndum á sínum tíma og varð þekkt sem fyrsta öskur- drottningin í Hollywood. Eftir að Wray sló í gegn í King Kong fór heldur lítið fyrir henni. 30 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Rykmökkur á þjóðveginum SINGAPORE SLING: LIFE IS KILLING MY ROCK´N ROLL GOODBYE LENIN kl. 5.40, 8 og 10.20 SHREK 2 kl. 4 og 6 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI KING ARTHUR kl. 8 og 10.30 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.30 HARRY POTTER 3 kl. 5.30 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 8 og 10.30 M/ENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 40 þúsund gestir SÝND kl. 5.40, 8, 9.10, 10.30 B.I. 14 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS kl. 6, 8.30 og 1144.000 GESTIR „Öðruvísi og spennandi skemmtun" HHH S.V. Mbl. Missið ekki af svakalegum spennu- trylli af bestu gerð SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 14 SÝND kl. 5 og 7 M/ÍSL.TALI SÝND kl. 5, 7, og 9 M/ENSKU TALI SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA SÝND kl. 5, 8 og 10.40 HHH - Ó.H.T. Rás 2 FRÁBÆR SKEMMTUN FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA HHH1/2 Fréttablaðið "Þetta er mynd sem fékk mig til að hugsa" Sigurjón Kjartansson HHH G.E. - ísland í bítið/Stöð 2 HHH kvikmyndir.com SÝND kl. 3.30, 5.45, 8, 10.30 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.30 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI CRIMSON RIVERS 2 kl. 8 og 10.15 Sjáið frábæra gaman- mynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Uppáhaldsköttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Toppmyndin á Íslandi HHH1/2 Fréttablaðið "Þetta er mynd sem fékk mig til að hugsa" Sigurjón Kjartansson HHH G.E. - ísland í bítið/Stöð 2 HHH kvikmyndir.com Önnur söluhæsta fartölvan í Evrópu tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækniACERFARTÖLVUR Laugavegi 32 sími 561 0075 Kirk Hammett, gítarleikari Metallica, segir að heimildar- myndin um sveitina, Some Kind of Monster, hafi gengið of langt í að greina frá sannleikanum. Ýmislegt gengur á í myndinni. Meðal annars rífast hljómsveitar- meðlimirnir innbyrðis auk þess sem sálfræðingur fylgir þeim eft- ir hvert fótmál. „Þetta gekk of langt,“ sagði Hammett í viðtali við electricbasement.com. „En það gerir myndina eins góða og hún er. Þetta er öfgafull mynd, til dæmis varðandi það hversu mikið við opnuðum okkur fyrir framan myndavélarnar.“ Hammett segist jafnframt vera vanur því að ganga á milli söngvarans James Hetfield og trommarans Lars Ulrich þegar þeir rífast. „Ég hef alltaf verið góði gaurinn. Ég hef verið í þessari aðstöðu í tuttugu ár og fyrst núna nær einhver að festa það á filmu,“ segir hann. „Fólk áttar sig ekki á að ég hef verið í þessu hlutverki síðan ég gekk til liðs við hljómsveitina 1983. Hvort sem þú kallar það að miðla málum eða vera í dómara- hlutverki þá finnst mér skrýtið að fólk sýni þessu áhuga fyrst núna.“ ■ Öfgafull mynd KIRK HAMMETT Kirk Hammett segist vera van- ur því að miðla málum á milli James Hetfield og Lars Ulrich. M YN D /H AR I ■ TÓNLIST HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 08 09 10 11 12 13 14 Miðvikudagur ÁGÚST ■ ■ TÓNLEIKAR  15.30 Píanóleikararnir Morten Heide Hansen frá Danmörku, og Rogelio Flores Aguirre frá Mexíkó, sem nefna sig Duo Heide-Flores, flytja klassiska tón- list fjórhent á píanó í Norræna húsinu.  22.00 Jazztríó Andrésar Þórs kemur fram á Næsta bar. Ásamt Andrési, sem leikur á gítar, eru í tríóinu þeir Sigurður Flosason saxófónleikari og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson kontrabassa- leikari.  22.00 Gummi Jóns leikur og syng- ur eigin lög, einn síns liðs með gítarinn, á Þinghúsbarnum, Hvammstanga. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Elton John, Destiny’s Child, Mary J. Blige og Lenny Kravitz munu stíga á stokk fyrir opnunarleik keppnistímabilsins í ameríska fót- boltanum sem fer fram 9. septem- ber. Þá eigast við New England Patriots og Indianapolis Colts. Skipuleggjendur tónleikanna ætla ekki að láta sömu mistök endurtaka sig og á Super Bowl-úr- slitaleiknum í febrúar þegar Janet Jackson beraði brjóst sitt í hálfleik með hjálp Justin Tim- berlake. Olli atvikið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum enda um beina útsendingu að ræða sem milljónir manna sáu. Fylgst verður náið með æfing- um allra tónlistarmannanna og undirbúningi þeirra fyrir tónleik- ana. Það var ekki gert fyrir Super Bowl-leikinn, sem tónlistarstöðin MTV hafði umsjón með. „Við munum hafa fulla stjórn á þeim sem koma fram, þar á meðal laga- valinu, dansatriðunum og klæðn- aðinum,“ sagði talsmaður NFL- deildarinnar. „Við erum handviss um að við séum að beita réttu að- ferðunum.“ ■ Engin ber brjóst á opnunarleik NFL ■ TÓNLIST JANET JACKSON Janet Jackson verður varla boðið að syngja aftur á tónleikum á vegum NFL-deildarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.