Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 2004 Skelfiskveiðimenn: Í sjálfheldu LONDON, AP Björgunarsveitar- menn voru á laugardag við björg- un meira en hundrað skelfisk- veiðimanna sem eru í sjálfheldu í Morecambe-flóa úti fyrir strönd norðvesturhluta Englands eftir árekstur tveggja skipa. Rík skelfiskmið eru í flóan- um, sem þekktur er fyrir erfið- ar aðstæður, breytilega haf- strauma og kviksyndi á grynn- ingum. 20 innflytjendur frá Kína drukknuðu við skelfiskveiðar á svæðinu í febrúar. Samkvæmt ensku strandgæsl- unni var verið að reyna að ferja 136 menn að landi af slysstaðnum á laugardag áður en háflóð skylli á. Björgunin stendur enn yfir. ■ Búlgaría: Verksmiðjur seldar BÚLGARÍA, AP Þrjú leiðandi tóbaks- fyrirtæki; Philip Morris, British- American Tobacco og Imperial Tobacco, standast kröfur til að bjóða í fjórar sígarettuverksmiðjur í eign búlgarska ríkisins. Öll fyrirtækin hafa búið til sígar- ettur í meira en fimm ár og þénuðu meira en fjóra milljarða íslenskra króna á síðasta ári. Fyrirtækin þurfa að skila lokaboði fyrir þann 30. september næstkomandi. Framleiðsla búlgarska ríkisins felur í sér tólf tóbaksvinnslur, níu sígarettuverksmiðjur og eitt síga- rettupökkunarfyrirtæki í Búlgar- íu. ■ Bandaríkjaher tekinn á teppið í Afganistan: Lofa að fara varlega AFGANISTAN, AP Bandarískir her- menn í Afganistan munu fara sér varlegar í framtíðinni og taka að- eins meira tillit til heimamanna en hingað til. Þessu lofaði David Barno, hershöfðingi og æðsti yfir- maður Bandaríkjahers í Afganist- an, á fundi með Hamid Karzai, forseta Afganistans. Afganar hafa, líkt og Írakar, kvartað undan harkalegum að- gerðum bandarískra hermanna, sem hafa sparkað upp hurðum og handjárnað furðulostna Afgana í leit sinni að uppreisnarmönnum. Aðgerðir Bandaríkjamanna eiga sér gjarnan stað að næturlagi eða í morgunsárið þegar fólk er enn sofandi og hafa þær valdið mikilli reiði. „Bandalagið skilur að hersveit- ir þess eru gestir í Afganistan,“ sagði Scott Nelson, talsmaður fjölþjóðahersins, og sagði herinn myndu breyta aðferðum sínum til að viðhalda góðum samskiptum við afganska alþýðu. ■ BEÐIÐ Í KABÚL Harkalegar aðgerðir fjölþjóðahersins í Afganistan hafa vakið reiði heimamanna. það standi til bóta. Stefnt sé að því að gera nýja rannsókn innan tíðar. Hnetupakkar úr flugvélum Tillitssemi gagnvart ofnæmis- sjúklingum hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu þótt jarðhnetu- ofnæmi sé til að mynda lítið þekkt. Starfsfólk í skólum og á leikskól- um er orðið vel meðvitað um þessa hluti og tekur fullt tillit til þeirra. „Gjarnan er óskað eftir vottorði frá lækni og síðan er tekist vel á við vandamálið. Fólk sem á ekki börn með ofnæmi er þó ekkert að velta þessu fyrir sér,“ segir Mika- el. Þá má nefna að Félag ofnæmis- lækna benti Flugleiðum á að óæskilegt væri að bjóða upp á hnetupakka í flugvélum vegna hugsanlegra ofnæmissjúklinga. Félagið varð góðfúslega við þeim tilmælum og hætti með hneturnar. Það getur nefnilega verið nóg að opna hnetupakka til að vekja of- næmisviðbrögð hjá nærstöddum, séu þau til staðar. Reynslan hefur sýnt, að langoft- ast þegar börn fá ofnæmisvald í sig hefur það komið algjörlega á óvart því börnin verða snemma meðvituð um ofnæmið. Þau eru þá að borða eitthvað sem talið hefur verið án hnetna en er það svo ekki. Um orsakir jarðhnetuofnæmis segir Mikael að grunur um að jarð- hnetuolía í A- og D-vítamíndrop- um, sem teknir voru af markaði í fyrra, hafi átt sök á því hafi ein- ungis verið hugrenningar, algjör- lega ósannað er að svo hafi verið. „Ég tel, að þessi ætlaða tíðni stafi af breyttum umhverfisþátt- um,“ segir Mikael. „Þá komum við inn á þætti eins og hreinlætið sem geti valdið því að ónæmiskerfið fær ekki nægilega örvun á fyrsta æviskeiði barnsins til að standast þá þætti sem koma inn í umhverf- ið og eru ofnæmisvekjandi. Barnið myndar þá ofnæmi í staðinn fyrir þol. Þættir eins og gras, kettir og jarðhnetur eru mjög örvandi efni á ónæmiskerfið.“ Lífbjörgin Mikael telur, að innihaldsmerk- ingar hér á landi séu nokkuð grein- argóðar og skilmerkilegar. Í Bandaríkjunum er þó yfirleitt gengið enn lengra en í Evrópu. Þar stendur gjarnan á neysluvöru að það geti hugsanlega verið örður af hnetum í viðkomandi vöru. Þetta gera fyrirtækin meðal annars til að tryggja sig ef til óhappa komi. „Öryggið er þar meira,“ segir Mikael. „Ef ég væri sjálfur með hnetuofnæmi myndi ég fremur vilja fá svona upplýsingar heldur en að verða fárveikur.“ Foreldrar sem óttast um börn sín vegna fæðuofnæmis eru útbúnir með svokallaðan adrenalínpenna. Mikael segir foreldrunum að vera ófeimnir við að nota pennann ef ber á ofnæmiseinkennum. Fyrsta boð- orðið er að snúa ástandinu við og leita til næsta læknis. Adrenalínskammturinn slær strax á megineinkennið og virkar í um það bil hálftíma. Ef það dugir ekki til þarf að sprauta barnið aftur. „Penninn er lífbjörg,“ segir sérfræðingurinn í ofnæmissjúk- dómum, „einkum ef barnið er líka með astma því þá geta önd- unarerfiðleikarnir orðið enn al- varlegri.“ ■ 12-13 9.8.2004 19:00 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.