Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 38
Þegar Jón Guðmundsson, arkitekt hjá arkitektastofunni Arkís, er beðinn að nefna uppáhaldsbygginguna sína stendur ekki á svari. Hann nefnir lítið einbýlishús í Hollandi, Schröder-Rietwelthúsið, sem var reist árið 1924. „Þetta hús er tímalaust snilldarverk, skapað í náinni sam- vinnu verkkaupandans og arkiteksins.“ Arkitektinn hét Gerrit Thomas Rietveld, hann teiknaði húsið í samvinnu við frú Truus Schröder-Schräder, konu sem bjó síðan alla ævi sína í þessu húsi. „Hún á væntanlega stóran hluta af hönnuninni,“ segir Jón. „Ytra útlit og uppbygging hússins er í raun skúlptúr í anda de Stiil hreyfingarinnar. Neðri hæðin er frekar hefð- bundin enda hönnuð í samræmi við nokkuð stífar kröfur sem yfirvöld í Utrecht gerðu. Efri hæðin aftur á móti brýt- ur allar hefðir, venjur og kröfur og er á sinn hátt stórkost- leg tilraun sem segja má að hafi gengið fullkomlega upp.“ Í dag er þetta hús varðveitt sem safn og var sett á menn- ingarminjaskrá Unesco fyrir nokkrum árum. Húsið stend- ur við Prins Hendriklaan 50 í Utrecht, nánar tiltekið á 52˚6' norðlægrar breiddar og 5˚7' austlægrar lengdar. „Þetta er stórkostleg bygging og að segja má íkon í módernismanum. Þetta er í hópi tíu uppáhaldshúsa minna frá síðustu öld.“ | SÉRFRÆÐINGURINN | Uppáhaldsbyggingin: Jón Guðmundsson arkitekt RIETVELD-SCHRÖDERHÚSIÐ Í UTRECHT Uppáhaldsbygging Jóns Guðmundssonar arkitekts er þetta einbýlishús í Hollandi. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Um 30% Anders Fogh Rasmussen. Geysir í eigu Jarðboranna. Óð í gegnum úrslitin „Pink mætti til landsins í gærdag og fór þá beint upp á hótel til að slappa af og safna kröftum fyrir tónleikana í kvöld,“ segir Lilja Björk Jensen starfsmaður hjá L Promotion, fyrirtækinu sem flyt- ur söngkonuna Pink til landsins, en sem kunnugt er verður Pink með tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenskt öryggisfyrirtæki tók á móti Pink á flugvellinum og fylg- ir henni hvert fótmál hér á landi. „Hún verður hér í tæpa viku og fer týpíska túristarúntinn með öllu sínu fylgdarliði. Það er búið að ákveða að hún fer að sjá Gull- foss og Geysi og í Bláa lónið en svo ætlar hún bara að skoða sig um í bænum og fara í go-kart hjá Icekraft. Pink finnst landið fer- lega töff og hún og allir í fylgdar- liðinu eru sérstaklega ánægð með hitabylgjuna sem tók á móti þeim í gær.“ Lilja segir að búið hefði verið að selja um 5.500 miða í fyrradag svo höllin verður full í kvöld. „Pink mætti í vinnuna í morgun og er búin að vera að æfa sig og skoða aðstæður. Pink er löngu búin að lofa okkur því að þetta verði flottasta sjóið sem haldið hefur verið á Íslandi og ljósabún- aðurinn sem hún notar í Laugar- dalshöll er sá flottasti sem hefur verið notaður á tónleikum á Ís- landi.“ 300 manna V.I.P partí verður svo haldið á Felix eftir tónleikana þar sem Pink, sem heitir réttu nafni Alecia Moore, verður án efa í miklu stuði. ■ Pink með flottasta sjóið á Íslandi PINK Var við æfingar í Laugardalshöll í morgun til að hita upp fyrir tónleikana í kvöld. 30 10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Halldór Halldórsson, betur þekkt- ur sem Dóri DNA, bar sigur úr býtum í Rímnastríðinu 2004. Hann skildi tvo andstæðinga eftir í valnum og óð í gegnum úrslitin en þar mætti hann sigurvegaran- um frá því í fyrra, KJ. „Þetta var alls ekki auðvelt en ég var vel undirbúinn,“ segir Dóri og útskýrir að undirbúningurinn hafi aðallega falist í að hanga með sniðugum gaurum og segja mikið af bröndurum. Rímnastríðið í ár er ekki fyrsta keppnin hans því hann vann fyrstu keppnina og var í úrslitum í fyrra auk þess sem hann fór mikinn í sams konar keppnum í MH. Mótherji Dóra í úrslitum var eins og áður sagði KJ en þeir fé- lagar eru saman í rapphljómsveit- inni Bæjarins bestu. „Hann missti sig eiginlega í þriðju lotunni og sagði til dæmis að ég væri ástæð- an fyrir því að platan okkar seld- ist ekki neitt.“ Dóri var hins vegar fljótur að svara því: „Þetta er ekki erfitt fyrir mig, um hvað ertu að tala, platan seldist ekki shit“. Hann fylgdi því svo eftir með: „Ég alla rappara brenni, ég er ekki feitur, bara ógeðslega mikið karl- menni.“ Aðspurður hvort ekki sé auð- veldara að mæta vini sínum í úr- slitum en einhverjum algjörlega óþekktum segir hann það vera tví- eggjað sverð. „Þótt þú þekkir hann ógeðslega vel þá kemur það auðvitað á móti að hann þekkir þig. Þegar andstæðingurinn er hins vegar alveg ókunnugur þér er miklu auðveldara að gera grín að þessum „basic“ hlutum.“ Dóri segir keppnina fyrst og fremst snúast um að vera fyndinn og sniðugur. „Maður á alls ekki að reyna að vera viðbjóðslegur við andstæðing sinn og uppljóstra einhverju sem enginn veit.“ Dóri neitar því þó ekki að keppni sem þessi geti farið illa með sjálfs- traustið. „Ég held reyndar að menn sem fara í svona keppni séu með það mikið sjálfstraust að þeir höndla þetta alveg og brotna ekki niður þó eitthvað miður fallegt sé sagt um þá. Maður er hins vegar alltaf frekar stressaður og þetta getur verið rústandi enda tekur þetta svo mikið á,“ segir Dóri og bætir því við að hann keyri sig út í hverri keppni. „Maður þarf alltaf að vera á tánum.“ Á næsta ári má búast við nýj- um sigurvegara þar sem Dóri tel- ur ólíklegt að hann reyni að verja titilinn. „Það fylgir þessu alltaf eintómt múður. Fólk er aldrei sammála hver eigi að vinna og við í Öryrkjabandalaginu erum búnir að ákveða að draga okkur út úr keppninni.“ Öryrkjabandalagið skipa meðlimir Bent og 7Berg, Af- kvæma guðanna og Bæjarins bestu en nafnið vísar til þess hvað þeir yrkja ört. Það er því ljóst að nokkrir af betri röppurum bæjar- ins hafa hætt keppni og nýr sigur- vegari verður krýndur að ári. vbe@frettabladid.is RÍMNASTRÍÐ DÓRI DNA VANN RÍMNASTRÍÐIÐ ■ í annað skipti á föstudaginn. Hann mætti KJ, sigurvegaranum frá því í fyrra, í úrslitum en þeir mynda ásamt fleirum rappsveitina Bæjarins bestu. TÓNLEIKAR PINK ■ Finnst landið töff og er ánægð með hitabylgjuna sem tók á móti henni í gær. DÓRI DNA Hann hefur tekið þátt í Rímnastríðinu frá byrjun og sigraði í annað skipti á Gauknum og í beinni útsendingu á Popp Tíví á föstudaginn. í dag Nicolas Cage Í kvenna- vandræðum vegna Íslands- heimsóknar Vinir vors og blóma Með kombakk Baltasar Kormákur Breytir Þykkvabænum í amerískt sveitaþorp 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VIÐEY Gönguferðir öll þriðjudagskvöld kl 19:30. Fjölskyldudagar á sunnudögum. Ljósmyndasýning í skólahúsinu um Viðey á fyrri hluta 20. aldar. Tuttugu ný fræðsluskilti í þorpinu. Minnum á listaverk Richard Serra, nýjan upplýsingabækling, ókeypis hjólalán, grillaðstöðu, tjaldstæði, veitingasölu, fjölda gönguleiða, óspillta náttúru og friðsæld. Nánari upplýsingar: arbaejarsafn.is, videy@rvk.is og s: 693-1444. Lárétt: 2 hjakk, 6 í röð, 8 ílát, 9 kúga, 11 hlotnast, 12 karlmannsnafn, 14 rótará- vaxta, 16 fimmtíu og einn, 17 lok í skák, 18 umhyggja, 20 klukkan, 21 hreyfir. Lóðrétt: 1 krap, 3 keyr, 4 brögð í tafli, 5 guggin, 7 fræðasetrið, 10 leiða, 13 sár, 15 karlmannsnafn, 16 rúmfatnaður, 19 ung. LAUSN. Lárétt:2sarg, 6rs, 8ker, 9oka, 11fá, 12tómas, 14lauka, 16li, 17mát, 18 önn, 20kl, 21knýr. Lóðrétt: 1krot, 3ak, 4refskák, 5grá, 7 skólinn, 10ama, 13aum, 15atli, 16lök, 19ný. 38-39 (30-31) folk 9.8.2004 21:42 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.