Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík – sími 550 5000 FÖSTUDAGUR BERJADAGAR Ólafsfirðingar blása til hátíðar um helgina. Hún hefst með tón- leikum kammersveitarinnar Ísafoldar í dag. Morgundagurinn er tileinkaður börn- um og sunnudagurinn verður á léttu nót- unum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HELDUR LÆGRI HITI Í BORGINNI Annars víða bjart eða bjart með köflum. Hætt við þoku vestan og norðan til. Hiti 17-25 stig en mun svalara í þokunni. Sjá síðu 6 13. ágúst 2004 – 218. tölublað – 4. árgangur STÓRSÓKN HAFIN Í NAJAF Banda- rískar og íraskar hersveitir réðust inn í Najaf og náðu miðborginni á sitt vald. Þeim tókst ekki að hafa hendur í hári sjíaklerksins Muqtada al-Sadr. Sjá síðu 2 KROSSFERÐ GEGN HANNESI Hannes Hólmsteinn Gissurarson er um- deildur maður og telur að í gangi hafi verið krossferð gegn sér, sagði lögmaður hans í málflutningi í lögbannsmáli Hannesar gegn Siðanefnd Háskóla Íslands. Sjá síðu 2 HEITAVATNSNOTKUN HRYNUR Heitavatnsnotkun er aðeins þriðjungur þess sem venjulega er á þessum árstíma. Notkun kalda vatnsins hefur hins vegar aukist, eink- um vegna vökvunar. Þeir tímar eru þó liðnir að aukin notkun valdi vatnsskorti. Sjá síðu 6 RÁÐHERRAR ÓSAMMÁLA Sænski forsætisráðherrann og breski sjávarútvegs- ráðherrann eru ósammála um möguleika Íslendinga til að hafa áhrif á stjórn fiskveiða við landið, gerist Ísland aðili að Evrópusam- bandinu. Sjá síðu 16 36%50% Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 VEÐUR Veðrið sem leikið hefur um landsmenn undanfarna daga er einsdæmi og líklegt er að liðið geti tíu til hundrað ár áður en það endurtekur sig, að sögn Sig- urðar Þ. Ragnarssonar veður- fræðings. „Hins vegar má ekki gleyma því að við erum að nú að upplifa meiri hlýindi í veðurfari en verið hafa og erfitt er að spá um hvort sú þróun heldur áfram,“ segir hann. Áfram verður mjög hlýtt loft yfir landinu og á Sigurður von á því að hitinn nái víða 18-26 stig- um á stöðum þar sem hvorki þoka né hafgola geri sig gildandi. Hann segir að heldur muni þó draga úr hlýindunum vestast á landinu í dag en þess í stað auk- ist líkurnar á því að Norðlend- ingar njóti meiri hlýinda. Að sögn Sigurðar munu Norðlend- ingar þá fá sinn skerf af hita- bylgjunni sem þeir hafi hingað til farið varhluta af að nokkru leyti. Áfram er búist við sólríku veðri, einna síst þó við vestur- ströndina. „Ég á frekar von á því að við séum að sjá fyrir endann á þessu geggjaða veðri,“ segir Sig- urður. Veðurhorfur helgarinnar eru góðar, bjart verður með köfl- um og hæglætisveður. helgat@frettabladid.is Blíðviðri áfram Veðurblíðan síðustu daga er einsdæmi, segir veðurfræðingur. Íslendingar gætu þurft að bíða tíu til hundrað ár eftir öðru eins. Hlýtt verður áfram. nr. 32 2004 í hverri viku tíska stjörnuspá fólk heilabrot tónlist heilsa SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 13 . á gú st - 1 9. ág ús t - fór til Hollywood Tóta Hárið - sítt í vetur Sykur - óhóf bitnar á æskunni + Curver Steven Soderberg Jóhanna Kristjóns Hamingjusöm í Hollywood birta Þóranna Sigurðardóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag ● sykur ● ponsjó og sjöl Veldu ódýrt bensín ● matur ● tilboð Elva Ósk Ólafsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Humar í uppáhaldi Samkynhneigðir: Hjónabönd dæmd ógild KALIFORNÍA Hæstiréttur Kaliforn- íu ógilti í gær næstum fjögur þúsund hjónabönd samkyn- hneigðra. Pörin voru gefin sam- an í San Francisco fyrr á árinu og hlutu staðfestingu hjá borgaryfirvöldum þar. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að staðfesting borgaryfirvalda ætti sér ekki stoð í lögum Kaliforníuríkis sem kvæðu á um að hjónaband gæti einungis verið á milli karls og konu. Hjónavígslurnar í San Francisco ollu miklum deilum og reyndi George W. Bush for- seti að koma í gegnum þingið breytingum á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bönnuðu al- farið hjónabönd samkyn- hneigðra. Sú tillaga var felld í þinginu. Slíkt bann var þó samþykkt í Missouri á dögunum og búist er við að fleiri ríki fylgi í kjölfarið. ■ Ólympíuleikar: Útsending féll niður AÞENA, AP Tveir stjórnendur gríska ríkissjónvarpsins sögðu af sér í gær eftir að útsendingar þess féllu niður. Útsending frá Ólympíuleik- unum í Aþenu hófst í gær og málið þótti því hið vandræðaleg- asta fyrir Grikki. Leikarnir verða formlega settir í dag. Verið var að sýna frá leik Grikkja og Suður-Kóreumanna í undanriðlum knattspyrnumóts leikanna og féll útsending niður í 10 mínútur meðan á fyrri hálf- leik stóð. Orsökin mun hafa ver- ið skammhlaup í útsendingar- búnaði. ■ Í NAUTHÓLSVÍK Í GÆRKVÖLD Börn og fullorðnir léku sér í veðurblíðunni fram á kvöld. Gleðin leyndi sér ekki í svip þessarar stúlku þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð um níuleytið í gærkvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.