Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMINN 17 AÐ UNDANFÖRNU hefur staðiö yfir ljósmyndasýning I Gailerl Gljótaþorp á vegum Ljósmyndafélags Kennaraháskóia Islands. Þarna sýna 9 félagar 60 myndir, og eru þær ailar til sölu. Flestar myndirnar munu teknar á sfðasta sumri, og hafa sumarvinnustaöir sumra félaganna verið vinsælt myndaefni. Sýningin er opin yfir helgina frá tvö til tiu, en virka daga opna þeir sýninguna klukkan fjögur. Tæplega fimm hundruð manns höfðu sótt sýninguna á föstudaginn. Sýningin stendur fram til 22. marz. Á myndinni er einn Ijósmyndaranna Jóhann A. Kristjánsson, en i baksýn eru Ijósmyndirnar á svörtum veggnum 1 sýningarsalnum. (Tlmamynd Róbert. KYNNINGARBÆKL- INGAR FRÁ TRYGG- INGASTOFNUNINNI Fyrstu tveir kynningarbæklingar Tryggingastofnunar ríkisins eru nú komnir út, og fjalla bæklingar þessir um SLYSABÆTUR og BÆTUR TIL EKKNA, EKKLA OG EINSTÆÐRA FORELDRA. I bæklingnum um slysabætur er greint frá hvers konar bætur launþegar fá samkvæmt al- mannatryggingalögunum, og þar er greint frá upphæð bótanna. I bæklingnum um bætur til Svona litur bæklingurinn um slvsabætur út. ekkna, ekkla og einstæðra for- eldra er gerð grein fyrir hvaða bætur þessir aðilar eigi kost á, og hvernig greiðslu þeirra er hagað. Ekkjur og ekklar yngri en 67 ára eiga rétt á rúmlega tiu þúsund króna bótum á mánuði (miðað við 1. april n.k.) fyrstu sex mánuði eftir fráfall maka. Mæðralaun með einu barni eru kr. 712.00 á mánuði en með þrem börnum eða fleiri kr. 7.727.00. Barnalifeyrir er 4.152 krónur á mánuði, og upphæð meðlags er sú sama á mánuði (miðað við 1. april n.k.) Fræðslubæklingar þessir og þeir sem eiga eftir að koma út, munu liggja frammi hjá Trygg- ingastofnun rikisins Laugavegi 114 i Reykjavik og hjá umboðs- mönnum stofnunarinnar úti á landi, sem eru sýslumenn og bæjarfógetar. Að þvi er örn Eiðsson, upp lýsingafulltrúi Tryggingastofn- unarinnar, tjáði Timanum, þá geta fyrirtæki fengið bæklinga þessa fyrir starfsfólk sitt, og ætlunin er, að ASI sendi trúnaðar- mönnum sinum á vinnustöðum bæklingana. örn Eiðsson hafði umsjón með útgáfu bæklinganna. © Sauðfé ingstiminn i marz, en sumir hafa þó þann hátt á að rýja gemlinga fyrir jól, einkum, ef þeir láta þá vera með lambi, en það færist nú æ meir i vöxt. Þeir hinir sömu rýja þá flestir yngri ærnar strax eftir fengitima, en til að þetta megi lukkast vel, verður að gera mjög vel við, og á fæstum kindum er komin fyll- ing fyrr en á útmánuðum, og rýja flestir frá febrúarlokum og fram i aprilbyrjun. Þeir eru margir, sem ekki alrýja nema gemlinga og e.t.v. yngri ærnar, en skilja eftir skegg á hinum eldri, sem komnar eru með gisnari ull og fyllast ekki eins fljótt og hinar, það veitir þeim skjól i vorhretunum, sem alltaf má gera ráð fyrir. Flestir þeir, sem tekið hafa upp vetrarrúning, munu hafa haldið honum áfram og likað nýbreytnin vel. Féð verður lystarbetra og fer betur með sig, að þeirra áliti — og margir telja ærnar skila betri afurðum fyrir bragðið, auk þess sem með þessu fæst betri ull. En algert frumskilyrði er, eins og áður sagði, að hafa góð hús og halda fénu við þau og fóðra vel. Nú eru nóg hey um allt land, og verða þvi vafalaust fleiri en áður til að rýja, auk þess, sem reynslan af siðasta vori, sem var hið bezta um langan tima, hvetur menn vafalaust til vetrarrúnings. © Skór Kristinn Bergsson teiknari Iðunnar hannar alla skó verk- smiðjunnar, en hann hlaut inenntun sina i Sviþjóð. A kaupstefnunni nú eru 60-80 gerðir, þ.á.m. nokkrar nýjar gerðir. t vor kemur verksmiðjan fram með vor- og sumarskóna. Við flytjum ekki út skó, sagði Richard Þórólfsson, — en gerum okkur vonir um útflutning i framtiðinni og höfum þá sérstak- lega i huga skófatnað úr innlendu hráefni t.d. með gærufóðri. Góð samvinna — Það er ekki hægt að framleiða neitt ódýrt á íslandi, sagði Richard. —En við höldum okkur að reglu samvinnuverksmiðja að framleiða vandaðan meðalgæða- flokk. Miðað við gæði eru okkar skór ódýrari en erlendir, og endingin er mjög góð. I sama streng tók Sigurður framkvæmdastjóri Agila, sem leitast við að framleiða vandaða tizkuskó. Skórnir frá Egilsstöðum eru ekki dýrari en hliðstæðir inn- fluttir skór. 20manns vinna nú hjá Agila og 65 hjá Iðunni. Samvinna skó- framleiðendanna fyrir norðan og austan hefur verið með ágætum. Enda segja þeir Richard og Sigurður: — Við viljum ekki keppa innbyröis. Það er markmið okkar að keppa sameiginlega við innflutninginn. -SJ,- Háskóla- fyrirlestur PRÓFESSOR Ake Malmstrom frá Uppsalaháskóla flytur fyrir- lestur i boði Háskóla Islands þriðjudaginn 20. marz n.k. kl. 17.30i I. kennslustofu Háskólans. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og fjallar um: „Saman- burðarrannsóknir I lögfræði. Vandamál og aðferðir”. (Jamförande ráttsforskning. Problem och metoder). öllum er heimill aðgangur. Hilmar Sigurbjartsson liggur á Borgarsjúkrahúsinu, og var þessi mynd tekin af honum þar. Fjársöfnun til styrktar Hilmari Einkenni dagsins er lýsing á hinu stóra. mikla, fjölmenna. Eyru og augu fyllast af þvi, sem i efstastigi er tjáð. Heimurinn fær- ist lika allur inn fyrir dyr svo til hvers heimilis, og þvi er hið stóra, sem i útlöndum gerist, daglegt brauð hjá flestum, hvort heldur jákvætt er eða neikvætt. Þess vegna ber það lika oft fyrir, sem ofviða er i venjulegum skilningi. Þessar linur eru þó fram sett- ar til þess að minna á einstakling. Hann liggur á sjúkrabeði, hefur orðið fyrir slysi, og væri hann ekki gæddur þeirri lifstrú og dug, sem neitar að viðurkenna upp- gjöf, væri dimmt fyfir augum hans i dag. Þvi hann hefur mikið misst, vinstri fótinn fyrir neðan hné, hægri handlegg fyrir ofan olnboga, og að auki er hægri fót- urinn mjög illa farinn. Kunnugir munu átta sig á þvi, að hér er verið að lýsa Hilmari Sigurbjartssyni, Hólmgarði 19, sem lenti i slysi i grjótnámu fyrir mánuði. Hinir minnast þess e.t.v. að hafa heyrt um þetta, fyllzt samúð, en siðan kom eitthvað annað, sem ýtti til hliðar. Það er erfitt fyrir ungan mann, rétt liðlega tvitugan, með litið barn og unnustu til forsjár, að verða fyrir sliku áfalli, og enginn getur til fulls bætt honum það. En vissri tegund af áhyggjum má létta af honum með samstilltu átaki, og þvi eru þeir beðnir, er linur þessar lesa með skilningi.að tjá samúð sina með þvi að láta eitthvað af hendi rakna til unga mannsins. Dagblöðin hafa góðfúslega heitið móttöku. Ólafur Skúlason, prestur i Bústaðasókn. Bæjarstjórn Akra ness mótmælir lagafrumvarpi GB—Akranesi. — Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt mótmæli gegn lagafrumvarpi um að heimilaðar verði veiðar að nýju i Faxaflóa með botnvörpu. Samþykktin er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að mótmæla harðlega ákvæðum frumvarps til laga á þingskjali nr. 348, er lagt hefur verið fram á Alþingi þess efnis að heimilaðar verði að nýju veiðar i Faxaflóa með dragnót og botn- vörpu. Faxaflói hefur verið friðaður fyrir notkun þessara veiðarfæra i hálftannað til tvö ár. Það er samdóma álit sjómanna og útgerðarmanna á Akranesi, að þessi ráðstöfun hafi þegar haft heillavænleg áhrif á fiskgengd i flóanum. Til dæmis hefur meðal- ýsuafli Akranessbáta á haust- verið aukizt frá árinu 1970 úr 0,7 lestum i róðri i 1.7 lestir árið 1972. Bæjarstjórn Akraness vill þvi vara alvarlega við afleiðingum þess að leyfa að nýju notkun þess- ara veiðarfæra i Faxaflóa, og beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að samþykkja ekki neinar slikar heimildir”. MMriMMMMMMMMPlriMMM MM M IhI H Vestmannaeyingar! M m Steingrímur Benediktsson £3 gullsmiður £3 hefur fengið aðstöðu í cí gullsmíðaverkstæði M ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR pí óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu £2 Simi 20-0-32 C»«l MMMMMPQMM MPflPIPIP'IPIPIPlMílPIPIMPIP'IPIP'IMMPT bilbJbilb«lbilbdb4b4b4bibilb«lb4b4b4b4bdbJbdbil M Trúlofunarhringar M Fjölbreytt úrval af gjafavör- £3 um úrgulli, silfri, pletti, tini o.fL ” M Önnumst viðgerðir á skarfgirp- m um, —Sendum gegn póstkröfu. r2 bd GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI H ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR £$ óðmsgötu 7 — Rafhahúsinu jlj iij P,IP,IP'IP1P1P»IMPÍIP'IMP1MP1P1P'IP1P1P«IP<JP<Í bJbdbJbJbJbJbJbJbJbJbJbJbJbJbJbJbJbJbdbd 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.