Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 12
10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Banaslys í Japan: Gufuleki í kjarnorkuveri TÓKÝÓ Fjórir létust og og sjö slös- uðust vegna gufuleka í kjarnorku- veri í borginni Mihama í Japan í gær. Tvísýnt er um líf eins hinna slösuðu. Þetta er mannskæðasta slys sem hefur orðið í japönsku kjarnorkuveri. Fólkið lést af völd- um brunasára sem það hlaut vegna gufulekans en gufan er tal- in hafa verið um 270 gráðu heit. Engin geislavirkni mældist í umhverfinu og þurfti því ekki að rýma svæðið í kringum kjarn- orkuverið en það slökkti sjálf- krafa á sér vegna lekans. Japanar fá 30 prósent af orku sinni frá kjarnorkuverum. ■ HEILBRIGÐISMÁL Jarðhnetuofnæmi er algengara en margur hyggur. Mikael Valur Clausen, sérfræð- ingur í ofnæmissjúkdómum, segir að af tæplega 200 barna hópi með staðfest fæðuofnæmi sem hann hefur annast síðastliðin fimm ár voru 65% með ofnæmi fyrir eggj- um, 23% fyrir mjólk, 23% fyrir jarðhnetum og 16% fyrir fiski, það er þorski og ýsu. „Jarðhnetuofnæmi er mjög svæsið ofnæmi,“ segir Mikael. „Hnetur eru algengasta ástæðan fyrir því að börn eru að fá ofnæm- islost. Þar eru jarðhnetur efstar á lista.“ Fyrstu einkenni jarðhnetuof- næmis eru útbrot með kláða sem dreifast um líkamann. Börn bólg- na í andliti og augun sökkva gjarnan. Uppköst og kviðverkir geta fylgt og bera fer á öndunar- erfiðleikum. Efsta stigið er of- næmislost, það getur leitt til dauða. Sjálft ofnæmislostið lýsir sér í því að ofangreind einkenni verða öflugri, börnin verða sljó og slöpp, blóðþrýstingur fellur og öndunarerfiðleikar aukast. „Reynslan sýnir að það skiptir sköpum að komast undir læknis- hendur innan við klukkustund frá því að einkenni byrja,“ segir Mikael. „Það gengur upp á Ís- landi.“ Helsti vandi foreldra sem eiga börn með jarðhnetuofnæmi er sá, að erfitt er að vita hvort hnetur eru í mat eða ekki, að því er Mikael segir. Oft eru hnetur duldar í fæðu til að gefa bragð. Slíkt óttast foreldrar mest. „Þeir sem upplifa barnið sitt svona óskaplega veikt einu sinni og vita að þetta getur gerst aftur eru eðlilega mjög hræddir,“ bætir hann við. Mikael segir, að jarðhnetuof- næmi hafi að öllum líkindum farið vaxandi undanfarin ár. Ekki hafi verið gerð fæðuofnæmisrannsókn hjá börnum síðastliðin tíu ár en KJARNORKUVERIÐ Í MIHAMA Þetta er mannskæðasta slys sem orðið hefur í japönsku kjarnorkuveri. LÍFBJÖRG Adrenalínpenninn svokallaði fylgir börnum með jarðhnetuofnæmi hvert sem þau fara. Hann er þannig útbúinn að hægt er að sprauta með honum í gegnum fötin ef ofnæmiseinkenni hellast yfir barnið sem gerist eins og hendi sé veifað ef það fær hnetuörðu ofan í sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /L JÓ SM : © EI N AR Ó LA SO N Ofnæmi fyrir eggjum 65% Ofnæmi fyrir mjólk 23% Ofnæmi fyrir jarðhnetum 23% Ofnæmi fyrir fiski 16% *Ath. Sum barnanna eru með fleiri en eina tegund ofnæmis. Hnetur algengasta ástæða ofnæmislosts Af tæplega 200 barna hópi, sem greinst hefur með fæðuofnæmi eru 23% með ofnæmi fyrir jarðhnetum. Hnetur eru algengasta ástæðan fyrir því að börn fá ofnæmislost. Vaxandi tíðni getur stafað af auknu hreinlæti. flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.399kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.399kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.499 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 11. - 17. ágúst ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 54 88 08 /2 00 4 Vítamíndropar A- og D-vítamíndropar eru nauðsynlegir fyrir ungabörn, eink- um D-vítamín. Nú eru á markaði nýir dropar, sem innihalda kókosolíu. Öll vinna við nýju AD- vítamíndropana, innihald og texti á miða, hefur verið unnin í sam- ráði við Lýðheilsustöð og Miðstöð Barnaverndar. Vítamíndropar með kókosolíu hafa verið á mark- aði í fjölda ára á Norðurlöndunum. Ísbúðir Í sumum ísbúðum eru hnetur geymdar með öðrum matvælum. Gæta þarf fyllstu varúðar í þeim tilvikum. Leiksvæði Á leiksvæðum barna í stór- mörkuðum þarf að hafa auga með litlum börnum sem haldin eru of- næmi. Dæmi er um að nýr vinur hafi dregið sælgætispoka með hnetum upp úr vasanum og boðið á línuna. Litarefni Ekki er skylda að taka fram á umbúðum úr hverju litarefni eru búin til. Betra er að sleppa vör- unni alveg heldur en að taka áhættu. Grillolíur Í sumum grillolíum er grunn- urinn hnetuolía. Vitað er til þess að barn með jarðhnetuofnæmi hafi veikst af þeim sökum. Sólarvörn Í sumum tegundum sólar- varnar getur leynst snefill af hnetuefnum þótt það sé ekki tekið fram á umbúðum. Þess eru dæmi, að börn hafi fengið einkenni ofnæmis eftir að borin hafa verið á þau slík krem. Reynslubankinn JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FÆÐUOFNÆMI, AFLEIÐ- INGAR OG ORSAKIR. SKJÓT LÆKNISHJÁLP SKIPTIR SKÖPUM. 12-13 9.8.2004 18:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.