Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 28
þórdís katarínusdóttir lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi að morgni laugardagsins 7. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Dætur hinnar látnu. Ástkær móðir okkar, Umhverfisráðherrann Siv Frið- leifsdóttir er afmælisbarn dags- ins en hún er stödd á Húsavík við opnun Náttúrustofu Norðaustur- lands. Hún nýtur sín vel fyrir norðan og segir fólkið þar bæði jákvætt og skemmtilegt. „Mér þykir gott að vera á þessum fal- lega stað þar sem mörgum mikil- vægum verkefnum þarf að sinna. Náttúrustofurnar gera samninga við sveitarfélögin og umhverfis- ráðuneytið en hlutverk þeirra er að vinna að umhverfismálum á breiðum vettvangi á svæðinu.“ Að sögn Sivjar verður afmæl- isfögnuðurinn lítill í sniðum í þetta skiptið. „Ég held yfirleitt upp á afmæli þegar þau eru af stærri gerðinni en nú eru synir mínir að heiman og geta ekki verið með mér. Sá eldri er í út- skriftarferð erlendis með Menntaskólanum í Reykjavík og sá yngri er í sveit á Hrauni í Sléttuhlíðinni norðan Hofsóss í góðu yfirlæti. Ég verð því að vinna á afmælinu, sem mér finnst ágætt,“ segir hún og full- yrðir að aldurinn leggist vel í hana. „Mér finnst ég vera á skemmtilegum og góðum aldri. Ég er farin að kunna að meta hluti sem ég kunni minna að meta áður. Til dæmis met ég tímann með fjölskyldunni mjög mikils, reyni að borða hollt og hreyfa mig. Óhjákvæmilega þroskast maður með tímanum og þá færist lífið í fastari skorður.“ Annasamt síðsumar er fram undan hjá Siv þar sem undirbún- ingur norrænu ráðherrafund- anna tekur mestallan ágústmán- uð. „Ég fer á þrjá fundi; á Akur- eyri, Egilsstöðum og í Reykja- vík. Við Íslendingar erum nú í formennsku í norrænu sam- starfi ráðherra og embættis- manna og þurfum að búa okkur vel undir fundina.“ Á morgun hyggst umhverfis- ráðherrann fara til Finnlands á hina stóru Nordisk Forum kvennaráðstefnu. Nú eru liðin tíu ár síðan Nordisk Forum var haldið síðast í Finnlandi en þá var Siv einnig á staðnum ásamt móður sinni og systur. ■ 20 10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR LEIKARINN ANTONIO BANDERAS er 44 ára í dag. AFMÆLI Unnur Guðjónsdóttir, ballettdansari og ferðafrömuður, er 64 ára. Þormóður Árni Egilsson, fyrrum knatt- spyrnumaður, er 35 ára. ANDLÁT Samieh Vala Issa lést í Amman föstu- daginn 6. ágúst. Útför hefur farið fram. Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi lög- reglustjóri, lést föstudaginn 6. ágúst. Sigurlaug Friðgeirsdóttir, Gullsmára 10, áður Mosabarði 12, Hafnarfirði, lést laugardaginn 7. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Þórður E. Halldórsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Ásgerður Klemensdóttir frá Dýrastöðum verður jarðsungin frá Hvammskirkju í Norðurárdal. 14.00 Sálumessa Helgu Hrannar Unnsteinsdóttur, Hrísalundi 12d, Akureyri, verður í Kaþólsku kirkj- unni, Eyrarlandsvegi 26, Akureyri. Á þessum degi fyrir 27 árum var hinn 24 ára bréfberi David Berkowitz handtekinn og ákærð- ur fyrir að vera „Sonur Sams,“ raðmorðingi sem hafði verið ógnvaldur New York-borgar í rúmt ár. Á þeim tíma drap hann sex ungmenni og særði sjö aðra með .44 kalíbera handbyssu. Þar sem fórnarlömb Berkowitz voru flest myndarleg- ar ungar konur með sítt brúnt hár klipptu hundruð ungra kven- na hár sitt og lituðu það ljóst á meðan hann gekk enn laus. Þús- undir fleiri héldu sig heima við eftir að kvölda tók. Eftir að Berkowitz var handtekinn hélt hann því fram að djöflar og svartur Labradorhundur í eigu Sam nágranna hans hafi skipað honum að fremja morðin. Hann taldi nágranna sinn vera valda- mikinn djöful og vísaði til hans þegar hann kallaði sig Son Sams. Berkowitz var alinn upp af fósturfjölskyldu í Bronx. Hann gekk í herinn árið 1971, þar sem hann þótti bera af í skothittni. Þremur árum síðar sneri hann til baka til New York og varð ör- yggisvörður, en geðheilsu hans fór að hraka árið 1975. Síðar var hann greindur sem geðklofi með ofsóknarbrjálæði. Hann fór að heyra raddir sem sögðu honum að drepa fólk. Á aðfangadags- kvöld 1975 fylgdi hann í fyrsta skipti boði raddanna og særði hina 15 ára Michelle Forman al- varlega með veiðihnífi. Efasemdir voru um að hann væri nægjanlega heill á geð- heilsu til að hægt væri að rétta yfir honum, en 8. maí 1978 dró hann geðveikisvörn sína til baka og játaði að hafa drepið ung- mennin sex. Fyrir það var hann dæmdur sexfalt til 25 ára til lífs- tíðarfabgelsis sem hann tekur út í Sullivan Correctional Facility í New York-ríki. Þar segist hann hafa fundið Guð. ■ ÞETTA GERÐIST SONUR SAMS HANDTEKINN 10. ágúst 1977 „Er það maður sem gengur um strendur, blikkandi stúlkur með það í huga að koma þeim í rúmið? Er það einhver sem er með mikið af gullkeðjum, hringum og situr við barinn? Því það er ekki ég! Ég er mjög svo latin, en ekki svo mikill elskhugi.“ Þó svo að Banderas leiki oft mikla hjartaknúsara og töffara vill hann ekki viðurkenna hæfileika sína sem elskhuga í einkalífi sínu. Djöfull í hundsmynd Annasamur ágústmánuður AFMÆLISBARN DAGSINS: SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR ER 42 ÁRA. DAVID BERKOWITZ Betur þekktur sem sonur Sams. Í rúmt ár var hann ógnvaldur íbúa New York. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Afmælishald umhverfisráðherra felst í því að opna Náttúrustofu á Húsavík. jónína pálsdóttir Hrafnistu við Kleppsveg, áður Álfheimum 26, lést föstudaginn 6. ágúst. Ragnar Engilbertsson, Gunndís Gunnarsdóttir, Jóna Björk Ragnarsdóttir, Hakan Hamberg, Laufey Dís Ragnarsdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Ingi Gauti Ragnarsson og langömmubörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, María haukdal Hátúni 10a, Reykjavík lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, laugardaginn 7. ágúst. Rut Ríkey Tryggvadóttir, Árni H. Kristjánsson, Lilja B. Jónsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Sesselja Björnsdóttir, Theodóra Kristjánsdóttir, Teitur Björgvinsson, Elín Lóa Kristjánsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, 28-29 (20-21) Timamot 9.8.2004 19:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.