Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 16
Vopn í búr Össurar Yfirlýsingar forsætisráðherra Svía, Görans Persson, um stuðning við sjávarútvegskröfur Íslendinga í hugs- anlegum aðildarviðræðum okkar að Evrópusambandinu, kemur sér vel fyrir Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem einn strjórn- málaforingja, hefur sagt að Íslendingar eigi að óska eftir að- ildarviðræðum. Eins og allir vita hefur sér- staða okkar í sjávar- útvegsmálum ver- ið nefnd sem helstu rök gegn aðild að Evrópu- sambandinu. Því reynir á hvort vilyrði sænskra frænda breyti afstöðu andstæðinga aðildar. Merkileg yfirlýsing Fullyrðing Árna M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra í Fréttablaðinu í dag að ekki komi til greina að sett verði lög á deilu sjómanna og útvegs- manna er merkileg. Það hefur heyrt til undantekninga að þessir deilendur hafi náð að gera kjara- samninga og því verð- ur spennandi að sjá hvernig þeim muni ganga. Eitt er víst a ð flestir sem eru í forystu, beggja vegna borðsins, þekkja ekki að ganga frá kjarasamn- ingum þar sem svo lengi hafa verið sett lög á deilurnar. Ekki þeim að kenna Lengi vel var haldið að fjandvinirnir Guðjón A. Kristjánsson og Kristján Ragnarsson væru valdir að því hversu harðar deilur sjómanna og útvegs- manna hafa verið. En eftir að þeir hættu hefur komið skýrt í ljós að arf- takarnir hafa í engu verið betri. En það skal endurtekið að nú þýðir greinilega ekkert að bíða eftir að ráð- herra reddi hlutunum. Menn skulu semja. Einu sinni var talað um Uruguay- samningaviðræðurnar, nú er talað um Dohañviðræðurnar og kannski hafa verið einhverjar þar á milli. Þessar viðræður á vegum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar snúast um frelsi í viðskiptum, aðallega með vörur en einnig með þætti þjón- ustu. Viðræðurnar eru í strandi vegna þesss að ríkari þjóðir hafa verið ófúsar til að opna markaði sína fyrir landbúnaðarvörum og draga úr styrkjum til þeirrar fram- leiðslu. Ríkari þjóðir vilja komast inn á markaðina meða farsímana sína og jafnvel bankastarfsemi, en þær vilja helst ekki kaupa af fá- tæku þjóðunum það sem þeim hentar best til framleiðslu. En nú virðast viðræðurnar vera að kom- ast aftur á skrið því samkomulag hefur náðst um að ná samkomulagi um að opna markaði fyrir innflutn- ingi landbúnaðarafurða og afnema eða að minnsta kosti draga úr opin- berum framleiðslustyrkjum. Af hverju er svo miklu erfiðara að ná samkomulagi um verslun með landbúnaðarvörur en aðrar vörur? Að hluta til held ég að það stafi af því að landbúnaður hefur kannski meira að gera með menn- ingu, í víðustu merkingu orðsins, en framleiðslu. Bændastéttin var herrastétt, á Íslandi sendu bændur vinnumenn í ver í skjóli vistar- bandsins og hirtu af þeim hlutinn. Miðað við hve lengi eimir eftir af þessum völdum og sterku stöðu getum við konur ímyndað okkur hve langt við eigum enn eftir í kvenfrelsisbaráttunni. Um allan hinn vestræna heim hefur fólk þá hugmynd að það skip- ti meginmáli að þjóðir brauðfæði sig sjálfar og allar sveitir séu í byggð. Þau sem búa í sveitunum geta hins vegar ekki aflað sér þeir- ra tekna sem þarf til að lifa mann- sæmandi lífi og þess vegna ákveð- ur samfélagið að borga þeim sér- staklega fyrir að framleiða vöru sem stundum meira að segja selst ekki. Ekki nóg með það heldur er mörkuðum lokað fyrir ódýrari vöru og þannig hafa ríku þjóðirnar tekið möguleikann frá fátæku þjóðunum til að stunda þann at- vinnurekstur sem þeim hentar best og hneykslast um leið á því að börn í þriðja heiminum vinni í verk- smiðjum. En nú glittir sem sagt í það að meira frjálsræði komist á í þessum efnum, sem með nokkurri vissu má fullyrða að verði öllum til góðs og hagsældar, bæði ríkum þjóðum og fátækum. Hér á landi mun þetta hafa í för með sér lægra matvöru- verð og lækkun á þeim rúmlega 8 milljarða beingreiðslum sem nú renna til bænda. Ýmislegt má gera við þá peninga. Það vantaði 600 milljónir upp á fjárveitingu til framhaldsskólanna, Háskóla Ís- lands vantar a.m.k 300 milljónir til að geta tekið við þeim nemendum sem sóttu um að komast þangað, eftir því sem best er vitað er Land- spítala - háskólasjúkrahúsi ætlað að skera niður um 800 milljónir á næsta ári til viðbótar við þær 800 milljónir sem þar voru skornar í ár. Atvinnuleysisbætur eru skammar- lega lágar, forsvarsmenn ellilífeyr- isþega segja að samkomulag sem við þá var gert í fyrra hafi bara dugað fram að kosningum og þan- nig mætti lengi telja. Það einkennir allan atvinnu- rekstur sem starfað hefur við vernduð skilyrði að menn telja sér trú um að sá rekstur sé svo sér- stakur að um hann geti ekki gilt al- mennar viðskiptareglur. Fyrir meira en áratug voru öll höft tekin af flugrekstri í Evrópu en þeir sem stjórnuðu ríkisflugfélögunum svokölluðu voru á því að það væri hið mesta glapræði, flugrekstur væri svo sérstakur að um hann þyrftu að gilda sérstakar reglur. Sum þeirra flugfélaga fóru á haus- inn, en mörg ný urðu einnig til og víst er að neytendur hafa grætt, hér væri ekkert Iceland Express ef gömlu reglurnar giltu. Hér væri heldur ekkert Og Vodafone ef regl- unum um fjarskipti hefði ekki ver- ið breytt og hér væru engin Hval- fjarðargöng ef samgönguyfirvöld hefðu fengið að ráða. Auðvitað mun frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og lækkun eða afnám styrkja til landbúnaðar- framleiðslu hafa í för með sér breytingu fyrir bændur. Sumir munu hætta búskap og fara að gera eitthvað annað, aðrir munu kannski stækka búin sín (það verður að sjá til þess að það megi) og lifa góðu lífi, því landbúnaður mun ekki leggjast af. Auðvitað verður samfé- lagið að sjá til þess að þessi breyt- ing verði eins sársaukalitil og hægt er fyrir bændur. Enn og aftur verð- ur það hins vegar aðild okkar að al- þjóðasamfélaginu sem verður til þess að við lögum til heima hjá okk- ur, sem lengi hefur verið þörf á. ■ N okkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í raun-inni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sértil að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórn- arskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson for- sætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráð- inn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi „stjórnarformið og grundvallarreglur stjórn- skipunarinnar“, einnig „forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráð- herra“. Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp „skýrari mynd af ríkj- andi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun“. Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sum- ar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoð- un verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrir- huguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borg- ara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögð- um við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lög- fræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við ein- stakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórn- mála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orða- skipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra. ■ 10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Endurskoðun stjórnarskrárinnar skapar ríkisstjórninni einstakt tækifæri til samráðsstjórnmála. Þjóðfélagið allt verði ein málstofa Viðskipti og landbúnaður ORÐRÉTT Halldór í hófi Oft hefur verið minnst á þrásetu Davíðs Oddssonar...en gerir fólk sér ljóst að Halldór Ásgrímsson hefur setið sem ráðherra síðan árið 1983 að undanskildum ár- unum 1991-94 [svo]. Allt er best í hófi. Líka Halldór Ásgrímsson. Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur. DV 9. ágúst. Breiðu spjótin Það er ekki auðvelt fyrir leigu- bílstjóra og aðra að keppa við svona kompaní sem er saman saumað af siðblindu og stjórn- leysi. Jón Stefánsson leigubílstjóri kvartar yfir forréttindum Kynnisferða í akstri á milli Keflavíkur og Reykja- víkur. Morgunblaðið 9. ágúst. Segir hver? Íslendingar eru orðnir feitasta og ljótasta þjóð Vestur-Evrópu. Stefán Snævarr heimspekingur í Lillehammer í Noregi. DV 9. ágúst. Ekki þó Örn Bárður? Prestur gerði grín að forsetafjöl- skyldunni. Fyrirsögn í Fréttablaðinu. Fréttablaðið 9. ágúst FRÁ DEGI TIL DAGS Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að ein- angra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni mál- stofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. ,, sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG VERNDAÐUR ATVINNUREKSTUR VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Það einkennir allan atvinnurekstur sem starfað hefur við vernduð skilyrði, að menn telja sér trú um að sá rekstur sé svo sér- stakur að um hann geti ekki gilt almennar viðskiptareglur. ,, BREYTINGAR Í SVEITUNUM Greinarhöfundur segir að samfélagið verði að sjá til þess að breytingar í landbúnaði verði eins sársaukalitlar og hægt er fyrir bændur. 16-25 (16-17) skodun 9.8.2004 18:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.