Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HITABYLGJA Á LANDINU Víðast bjartviðri. Hætt við þokulofti við sjávar- síðuna. Hiti víðast 17-25 stig en svalara í þokunni. Sjá síðu 6. ● draugar óperunnar Sér um gítarleik í nýrri stórmynd Friðrík Karlssson: ▲ SÍÐUR 26 ● ekki með á næsta ári Sigraði Rímnastríðið Dóri DNA: ▲ SÍÐUR 30 ● unnu grindavík 2-1 Framarar af botninum LANDSBANKADEILD KARLA: ▲ SÍÐA 22 10. ágúst 2004 – 215. tölublað – 4. árgangur SJÚKRABÍLAR ÁN SKOÐUNAR Sú fyrsta af alls fjórum sjúkrabifreiðum sem keyptar voru af ítalska verktakanum Impregilo við Kárahnjúka fékk loks fulla skoðun í vik- unni. Heilt ár er liðið síðan bifreiðarnar voru teknar í notkun. Sjá síðu 2 ÁFRAMHALDANDI HLÝINDI Hiti fór víða vel yfir 20 gráður í gær, meðal annars í höfuðborginni. Búist er við áfram- haldandi hlýindum fram á sunnudag. Leifar fellibylsins Alex dæla hingað heitu lofti, að sögn veðurfræðings. Sjá síðu 4 STRÆTÓLEIÐUM FÆKKAR Almenn- ingssamgöngur eiga að verða raunhæfur val- kostur með nýju leiðakerfi Strætó bs. Helstu markmið eru að fjölga farþegum og ferðatíma fólks. Leiðum fækkar úr 35 í 19. Sjá síðu 6 Á MARKAÐ EFTIR ÁRAMÓT Actavis verður ekki skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum fyrr en eftir áramót. Hagnaður fyrsta hálfa árið er meiri en í fyrra. Hægar gengur að byggja markaði í Búlgaríu en vonir stóðu til. Sjá síðu 8 Guðmundur og Fjóla: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Heilsubótargöngur í Fossvogsdal ● heilsa 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SAMGÖNGUR Unnið er að gatna- framkvæmdum víða í Reykjavík og hafa ökumenn orðið varir við nokkrar umferðartafir vegna þessa. Að sögn Höskuldar Tryggva- sonar, hjá Gatnamálastjóranum í Reykjavík, er helst hætta á um- ferðartöfum við færslu Hring- brautar í Vatnsmýrinni og á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þar er verið að gera gönguleið á gatnamótum öruggari eins og gert hefur verið á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þá er einnig unnið að endurgerð Skeiðarvogs og Suð- urgötu og hafist verður handa 16. ágúst næstkomandi við endurgerð Aðalstrætis. Höskuldur segir erfitt að segja til um hvar malbikunarfram- kvæmdir verði hverju sinni þar sem veðrið ráði miklu þar um. Enda standi þær yfirleitt yfir í skamman tíma og vinnunni sé hagað þannig að framkvæmdirnar lendi ekki á umferðarálagstíma. ■ VINNUVÉLAGNÝR Í REYÐARFIRÐI Undirbúningsvinna fyrir væntanlega byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði er hafin og hafa stórvirkar vinnuvélar unnið að því að undanförnu að breikka og betrumbæta vegi í nágrenninu. Framkvæmdir eru einnig hafnar á lóð þeirri þar sem álverið rís og munu framkvæmdir þar stigaukast næstu mánuði. Gatnaframkvæmdir: Umferðartafir í Reykjavík FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Við Kárahnjúkastíflu: Allt með kyrr- um kjörum KÁRAHNJÚKAR Vatnsmagn Jök- ulsár á Dal sem valdið hefur taugatitringi undanfarna daga var tiltölulega lítið í gær þrátt fyrir þann mikla hita sem varð um land allt. Sólbráð var lítil þar sem skýjað var á hálendinu en það er einna helst slík bráðnun sem veldur þeim mikla vexti í ánni sem raun hefur orðið á undanfarna daga. Tekin var sú ákvörðun í fyrrakvöld að hækka varnar- garðinn mun meira en fyrst var talin þörf á. Garðurinn er það eina sem heldur straumþungri ánni frá því að setja vinnusvæði Kárahnjúkastíflu á kaf og valda kostnaðarsömum töfum á verk- inu. ■ Davíð útskrifaður: Mun hvílast næstu vikur FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson forsætisráðherra var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir tæpra þriggja vikna legu. Hann var lagð- ur inn vegna gallblöðrubólgu en í rannsóknum sem gerðar voru í kjölfarið fundust illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli. Hann gekkst undir tvær skurðaðgerðir, annars vegar var gallblaðran og annað nýrað fjarlægt og síðar voru skjaldkirtill og eitlar umhverfis hann fjarlægðir. Í fréttatilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu kemur fram að for- sætisráðherra muni hvílast heima næstu vikur þar til hann geti haf- ið störf á ný. ■ GÖNGUFERÐ UM VIÐEY Í kvöld er ráðgerð seinni gönguferðin með Ástu Þor- leifsdóttur jarðfræðingi um Viðey. Ásta leggur áherslu á landbrotið í Viðey. Lagt verður af stað með Viðeyjarferjunni frá Sundahöfn klukkan hálfátta í kvöld. SJÁVARÚTVEGUR „Stjórnvöld hafa eng- ar fyrirætlanir um að grípa inn í kjaraviðræður Sjómannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þeir verða að leysa deiluna sjálfir,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir það ekki skipta eins miklu máli nú og áður skili tekjur sjávarútvegsins sér ekki til þjóðar- búsins í einhverja mánuði. Árni segir ástæðuna vera að efnahagslífið hafi breyst. Velta á gengismarkaði sé miklu meiri en áður og gengi krónunnar ráðist af öðrum þáttum en árið 2001 þegar lög voru sett á verkfall sjómanna. Allar ákvarðanir sjávarútvegs- ráðuneytisins hafi verið teknar með almannahagsmuni að leiðar- ljósi. Árni segir alrangt að útvegs- menn hafi gengið á sinn fund og ósk- að eftir lögum á verkfall sjómanna. „Útvegsmenn hafa aldrei beðið mig um að lög yrðu sett á verkfall sjó- manna. Þvert á móti hafa þeir verið á móti því. Reyndar eins og sjó- menn; þeir hafa ekki beðið um það heldur og verið á móti lagasetn- ingu.“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, veit ekki hvort hann eigi að taka meira mark á orðum sjávarútvegsráðherra nú frekar en við síðustu kjaraviðræður. „Ég sé ekki annað en að hann sé kominn í sama farið og um árið og dragi dilk útvegsmanna.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir orð sjávarútvegsráðherra. „Kjaradeil- urnar verða ekki leystar með lögum. Það höfum við alltaf sagt og það hef- ur ekkert breyst. „ Sjómenn og útvegsmenn sömdu síðast sín á milli árið 1995. Ekki mið- aði áfram í kjaraviðræðum þeirra á fundi ríkissáttasemjara í gær. Næsti fundur verður á mánudag. gag@frettabladid.is Árni útilokar lagasetningu Sjávarútvegurinn hefur ekki sama vægi og áður. Stjórnvöld ætla ekki að grípa inn í kjaraviðræðurnar. Einungis hagsmunir heildarinnar hafa ráðið lagasetningum á verkföll sjómanna, segir sjávarútvegsráðherra. GATNAMÓT LÖNGUHLÍÐAR OG MIKLUBRAUTAR Ökumenn hafa orðið varir við tafir vegna gatnaframkvæmda í borginni. 01 9.8.2004 22:29 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.