Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMLNN 13 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, I lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. - Stálinu stappað í Breta Skrif Mbl. um landhelgismálið virðast miðast fyrst og fremst við það að reyna að stappa stálinu i Breta, gefa þeim i skyn að ágreiningur riki á íslandi um meginatriði málsins og að brátt muni taka við stjórnar- taumum á íslandi nýir herrar, sem auðvelt verði að semja við. Það má færa sterkar likur að þvi, að þessi óþjóðhollu skrif Mbl. hafi hert Breta verulega i þeim samningatilraunum, sem gerðar haía verið til að binda enda á deiluna, og átt sinn þátt i þvi að Bretar hafa sifellt hafnað mjög sanngjörnum tilboðum íslendinga um bráða- birgðasamkomulag. Þetta kemur m.a. fram i brezka blaðinu Evening Telegraph, sem sagði: „Vonin er sú, að ný stjórn verði fúsari til viðræðna við Breta og Vestur-Þjóðverja um það að binda enda á deiluna”. Og i forustugrein sinni i gær boðar Mbl. Bretum þann tagnaðarboðskap, að nú þurfi þeir ekki lengi að biða þess að þessi nýja og eftirláta rikisstjórn á íslandi taki við völdum. Þar er boðuð fullum fetum ný stjórnar- myndun og skilur það hver maour, hvaða flokkar eiga aðild að þessari Mbl.-stjórn, þótt ekki séu flokkarnir nefndir nöfnum, en þeir eru Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkur og SamtöK frjálslyndra og vinstri manna. Þessi nýja rikisstjórn á að „tryggja sigur íslendinga i landhelgismálinu” segir Mbl, og Bretar skilja það orðalag orðið æði vel, þvi að óhappasamnmginn frá 1961, sem Bretar byggja nú einvörðungu á i baráttunni gegn lifsrétti íslendinga, hafa forystumenn Sjálf- stæðisflokksins kallað og kalla enn: „Mesta stjórnmálasigur íslendinga” Mbl. boðar Bretum þvi betri tið með blóm i haga. Þá hefur Mbl. og Sjálfstæðisflokkurinn ^engið hart fram i þvi að ooða íslendingum þá íamingjustefnu að senda málflutningsmann til iaag til að gera okkur siðferðilega skuld- )undna að hlita dómi Alþjóðadómstólsins, þótt hann dæmi af okkur 50 milurnar. Bretar hafa einmitt bundið miklar vonir við það, að takast muni að draga okkur til dómsins, þvi að þeir vita, aðhannhefur engin alþjóðalög varðandi viðáttu fiskveiðilögsögu að dæma eftir þar sem þau eru ekki til og langt þangað til að þau oðlast gildi, þótt hafréttarráðstefnan geri samþykkt um viðari fiskveiðilögsögu með til- skildum meirihluta, sem enginn getur þó full- yrt um á þessu stigi að takast muni. Bretar vita, að meðan Alþjóðadómurinn hefur ekki skýr gildandi lagaákvæði að fara eftir dæmir hann eftir ihaldssamri hefð, sem stórveldin hafa skapað. Bretar hafa einmitt þungar áhyggjur út af fjarveru okkar frá Álþjóðadóminum. Þeir telja, að við höfum komíð öllum sjónarmiðum okkar á framfæri, þótt við neitum lögsögu dómsins, en höfum það hagræði að neita að viðurkenna málaferlin og A“x"“ sem löglegar, ef bær skerða fiskimíðanna á landgrunninu. agyLOuKJl C4W llClLa CIVJ niðurstöður þeirra. i rétt Islendinga til —TK Judith Listcwel, The Times: Vöruskortur og dýrtíð vofir yfir í Zambíu Ástæðan er sú dkvörðun Kaunda forseta að loka landamærum Zambíu og Rhodesíu Námumaður I Zambíu. ZAMBIA virðist fljótt á litið kyrrlátt og vinalegt riki og ibúarnir búa við áhyggjuleysi. Vörur i verzlunum eru miklar og aðsókn viðskiptavina ör, og helzta umkvörtunarefni al- mennings er skortur á matar- oliu. 97 af hundraði lands- manna hafa greinilega ekki hugmynd um, að verulegur skortur verður ef.til vill á fjöl- mörgum vörum innan þriggja eða fjögurra mánaða og ýmsir erfiðleikar viö að etja. öllum er kunnugt, aö landa- mærum Zambiu og Rhodesiu hefir verið lokað, en innfæddir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þvi. Dýrtið er þó þegar tekin að aukast nokkuð, þar sem allir flutningar um Rhodesiu eru bannaðir bæði með bilum og járnbrautum. ZAMBIUMENN lifa á eir, rikið hefir 65 af hundraði tekna sinna af honum og sölu- verð hans nemur 95 af hundr- aði útflutningsverðmætis landsins. Arið 1972 voru fluttar út frá Zambiu 750 þúsund smálestir af eir og 80 þúsund smálestir af blýi og zinki. 440 smálestir voru fluttar um Rhodesiu með járnbrautum til Beira og bilum til Suður-Afriku, 210 þúsund smálestir með bilum og járn- brautum til Dar es Salaam og 150 þúsund smálestir með Benguela-járnbrautinni til Lobito og Angóla. Með járnbraut frá Beira og Benguela-járnbrautinni kom innflutningur Zambiumanna, námuvinnsluvélar, varahlutir og bilar, verksmiðjuvélar, raftæki og landbúnaðarverk- færi, tilbúinn áburður, hveiti og mais. Þessa leið barst einn- ig sá fjölbreytti neyzluvarn- ingur, sem hinir kaupháu verkamenn I Zambiu eru bún- ir að venja sig við. Sú staðreynd, að laun á námusvæði Zambiu eru með þeim hæstu, sem þekkjast i Afriku, hefir allmikil áhrif á allan gang mála. Nýliðunum innfæddu eru greidd um 35 sterlingspund á mánuði, en þessi laun hækka smátt og smátt og reyndir verkamenn fá allt að 120 pundum á mán- uði. Þar á ofan hafa verka- mennirnir fritt húsnæði, læknishjálp og kennslu. Námumenn i Zambíu búa þvi við eins rúm lifskjör og bezt gerist i álfunni. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna sendi á vettvang sendinefnd til þess að kynna sér hugsanlegar út- og inn- flutningsleiöir Zambiumanna. Nefndin gerði sér ljóst, hve mikilvægt væri að halda verkamönnunum við eirnám- urnar ánægðum. Gert er ráð fyrir að innflutn- ingur til Zambiu nemi 2,4 milljónum smálesta árið 1973, eða 400 þúsund smálestum meira en árið 1972. Það ár komu 770 þúsund smálestir vara úr suðri, 440 þúsund smá- lestir frá Suður-Afriku og 330 þúsund smálestir frá Beira, en afgangurinn frá Dar es Salaam. Nú má heita að lokuð sé leiðin bæði með járnbraut frá Beira og bilum frá Rhodesiu, og þvi verður að út- vega nýjar flutningaleiðir fyr- ir um það bil eina milljón smálesta á þessu ári. Veriö getur, að Bendu- ela-járnbrautin geti tvöfaldað flutning sinn, en hún flytur 30 þúsund smálestir af eir á mánuði og jafn mikið af neyzluvörum inn I landið. Zambiumenn hafa með allri hógværö borið vandkvæði sin upp við portúgölsk yfirvöld og eru þau öll af vilja gerð aö verða að liði, en hafa verður i huga, að þetta er aðeins ein- föld lina, sem oft verður fyrir skakkaföllum vegna ýmis konar bilana. HVERNIG á að fara með þann milljón smálesta flutn- ing, sem enn er óráðstafað? Við blasir flutningur með bil- um þangað, sem Tanzam-járnbrautin er kom- in, og flutningi þaðan með járnbraut til Dar es Salaam. Vegurinn er ágætur, en ekki eru handbærir i svip þeir þús- und vörubilar, sem til þarf (og sumri segja að þeir þurfi að vera 2000). Nægur vörubilakostur hrykki þó ekki til að leysa flutningavandann um Dar es Salaam. Höfnin þar annar illa þeim flutningum, sem um hana fara nú þegar. Þegar þetta er skrifað eru þar 28 skip, 11 biða i Ostruflóa og að minnsta kosti 6 skip lengra burtu. Ekki er legurúm i höfn- inni fyrir nema 8 hafskip i senn og hafnargjöldin nema 1000 sterlingspundum á dag. Fáir skipaeigendur vilja þvi eiga á hættu langa bið nema viðskiptavinirnir taki á sig hinn aukna kostnað. Flutningskostnaður þeirra 250 þúsund smálesta, sem gert er ráð fyrir að flytja þessa leið, veröur þvi sennilega tvöfalt hærri en hann var áður. ÞA er eftir að ráðstafa flutn- ingi um það bil 700 þúsund smálesta. Banda forseti Malawi er kappsmál að notuð verði hin nýja járnbraut hans frá Salima til Nacalaflóa i Mosambique. Þetta verður efalaust gert, enda þótt það kosti akstur með vörubflum 500 milna leiö og umskipun á járnbrautarvagna, sem flytja veröur eftir einfaldri braut til Nacala, þar sem flutningurinn verður settur á skipsfjöl. Þriðji möguleikinn er bfla- flutningur frá Zambiu til Mombasa, en það er þúsund milna akstur. Ef gert er ráð fyrir að nota allar þessar leiðir, til Lobito, Dar es Salaam, Nacala og Mozambique, — og jafnvel Beira að einhverju leyti — og meira aö segja aö ráða bót á þrengslunum i höfninni i Dar es Salaam með einhverju m- 6ti, er unnt að koma á burt 800 þúsund smálestum af fram- leiöslu Zambiu og fá mikil- vægar nauðþurftir til landsins. En samt er eftir að koma 500 þúsund smálestum sina leið og hvernig á að fara að þvi? Að svo stöddu er ekki unnt að koma auga á neina útvegu. ÞEIR, sem sæti eiga i nefnd Sameinuðu þjóöanna, sögöu i einkasamtölum, aö þrjár neyðarráðstafanir yrði að gera að þeirra áliti. I fyrsta lagi yrði þegar i stað að ákveða, hvaða vörur væri nauðsynlegast að fá, i öðru lagi yrði að taka upp skömmt- un og I þriöja lagi yrði að létta af samgöngubanninu að ein- hverju leyti á landamærum Zambiu og Rhodesiu. Þarna er einmitt komið að kjarna málsins. Skipuð var nefnd til aö kveða á um for- gangsvörur, en hún var ekki farin að skila áliti um siðast liðin mánaðamót. Formaður nefndarinnar er Aaron Milner ráðuneytisstjóri i Zambiu og hann er einn af færustu mönn- um ríkisstjórnarinnar. Nefnd- in hefir notið aðstoðar þraut- reyndra útlaga og sérfræöinga Sameinuðu þjóðanna, en þrátt fyrir það fer hún sér svo hægt, að hinir erlendu menn hafa af þvi þungar áhyggjur. Alvarlegur vöruskortur er fyrirsjáanlegur innan þriggja eða fjögurra mánaöa, þar sem ekki er búið að kveöa á um forgangsvörur og sárafá inn- flutningsleyfi hafa verið veitt siðan á áramótum. Þess hefir verið vendilega gætt aö nefna ekki skömmtun til þess að vekja ekki óróa námumann- anna. Þeir nema ekki nema 15 af hundraði vinnandi manna I landinu, en efnahagslifið allt veltur á snuröulausu starfi þeirra. VERIÐ er að ræða þriðja striðið, eöa opnun landamæra Zambiu og Rhodesiu að ein- hverju leyti ef nauðsyn krefur, og þá með einhverri aðgengi- legri afsökun. Unnt væri að senda vörur frá Suður-Afriku til Botswana og þaðan um Caprivi-svæöið til Zambiu, svo fremi að unnt yrði að lagfæra hina hrörlegu ferju. Alþjóð- lega Alaskaflugfélagiö hefir hafið vöruflutninga i lofti frá Botswana til Zambiu, en litið hefir borið á þessu flugfélagi áður. Það hefir tilkynnt, að vörum sé safnað saman I Francistown og það eru senni- lega vörur frá Suður-Afriku og Rhodesiu. Fróðlegt verður að fyigjast meö þvi, hvað Zambiumenn Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.