Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 2
ÓBREYTTIR BORGARAR Í ELDLÍNUNNI Bandarískir hermenn beina byssum sínum að óbreyttum borgurum á meðan á stórsókn þeirra inn í Najaf stóð í gær. 2 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Lögmaður Hannesar Hólmsteins: Krossferð gegn Hannesi DÓMSMÁL „Hannes er umdeildur maður í þjóðfélaginu og innan Háskólans og telur sjálfur að krossferð hafi verið í gangi gegn honum,“ sagði Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, í dóm- sal í gær er málflutningur fór fram í lögbannsmáli Hannesar gegn Siðanefnd Háskóla Íslands. „Nú hafi menn, sem hann hefur kannski vikið einhverju orði að í beittum ádeilum á vettvangi þjóð- félagsins, hugsað sér gott til glóð- arinnar og geti nú komið fram á hendur honum einhverjum ávirð- ingum á vettvangi þessarar nefnd- ar. Það læðast að honum grun- semdir um það,“ sagði Jón Steinar. Hann sagði að hagsmunir Hannesar væru í húfi því ef siða- nefndin kæmist að þeirri niður- stöðu að Hannes hefði brotið gegn starfsreglum nefndarinnar gæti úrskurðurinn, jafnvel þótt hann væri löglaus, verið notaður gegn starfsheiðri Hannesar, jafnvel þótt dómstólar úrskurðuðu síðar að siðanefndin hefði ekki rétt á að fjalla um málið. Hannes hefur höfðað mál á hendur siðanefndinni þar sem hann fer fram á að kæru dætra Halldórs Laxness til siðanefndar vegna bókar Hannesar um nóbelskáldið verði vísað frá. Málið verður þingfest 2. septem- ber, en lögbannskrafan snýst um það hvort siðanefndin fái að fjalla um kæruna á hendur Hannesi áður en dómstólar fella úrskurð um frávísunarkröfuna. Sýslumað- ur hafnaði beiðninni í lok síðasta mánuðar. Gestur Jónsson, verjandi siða- nefndarinnar, krafðist frávísunar. Búist er við úrskurði héraðsdóms í næstu viku. ■ Stórsókn hafin gegn al-Sadr Bandarískar og íraskar hersveitir hófu stórsókn inn í Najaf í gær. Þeimtókst ekki að hafa hendur í hári Muqtada al-Sadrs. Kveða á niður uppreisn sjíamúslima. Uppreisnarmenn verjast í helgustu byggingum Najaf. NAJAF, AP Bandarískar hersveitir gripu í tómt þegar þær réðust til inngöngu á heimili sjíaklerksins Muqtada al-Sadr í borginni Najaf í Írak í gær. Harðir bardagar geisuðu í Najaf eftir að stórsókn íraskra og bandarískra hersveita hófst þar snemma í fyrrinótt. Með árásinni vilja Bandaríkja- menn og bráðabirgðastjórnvöld í Írak ráða niðurlögum andspyrnu- hreyfingar al-Sadr í Najaf og kveða þar með niður uppreisn sjíamúslima í Írak. Óljóst er um afdrif al-Sadrs en hann hvatti í fyrradag liðsmenn sína til að berj- ast til síðasta manns. Ayad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hvatti uppreisnarmenn í gær til að leggja niður vopn og yfirgefa miðborg Najaf þar sem þeir hafast við í helgum bygging- um. Bandaríkjamenn staðfestu í gær að Allawi þyrfti að heimila sérstaklega að ráðist yrði til at- lögu við uppreisnarmenn í hinum helgu byggingum og að einungis íraskar hersveitir myndu taka þátt í slíku áhlaupi. Þúsundir bandarískra her- manna tóku þátt í árásinni á Najaf í gær. Bandarísk hermála- yfirvöld takmörkuðu mjög frétta- flutning frá Najaf í gær en árásin hófst með því að skriðdrekar Bandaríkjamanna mynduðu fylk- ingu í kirkjugarði í útjaðri borg- arinnar, herþyrlur sveimuðu yfir og skyttur komu sér fyrir á hús- þökum. Uppreisnarmenn vörðust með sprengjuvörpum en hörfuðu innar í borgina eftir því sem á leið. Mannfall varð í röðum óbreyttra borgara en þeir höfðu verið hvattir til að yfirgefa borg- ina áður en árásin hófst. Engar fregnir bárust af mannfalli í röð- um stríðandi fylkinga. Harðir bar- dagar geisuðu víðar um Írak í gær og féllu hundruð manna. Stjórn- völd í arabaríkjum og Íran hvöttu í gær til að bardögum í hinni helgu borg Najaf yrði hætt. ■ Tryggingamiðstöðin: Hagnast um 208 milljónir VIÐSKIPTI Tryggingamiðstöðin hagnaðist um 208 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Það sem af er ári hefur félag- ið hagnast um 1.301 milljón en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 333 milljónir króna. Stærstur hluti hagnaðarins er til kominn vegna fjármálastarf- semi en afkoma vátrygginga- starfsemi er verri en greiningar- deildir bankanna höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður af þeim hluta rekstrarins var 64 milljónir á síðasta ársfjórðungi samanborið við 171 milljón í fyrra. Þar hefur strand frystitogar- ans Baldvins Þorsteinssonar áhrif, að því er fram kemur hjá greiningardeild Landsbankans.■ „Ætli það megi ekki segja það.“ Guðrún Dögg Guðmundsdóttir var við nám í Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna á Kosta Ríka í vetur. Hún hefur nú tekið við starfi framkvæmda- stjóra Mannréttindaskrifstofunnar. SPURNING DAGSINS Guðrún Dögg, þurfti að senda þig í sérstakan háskóla svo þú lærðir að vera til friðs? Fullorðin kona: Tuskaði dreng til LÖGREGLA Fullorðin kona tuskaði ellefu ára dreng til skammt frá félagsmiðstöðinni Hólmaseli í Seljahverfi í gærdag. Drengurinn var ásamt öðrum krökkum úti við leik og voru börn- in með læti. Kona fór að skipta sér af látunum og krakkarnir tóku að kalla konuna öllum illum nöfnum. Á endanum fauk í konuna og hún tuskaði einn drenginn til. Starfs- menn hjá fyrirtæki í nágrenninu kölluðu á lögreglu. ■ Laugardagar á Hótel Örk Hótel Örk. Paradís rétt handan við hæðina! Sími: 483 4700 14.500,- krónur Lyklar seldir í Reykjavík á Hótel Cabin, Borgartúni 32 í síma 511-6030. Sendum í póstkröfu. Fleiri lyklatilboð á Hótel Örk á www.hotel-ork.is www.hotel-ork.is Gisting fyrir tvo ásamt þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði. Blómstrandi dagar í Hveragerði 12. - 14. ágúst. Skemmtidagskrá í bænum alla helgina. Íslandsbanki: Kaupir í Noregi VIÐSKIPTI Íslandsbanki hefur keypt 19 prósenta eignarhlut í norska bankanum Kredittbanken í Noregi. Íslandsbanki ætlar að gera öllum hluthöfum tilboð og eignast allt hlutafé. Að því er fram kemur í frétt frá Íslandsbanka sérhæfir Kredittbanken sig í þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki í Ála- sundi og ná- grenni. Meðal viðskiptavina er fjöldi sjávarút- vegsfyrirtækja á vesturströnd Noregs. Hjá norska b a n k a n u m starfa 25 manns og hljóðar yfir- tökutilboð Ís- landsbanka upp á 3,5 milljarða íslenskra króna. ■ Og Vodafone: Kaupir öll hlutabréf Margmiðlunar VIÐSKIPTI Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone keypti í gær öll hlutabréf í Margmiðlun fyrir 310 milljónir króna. Af því eru 150 milljónir greiddar með peningum. Margmiðlun hefur um tíu ára skeið starfað sem netþjónustufyrir- tæki og átti meðal annars í marg- þættu samstarfi við Og Vodafone og Símann. Fyrir skemmstu hóf fyrir- tækið að veita almenna símaþjón- ustu í samkeppni við Og Vodafone og Símann. Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, segir markmið fyrirtæk- isins ekki að kaupa upp samkeppni. „Það var frekar hægt að tala um samstarf milli Og Vodafone og Margmiðlunar en samkeppni. Síma- þjónusta Margmiðlunar var aðeins brot af starfsemi fyrirtækisins og ekki ástæðan fyrir kaupunum.“ Óskar segir kaupin vera fyrst og fremst af hagkvæmnisástæðum. Margt sem gert var innan félaganna tveggja mátti gera á einum stað og með færra starfsfólki. Um tuttugu manns unnu hjá Margmiðlun og er ljóst að starfsfólki verður fækkað. ■ SETTU SVIP Á BÆINN Stuðningsmenn skoska liðsins Dunferm- line naut sín í miðbæ Reykjavíkur í gær. Skoskir fótbolta- áhugamenn: Hin besta skemmtun SUÐNINGSMENN „Þetta er í fyrsta sinn í tæp 40 ár sem liðið nær svona langt í alþjóðlegri keppni og það er tilefni fagnaðar,“ segir Rodney Shearer, einn af eigendum skoska knattspyrnuliðsins Dunfermline. Fjöldi aðdáenda þessa litla félags með rætur sínar skammt frá Edin- borg hefur sett svip á höfuðborgina undanfarna daga. Skotapils voru hversdagsleg sjón og frá knæpum heyrðust skoskir baráttusöngvar sem yfirgnæfðu íslenska trúba- dora. Rodney segir fá félög eiga jafn dygga stuðningsmenn og Dunferm- line og gott dæmi um það sé að leigja þurfti tvær flugvélar til að koma öllum þeim til landsins sem áhuga höfðu á að sjá leikinn. ■ SPÁR UM AFKOMU TM KB banki 195 millj. Landsbanki Engin spá Íslandsbanki 180 millj. Niðurstaða 208 millj. UNDIRRITUN SAMNINGA Um 20 manns vinna hjá Margmiðlun og ljóst er að starfsfólki verður fækkað eftir kaupin. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON LÖGMAÐUR „Hannes er umdeildur maður í þjóðfélaginu og telur að krossferð sé í gangi gegn sér.“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÍSLANDSBANKI Stefnir að yfirtöku norska bankans Kredittbanken.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.