Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMINN 9 Hvítur á Þjóðleikhúsið: Indíánar eftir Arthur Kopit ÞÝÐING: Óskar Ingimarsson TÓNLIST: Bent Axen LEIKTJÖLD OG BÚNINGATEIKNINGAR Sigurjón Jóhannesson LEIKSTJÓRN: Gísli Alfreðsson Hnefarétturinn er fornhelgur réttur, enda enn i hávegum hafö- ur eins og vera ber. Lögmál frumskógarins eru jafnsjálfsögö og náttúrulögmálin. Sá sterki lætur þann, sem minna á og má sin, kenna aflsmunar, ef gengiö er á rétt hans, hlunnindi eöa sér- réttindi. Sem betur fer eru vits- munir okkar og siöferöisþroski á svo háu stigi, aö viö kunnum ekki aöeins aö meta og þaö aö fullum veröleikum völd þjóöarleiötoga, dómgreind og heillavænlegar framkvæmdir, heidur lika her- styrk stórvelda, bolmagn, fjármagn eöa meö titttuggöum oröum úr frumlegum fjölmiölum: „Afl þeirra hluta, sem gjöra skal”. Egill Skallagrimsson orti, eins og frægt er orðið, fjórum árum áður en hann komst i stjórn grunnskóla, að hann vildi fara brott með vikingum og höggva mann og annan. bennan barna- lærdóm hefur ekki aðeins þjóð vor borið gæfu til að varðveita og virða frá fornu fari, heldur hefur þetta lika verið öðrum þjóðum okkur langtum fjölmennari, fremri og siðmenntaðri,ómetan- legt veganesti og uppörvun til stórræða á örlagastundu. Hernám, arðrán og rányrkja er stunduð af jafnmikilli ósérhlifni, atorku og kappi af stórþjóðum heims eins og jafnan endranær. I þeim efnum láta þær engan bil- bug á sér finna. Menn eru svo dásamlegar skynsemdarverur, að þeir láta hvorki trúar- né stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á breytni sina á vettvangi verk- legra framkvæmda. Samvizku- kvalir standa þeim þvi ekki fyrir svefni, þegar þjóðþrifa-fyrirtæki og framfarir, aukin afköst og hagvöxtur, landvinningar og nýj- ar auðlindir láðs og lagar, aukið svigrúm og athafnafrelsi, vel- megun og endurbættar vel- lystingar eru annars vegar. Elskaðu ekki náungan jafnheitt og sjálfan þig. Það er úrelt kenning og auk þess hálfgerður sjálfsmorðsdómur. Skyldu land- þrengsli hrjá þig, má einfaldlega leysa þann vanda með þvi, að flæma granna þinn burt af föður- leifð sinni með harðri hendi og senda hann út i yztu auðn, þar sem honum væri nær að nema land og reyna sjá sér og sinum farborða á sina frumstæðu og hugmyndasnauðu visu. Enginn er annars bróðir i lifsbaráttunni. Adam og Eva voru hvit eins og óskeikular söguheimildir herma. Hviti kynstofninn á þvi frum- burðarrétt og forgangsrétt á öll- um sviðum mannlegra samskipta og viðskipta. Hviti liturinn er þó alltaf ósvikinn og það er meira en sagt verður um nokkurn annan lit. Enda þótt það liggi i augum uppi, að Bandarikjamenn af evrópskum uppruna séu hvitir menn, en Indiánar hins vegar rauðir, er hitt aftur á móti ekki öllum jafnljóst, að sumir hvitir menn eru t.d. hvitari en aðrir meðbræður þeirra og þvi rétt- hærri og fullkomnari. Englendingar og Vestur-Þjóð- verjar eru hvitari en íslendinga, svo eitt nærtækt dæmi sé nefnt. Hvitir menn gæta „hefðunnina” hagsmuna sinna eins og hundur beins. En hvitir menn hvar i litafiokki eða forgangsfylkingu, sem þeir standa, daufheyrast allir sem einn við þeim fjölbásúnaða bar- lómi sérvizkupúka, sem halda þvi blákalt fram, að við munum enda með þvi að ganga af gömlu fóstru okkar dauðri, nema við breytum um stefnu og deilum móður jörð ekki aðeins með meðbræðrum okkar heldur öðrum lifverum lika. Sem betur fer er heilabú okkar svo vel af guði gert, að taugaveiklaðar og stórfrelsaðar friðarfrumur verða aldrei á vegi framsækinna og herskárra sóknarfruma, sem fara sinu fram eða með öðrum orðum vinna sitt ætlunarverk af innri köllun og eldmóði. Fram, Fram fyikin! Úr þvi að visundum hefur verið út- rýmt i eitt skipti fyrir öll á slétt- um Vesturheims með glæsilegum árangri, er þá ekki ráð eða rétt- ara sagt alþjóðaráð, að ganga á fiskistofna við tslandsstrendur og gera þeim sömu skil? Er það ekki næsta skref i eðlilegri framfara- viðleitni mannkyns? Hvort sem við litum á grund- vallarhugmynd, efnistök, hugar- flug, skopvisi, ádeilugildi, leik- byggingu eða úrvinnslu eru Indi- ánar Arthúrs Kopist öndvegis- verk i einu orði sagt, enda gerir það ekki aðeins að skirskota til skynsemi heldur höfðar það lfka ákaflega markvist til tilfinninga. Til marks um vinnubrögð höfundar og byggingargáfu hans má m.a. benda á, hvernig hann notar sendinefnd Stóra föður sem burðarás, sem atburðir alls verksins snúast um eða flækjast. Þrátt fyrir ýmsa útúrdúra, endurminningar og frávik, veltur allt á þessum eina og sama ási, þegar innviðir verksins eru grannskoðaðir. Þegar svo við þetta bætist, að sýningar Vis- unda-Villa á sjálfum sér og öðrum sögufrægum ribböldum úr hópi hvitra manna og Indiána- höfðingja eru notaðar sem eins konar umgjörð utan um leikinn. virðist verk höfundar þar með vera fullkomnað og heflað i krók og kring. Það er misskilningur að ætla, að Indiánarnir fjalli einvörðungu um sigur hvita kynstofnsins yfir þeim rauða, heldur er þessi áhugaverði sjónleikur fyrst og fremst hnitmiðuð ádeila og nöpur á styrjaldir i hvaða mynd sem er, á landvinningabrölt drottinþjóða, nútimalega nýlendstefnu þeirra, ihlutunarástriðu i málefni smáþjóða, forystuáráttu og baráttu um mestu auðlindir jarðar og frjósömustu landsvæði. Arthúr Kopit beinir skeytum sinum jafnt i allar átti, þessi sjón- leikur segir það, sem lengi hefur verið beðið eftir og mönnum er þörf á að heyra. Enda þótt gervi Gunnars Eyjólfssonar sé giæsilegt og limaburður lýtalaus að heita, er hitt aftur á móti auðsætt, að leik- arinn hefur ekki lagt sig i lima að kanna sálarlif Visunda-Villa til hlitar, enda er lýsing hans eftir þvi daufleg, yfirboðsleg og ófull- nægjandi. Frammistaða Gunnars Eyjólfssonar i lokaatriðinu er engum sönnum atvinnuleikara samboðin: tómt tafs og sein- heppilegar tiktúrur, sem hrifa ekki lengur. Satt bezt að segja fellur sýningin með honum, vegna þess að hann er enginn túlkunarmaður fyrir þvi hlut- verki, sem honum er falið. Af ofangreindum ástæðum var þvi misráöið af leikstjóra eða þjóðleikhússtjóra, hvor sem nú annars réði þvi, að fela Gunnari Eyjólfssyni verkefni, sem hann hefur bersýnilega ei hæfileika til að leysa á viðunandi hátt. Gunnar hefur gert margt prýðis- vel á löngum ferli, en hér er hann eins og fiskur á þurru landi og fyrir þá sök hefði verið bæði sjálf- sagt og eðlilegt að velja annan i hans stað. Þrátt fyrir góðan vilja og við- leitni tekst leikstjóranum ekki að lyfta sýningunni á æðra svið eins og Visunda-Villa er svo tamt að segja og er þá ekki aðeins óheppi- legri hlutverkaskipan og van- hugsaðri um að kenna, heldur og ýmsu öðru. Sýninguna skortir i heild þann hraða, eldmóð og fitonskraft, sem verk á borð við Indiánana krefst, eigi það að njóta sin til fulls og öðlast heill- andi lif og verðskuldaða athygli áhorfenda. og aðdáun. Hefðu at- riðin á sýningu Visunda-Villa til að mynda verið kynnt með meira brambolti, trylltari og dauðadans komið fram i ólikt miskunnar- lausara ljósi, eða með öðrum orðum á átakanlegri og áhrifarik- ari hátt. Talsverður gustur stendur af stórhertogaynjunni, Alexiu. Með næmum skilningi og samstillu átaki tekst þeim Kristbjörgu Kjeld og Þórhalli Sigurðssyni aö skapa eitt spaugilegasta atriði leiksýningarinnar, enda njóta þau þar lika stuðnings Bessa Bjarnasonar, sem á eins vel heima i hlutverki Buntline blaöa- snáps og fiskur i sjó. Honum förlast ekki sundtökin frekar en fyrri daginn. Frammistaða hans á einkasýningunni i Hvita húsinu er t.d. metfé á sina makalausu visu. Jafnvel þóttkappinn, Geronimó sé sýndur sem villidýr I búri, er hann engu að siður mannvera. Eftir öskrunum i Flosa Ólafssyni að dæma mætti ætla, að leikarinn treysti meira á lungun heldur en heilann og hjartað. Leikur Ævars Kvarans, Valemars Helgasonar, Klemenzar Jónss. er sléttur og felldur, en ekkert þar fram yfir. Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Valur Gislason eru bæði vel vepki farin, þótt ofmælt sé að þau sýni okkur nýjar hliðar og óvæntar á túlkunargáfum sinu. Sigriður Þorvaldsdóttir og Erlingur Gisla- son eiga ákaflega lofsverðar leik- stundir, enda leynir leikgleði þeirra sér ekki, þegar til kast- anna kemur. Þóri Steingrimssyni er bæði reisnar og myndugleiks vant sem Custer hershöfðingi, þótt ofsagt sé að honum sé alls varnað. Má vera að Jón Gunnars- son hafi eitthvað til brunns að bera sem leikari, þótt undirrit- uðum sé ógjörningur að koma auga á það. Baldvin Halldórsson lætur töluvert að sér kveða i litlu hlutver;ki. Ahöld munu um það vera hvor siglir glæsilegri sigl- ingu, Rúrik Haraldsson sem Sitting Bull eða Arni Tryggvason, sem höfðinginn Jósep, — svo jafn- prýðilegir sem þeir eru báðir. Um þýðingu Óskars Ingimars- snar er ég ekki dómbær, þar sem ég hef ekki séð frumtextann. Að minum dómi hæfa leiktjöld og búningar sjónleiknum mætavel. Það voru annars ljótu von- brigðin að ekki skyldi takast að hefja þetta stórfenglega verk Kopits á æðra svið og ljá þvi vængi, svo að það gæti flogið bæði vel og lengi en það er ekki að sökum að spyrja, þegar flugþol „arnarins” bilar strax i byrjun og hann flögrar eins og lundapysja i sviðsljósinu. Iialldór Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.