Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 10
10 10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Lögbanns- mál sem Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor við Há- skóla Íslands, hefur höfðað á hendur siða- nefndar Háskólans, var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. „Skúli Magnússon vakti athygli á að hann væri í hlutastarfi sem kennari við Háskólann og taldi rétt að víkja af þeirri ástæðu. Hins vegar voru málsaðilar sammála um að gera ekki kröfu um það. Töldu hann vel hæfan þrátt fyrir þetta,“ seg- ir Gestur Jónsson, lögmaður siðanefnd- arinnar. Hannes gerir kröfu um að siðanefnd Há- skólans fjalli ekki um kæru sem barst frá ættmennum Halldórs Laxness vegna vinnu- bragða Hannesar við ritun fyrsta bindis ævisögu Halldórs Laxness. Sýslumaður- inn í Reykjavík hafði áður synjað lögbannsbeiðni Hann- esar á siðanefndina. ■ PAKISTAN Bandarískir embættis- menn kunna að hafa eyðilagt fyrir baráttunni gegn hryðju- verkamönnum með því að ljóstra því upp við blaðamenn að al- Kaídaliðinn Muhammad Naeem Noor Khan hafi verið handtek- inn. Þetta hafa fréttamenn CNN eftir pakistönskum leyniþjón- ustumönnum. Pakistanskir leyniþjónustu- menn notuðu Khan eftir að hann var handtekinn til að afla upplýs- inga um og hafa uppi á al- Kaídaliðum víða um heim. Khan er tölvusérfræðingur og segja embættismenn að hann hafi hjálpað Osama bin Laden við að eiga samskipti við undirmenn sína. Því litu Pakistanar svo á að Khan gæti reynst mikilvægur í viðleitni þeirra við að handtaka al-Kaídaliða. Pakistönsku leyniþjónustu- mennirnir óttast hins vegar að uppljóstranir bandarískra emb- ættismanna verði til að þeir hafi ekki frekari not af Khan. Bandarískir embættismenn greindu frá handtöku Khans eft- ir að varúðarstig vegna hættu á hryðjuverkum var hækkað í Bandaríkjunum. Þeir sögðu handtökuna eina af ástæðunum fyrir því að ástæða þótti til að auka varnarviðbúnað. Fjöldi al-Kaídaliða hefur verið handtekinn að undanförnu. Þeirra á meðal er Qari Saifullah Akhtar, háttsettur foringi í al- Kaída, sem hefur skipulagt tvö tilræði við Pervez Musharraf, forseta Pakistans. Í Hvíta húsinu telja menn hins vegar að síðasta vika hafi skilað miklum árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum. Embættis- menn sögðu í viðtölum að hand- tökur al-Kaídaliða og upplýs- ingaöflun hefðu orðið til að grafa undan tilraunum hryðjuverka- manna til að ráðast á Bandaríkin. „Ég tel víst að aðgerðir okkar nú hafi truflað þá,“ sagði Frances Fragos Townsend, ráð- gjafi Bandaríkjaforseta í heima- varnarmálum, í viðtali á Fox- sjónvarpsstöðinni. „Spurningin er: Höfum við truflað alla starf- semina eða hluta af henni? Og við vinnum að því með rannsókn- um að komast að því hvort sé raunin,“ sagði hann. ■ Mannrán: Bræðrum rænt í Írak BEIRÚT, AP Faðir tvegga bræðra sem rænt var er þeir fluttu rafal til Írak hefur nú leitað eftir lausn þeirra. Faðirinn, Mohammed al-Jundi, heldur því fram að þeir séu ekki á bandi Bandaríkjamanna. Taha al-Jundi og Nasser bróðir hans fóru til Íraks á sunnudag og hefur ekkert spurst til þeirra síð- an. Tveir aðrir voru með í för og telur líbanska utanríkisráðuneyt- ið að þeim hafi verið rænt á föstu- daginn. Hassan Hijazi, líbanskur sendifulltrúi í Bagdad, gerir nú allt sem í valdi hans stendur til að fá fjórmenningana lausa. ■ ■ ÍRAK út sa la Allt að 50% afsláttur VOGUE REYKJAVÍK • MÖRKIN 4 • SÍMI 577 5060 VOGUE AKUREYRI • SKIPAGATA 18 • SÍMI 462 3504 Á VERÐI GEGN HRYÐJUVERKUM Bandarískir embættismenn greindu frá handtöku liðsmanna al-Kaída til að réttlæta aukinn varnarviðbúnað í bandarískum borgum. Pakistanar telja það grafa undan upplýsingaöflun. CARACAS, AP. Tvær milljónir and- stæðinga Hugo Chavez, forseta Venesúela, skrifuðu undir áskor- un um að kjósa ætti um hvort stytta skuli kjörtímabil forsetans. Þessar kosningar fara fram 15. þessa mánaðar. Chavez er ennþá gríðarlega vin- sæll í landinu þrátt fyrir að hafa sýnt af sér skýra einræðistilburði þau fimm ár sem hann hefur gegnt embættinu. Skoðanakannanir sýna að hann nýtur stuðnings um fimm- tíu prósent landsmanna sem lifa flestir undir fátækramörkum. And- stæðingar Chavez saka hann um að spilla lýðnum með kommúnískum áróðri og að hafa eyðilagt efna- hagskerfi landsins. Forsetinn sak- ar andstæðinga sína um að koma í veg fyrir að meirihluti landsmanna geti unnið sig upp úr sárri fátækt. Líklegt þykir að Chavez muni koma vel út úr kosningum sem munu gera honum kleift að klára kjörtímabilið sem er til sex ára og lýkur 2006. ■ Íbúar Venesúela kjósa um hvort stytta eigi kjörtímabil forsetans: Kosið um framtíð Chavez KOSNINGAR 24 milljónir búa í Venesúela. 3,8 milljónir manna munu þurfa að greiða atkvæði gegn Chavez til að forsetakosningar fari fram að nýju í landinu. Ósáttir við leka í Bandaríkjunum Uppljóstranir Bandaríkjamanna um handtöku háttsett liðsmanns al- Kaída geta orðið til að loka fyrir aðgang að upplýsingum, að sögn pakistanskra leyniþjónustumanna sem hafa hann í haldi. Lögbannsmál Hannesar: Töldu Skúla hæfan JÓN STEINAR GUNN- LAUGSSON Jón Steinar er verjandi Hannesar í máli hans gegn siðanefnd Háskóla Íslands. ÍRAN HELSTI ÓVINURINN Hazem Shaalan, varnarmála- ráðherra Íraks, sagði Írana senda uppreisnarmönnum vopn og kallaði nágrannaríkið helsta óvin Íraks. Hundruð hafa fallið í bardögum í Najaf frá því að þeir blossuðu upp á ný síðasta fimmtudag. FIMM Í VARÐHALD Fimm menn hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald eftir að lögregla lagði hald á 630.000 e-töflur í borginni Ghent í Belgíu. Markaðsverð fíkniefnanna er talið slaga hátt í 300 milljónir króna. Einn til við- bótar var handtekinn en honum var sleppt. ■ EVRÓPA SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins 10-11 9.8.2004 20:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.