Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 25

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 25
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMINN 25 Jón Jónsson, fiskifræðingur: Dragnótin og Faxaflói Hr. ritstjóri. Vegna fréttatilkynningar frá Útvegsmannafélagi Akraness dags. 2. marz s.l. varöandi áhrif dragnótar á ýsuveiöi i Faxafóa, vil ég taka fram eftirfarandi: Rétt er þaö, aö dr. Arni Friö- riksson fiskifræöingur baröist fyrir lokun Faxaflóa á sinum tima, en þá voru aöstæöur hér viö land allt aörar en i dag, er erlend veiöiskip stunduöu togveiöar inn aö þremur milum og engin ákvæöi voru til um lágmarks- möskvastærö i botnvörpum, né dragnót. Samkvæmt skýrslu Faxaflóanefndarinnar svo- nefndu, sem vann aö rannsóknum á Islenzku fiskistofnunum i sam- bandi viö tillögu Islendinga um lokun Faxaflóa, var heildarsokn brezkra togara I sjálfum Faxa- flóa aö meöaltali tæplega 21 þúsund togtimar á ári, auk þess sem hér viö bættist veiöi íslend- inga sjálfra og annarra þjóöa. Nú eru erlendir togarar allir komnir út fyrir 112 milur og voanandi veröur ekki langt þar til 50 mflna fiskveiöilögsaga okkar kemst til framkvæmda i raun. Arni Friöriksson baröist einnig fyrir notkun dragnótar viö ísland og þegar sett voru lögin um drag- nótaveiöar i islenzkri landhelgi áriö 1960 skrifaöi hann sérstaka greinargerö um máliö og var þvi mjög fylgjándi. Skoöanir manna á notkun drag- nótar og botnvörpu eru mjög skiptar og sýnist sitt hverjum. Það álit margra aö dragnót og botnvarpa eyðileggi „gróöur” botnsins er byggt á misskilningi. Hinn raunverulegi gróður á botn- inum, þang og þari, nær ekki lengra niöur en 30-40 metra, vegna þess aö geisla sólar gætir ekki dýpra og allir, sem til þekkja, vita aö fiskveiöar meö umræddum veiöarfærum eru ekki stundaöar i þessu gróöurbelti. Það sem fiskimenn nefna gróöur eru hins vegar smá botndýr af ýmsu tagi og hafa þau sáralitla þýðingu, ef nokkra, sem fiska- fæöa. Skeldýrum, sem lifa á botni og þýöingu hafa fyrir nytjafiska okkar, er ekki hætta búin af drag- nótaveiðum. Fiskurinn veröur að róta þeim upp til þess að ná þeim, og kemur dragnót honum til hjálpar að þvi leyti sem hún rótar upp botninum. Rannsóknir i Norðursjó hafa leitt i ljós að vaxtarhraði ýsu er minni á stööum þar sem bannaöar eru dragnóta- og botn- vörpuveiðar og orsakast þaö ef til vill af þvi sem hér er nefnt aö framan. Veigamesta mótbáran gagn- vart dragnótinni er þó sú að hún sé hættuleg fyrir ungviöi fiska. Þaö er satt og rétt aö meö litilli möskvastærð er hægt að veiða mikiö af smáfiski i þetta veiöar- færi, en meö þvi aö hafa möskva- stærðina nógu stóra er hægt aö hlifa smafiskinum. A árunum fyrir seinni heims- styrjöldina voru ekki i gildi nein ákvæöi um lágmarksmöskva- stærð hér við land og mun ekki langt frá sanni að áætla aö hún hafi verið 70-80 mm. Sé reiknað með 80 mm möskvastærð, þa slapp ekki úr vörpunni nein ýsa yfir 27 cm og enginn þorskur yfir 26 cm. Með núverandi möskva- stærð (130 mm) sleppa svo til allar ýsur undir 44 cm og þorskar undir 42 cm. Hér hefur þvi oröiö á mikil breyting, enda er nú svo komiö, aö yfirleitt er litill munur á lengdardreifingu þess fisks, sem aflast á linu, i botnvörpu eða dragnót, þar sem þessi veiöarfæri eru notuð samtimis og skal hér nefnt dæmi frá mælingu á þorski úr einstökum veiðarfærum frá Skjálfandaflóa sumarið 1968. Rannsóknaskipiö Hafþór var þarna viö togtilraunir i júli og gerði ýtarlegar mælingar á þroski veiddum I botnvörpu meö möskvastærð um 120 mm (gerfi- efni), en það jafngildir 130 mm möskvastærö I poka úr manilla. Meöallengd þorsks i veiöi Haf- þórs var 59,1 cm og af þeim 1828 fiskum sem mældir voru, voru aöeins 4 undir 40 cm. Sýnishorn af nótafiski var tekið á liku svæöi, en þó mun grynnra, 18. júli og var meöalstærðin 61,4 cm. í sýnis- horni úr afla b.v. Kaldbaks frá Skagagrunni siðast I júni var meöallengdin 62,4 cm. 1 sýnis- horni úr afla linubáts frá Skjálf- anda 4. október var meöallengdin 61,4 cm, en meöallengdin i afla dragnótarbáts daginn eftir frá þessu svæði var 60,2 cm. Þessi dæmi eru valin af handahófi, en þau sýna, svo aö ekki veröur um villzt, að þessi veiðarfæri virðast öll taka sama fiskinn. Allar eru þessar mælingar geröar af reyndum mælingamönnum i þjónustu Hafrannsóknastofn- unarinnar. Ég tel nauösynlegt aö benda á þetta, þar sem oft eru á lofti sögusagnir um óhemjumagn smáfisks, sem á að veiöast i botn- vörpu eöa dragnót, gagnstætt þvi sem veiðist i önnur „óskaöleg” veiöarfæri. Hafrannsóknastofnunin hefur framkvæmt rannsóknir sinar á þann hátt að toga á sömu svæðum og botnvörpu- og dragnótabát- arnir og meö þeirri möskvastærö sem leyfileg er, en öft með tvö- faldan poka, þar sem sá ytri tekur viö öllum smáfiski, sem sleppur úr þeim innir. Siðan berum við saman okkar mælingar viö þær mælingar, sem geröar eru i landi á afla bátanna og er samræmiö yfirleitt það gott aö viö höfum ekki ástæðu til þess aö ætla annaö, en aö mælingarnar i landi gefi mynd, sem i öllum aöalat- riöum er rétt. Þaö er þó vitaö, aö mjög mikiö aflamagn dregur úr hinni s.k. kjörhæfni möskvans, þ.e. minna sleppur út af smáfiski en eðlilegt er, og ekki þarf aö taka hér fram, aö allar reglur um möskvastærö standa og falla meö samvinnu viö sjálfa sjómennina. Þaö á skilyröislaust aö svipta þá menn veiöileyfi, sem misnota þaö traust, sem þeim er sýnt. Þeir eyöileggja ekki einungis fyr- ir sjálfum sér, hejdur öllum hinum, sem fara eftir settum reglum. Fyrstu árin eftir lok siöustu heimsstyrjaldar jókst ýsuaflinn hér viö land mjög samfara auk- inni sókn. Þessi þróun náöi hámarki áriö 1949, en eftir þaö snarféll aflinn og komst I lág- mark árið 1952. tlr þvi jókst aflinn ár frá ári og náöi algeru hámarki áriö 1962 er hann komst upp i 120 þúsund tonn, eöa tvöfalt þaö afla- magn er mest varö á milli heims- styrjáldanna tveggja. Fiskifræðingar eru sammála um aö aukning ýsuaflans á árunum 1952-1962 megi þakka út- færslu landhelg nnar 1952 svo og aukinni möskvaLtærö I botnvörpu og dragnót er komst á um likt leyti. Samhliða hinni auknu friöun er stofninn varð þá aönjót- andi, komu einmitt i gagniö tveir óvenjulega sterkir árgangar, sem nýttust mun betur en áður, eins og vikiö mun aö siöar. Eftir 1962 hefur heildarýsu- veiöin viö Island fariö minnkandi ár frá ári og var hún komin niður i rúm 46 þúsund tonn áriö 1971. Þróunin i ýsuveiði Breta og íslendinga hefur veriö mjög lik, þó hefur dregiö meira úr veiöi Breta, m.a. vegna mun minni sóknar af þeirra hálfu seinustu árin. Litlar upplýsingar eru til um afla á sóknareiningu aö þvi er snertir islenzku bátaveiöina, en ýsuafli islenzku togaranna (tonn á miljón tonntogtima) var sem hér segir: ár tonn/milj . ár tonn/milj. tonntima tonntima 1960 221 1966 173 1961 212 1967 195 1962 274 1968 166 1963 223 1969 166 1964 227 1970 130 1965 214 Ýsuafli togaranna á árunum 1965-1969 var frá 16% upp I 22% af heildarýsuafla okkar á þessu timabili og gefur þvi nokkuö góöa mynd af sveiflum I stofnstærö ýs- unnar þessi árin. A timabilinu 1967-1971 var hlutur okkar i heildarýsuaflanum hér viö land 75% og munar þar mest um minnkun I afla brezkra togara. A árunum 1961-1966 var hlutur dragnótarinnar I heidlarýsuveiö- inni frá 6,3% upp i 8,3%, en féll siöan og áriö 1969 var hann aðeins 2,0% af heildarýsuveiöinni. Sama þróun kemur einnig fram sé miöaö viö ýsuveiöi Islendinga og varö hlutur dragnótarinnar mestur áriö 1962, er hann komst upp i 18,3%. Arið 1969 var hlutur dragnótarinnar i ýsuafla okkar einungis 2,6%. Aö þvi er snertir dragnóta- veiöina i Faxaflóa sérstaklega, þá var heildarafli þeirra báta er veiöar stunduöu frá Faxaflóa- höfnum 4923 tonn áriö 1960. Tveimur árum siöar, eöa áriö 1962, komst aflinn I 10539 tonn, en var svo nokkuö jafn fram til ársins 1966, milli 6500 og 8000 tonn á ári. Eftir þaö fór afli dragnóta- báta I Faxaflóa ört minnkandi og stafaöi þaö sumpart af minni sókn. Aflinn varö minnstur áriö 1968 eöa 684 tonn, en varö 1395 tonn áriö 1969. Áriö 1964 voru geröir út 32 bátar O Goðafoss borð? — Jú það er rétt, þarna var á framdekkinu stórmerkilegur bil, sem var gjöf frá Roosevelt forseta Bandarikjanna til Sveins Björnssonar þáverandi forseta Islands. Þessi bill var hand- smiðaður og var vist sérlega glæsilegur. Hann var, eða eigum við ekki að segja er, af gerðinni Packard, og er sagt að hann hafi m.a. verið með gullhúöuðum stuðurum. Honum var komið fyr- ir á framdekkinu i skotheldum og vatnsheldum kassa, auk þess sem hann var allur útmakaður i feiti. Gæti ég trúaö, að hann væri ekki illa farinn, þó að hann sé búinn að vera þarna i sjónum i nær 24 ár. Það er skritið með þennan bil, að það hafa nær allir, sem ég hef talað við um þessa björgun, spurt um hvað við héldum um hann. Hvort hann gæti verið heill og hvað hægt væri að gera við hann. Það hafa þvi margir vitað um hann, og hann er vist orðin eins konar þjóðsaga meðal fólksins. Við höfum lika talað um það okk- ar á milli, þegar við höfum verið að láta okkur dreyma um hvað við myndum gera ef við fyndum flakið, og að allt væri i lagi með bilinn, að gefa hann Þjóðminja- safninu, enda er þessi bfll orðinn hálfgerður þjóðsagnabill meðal fólksins. Það voru fleiri bilar um borð, en þeir eru sjálfsagt löngu horfn- ir. Þeir voru á afturdekkinu, og það siðasta sem sást til þeirra, var að þeir héngu i köðlum út yfir siðuna.en þangað köstuðust þeir, þegar skipið fékk skotið i sig, en það kom i afturlestina. Hættum ekki að leita þó við verðum 100 ára gamlir Hvað er næsta skrefið i leitinni hjá ykkur? — Það næsta er að fara af stað þegar veður leyfir, og byrja að kemba botninn á þeim slóðum, sem við höldum að flakið sé. Við höfum einnig áhuga á, að útvega okkur fullkomnari tæki til leitarinnar, en það er nú allt i at- hugun. Við reyndum að fá lánuð tæki, sem notuð voru til leitarinnar að þotunni, sem fórst þarna I vetur, en vorum of seinir á okkur i það sinn, þau voru farin aftur af landi brott. Við fórum einnig af stað, þegar dráttarbáturinn Southwind kom hér til að aðstoða isbrjótana tvo, en hann var útbúinn einum frá Faxaflóahöfnun á dragnót, 17 áriö 1967 og lOáriö 1969. Meöalafli á bát á timabilinu 1964-1967 var 234-254 tonn, en áriö 1968 var hann 114 tonn og 140 tonn áriö 1969. Hlutur einstakra tegunda I heildaraflanum var nokkuö jafn, Arin 1960-1968 voru 42% af afla dragnótarbáta viö Faxaflóa ýsa, 33% þorskur, 19% skarkoli, afgangurinn ýmsar aörar teg- undir. Aldurs- og lendardreifing þess fisks, sem veiddist I dragnót er yfirleitt sú sama og fékkst i önnur veiöarfæri á sama staö og tima. Rannsóknir á ýsustofninum sýna glögglega, aö miklar sveifl- ur eru I stærö hinna einstöku ár- ganga og aö þessar sveiflur ráöa mjög miklu um breytingar á afla- magni. tlr hinum 13 árgöngum, sem eiga hlut aö máli, fengust samtals 406 miljónir fiska á aldrinum 4-6 ára, en af þeim voru 176 miljónir af árgöngunum frá 1956-1957. Siöan hafa aöeins komiö tveir árgangar, sem eitt- hvaö gagn er I, nefnilega árgang- arnir frá 1960 og 1964, sem þó eru hálfdrættingar á viö þá fyrr- nefndu. Orsök minnkandi ýsuveiöi undanfarin ár, viröist þvi aöal- lega vera lélegt klak. 1 rauninni er mjög vafasamt aö bera veiöina i dag saman viö þaö sem hún varö á árunum 1961-1965, þar sem sú veiöi byggöist svo til fullkomnustu leitartækjum I heimi. Hann fann m.a. kjarn- orkukafbátana bandarisku, sem fórust, og fleiri skip og vélar. Við töluðum við skipstjórann á hon- um, en hann sagði okkur, að þvi miður hefðu tækin verið tekin i land áður en hann fór hingað. Þá höfum við talað við nokkra menn i vetur og úr þeim upp- lýsingum ætlum við að vinna. Ég vildi þó gjarnan biðja þig um að koma þvi á framfæri fyrir okkur, að þeir, sem telja sig geta gefið okkur einhverjar upplýsingar um hvar skipið liggi, láti einhvern okkar þriggja vita sem allra fyrst. Eru það sérstaklega sjó- menn, eins og t.d. loðnuskipstjór- ar, sem þarna hafa verið á veið- um og gamlir sjómenn, sem telja sig hafa fest veiðarfæri i flakinu. Nöfn okkar allra eru i sima- skránni. Eru allar upplýsingar um þetta vel þegnar, og ef þær reynast haldgóðar verður vel greitt fyrir þær. Þessi björgunarleiðangur hefur valdið mér mörgum andvöku- nóttum og á sjálfsagt eftir að gera það. En eitt er vist, að þó við verðum að leggja út i enn meiri kostnað, enn meiri vinnu og enn fleiri andvökunætur, munum viö ekki hætta að leita þó við verðum hundrað ára gamlir. —klp— ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSIKGU Í TÍMANUM! eingöngu á tveimur afburða- sterkum árgöngum, sem ekki er hægt aö reikna meö venjulega. Samanburöur á ýsuveiöi okkar I dag viö þaö sem hún var áöur, sýnir eftirfarandi: A árunum 1966-1971 sveiflaöist aflinn 34 og 38 þús. t. og var meöalaflinn á þvi timabili tæplega sex sinnum meiri en á árunum 1930-1939: helmingur af þvi sem hann var á árunum 1961- 1965 og einum og hálfum sinnum meiri en á árunum 1946-1959. Þessar sveiflur eru innan þeirra marka er náttúran sjálf ákveöur um stærö hinna einstöku árganga. Tilraunaveiöi rannsóknaskipa á undanförnum árum hefur sýnt aö mjög áþekkar sveiflur eru I ýsumagninu á einstökum stööum, hvort sem dragnótaveiöi hefur veriö leyfö þar eöa ekki. Sú þróun I veiöi Akranesbáta, sem vitnaö er I I bréfi Akurnes- inga er I samræmi viö þá heildar- þróun ýsuveiöanna, sem hér hefur veriö lýst, þó aö visu sé hér einungis um aö ræöa 0,5% af ýsu- afla Islendinga á umræddu tima- bili og 0,3% af heildarýsu- aflanum. Hér viröist þvi ekki vera um aö ræöa staöbundiö fyrirbrigöi, sem hægt er aö skýra meö notkun ákveöinna veiöarfæra, heldur viröist um aö kenna sveiflum i náttúrunni, er viö ráöum ekki viö. S. Helgason hf. STEINIÐJA HinhQlti 4 Simai 26677 og 14254 Jörð til sölu Jörðin Siglunes i Barðastrandarhreppi er til sölu. (Tilboð óskast.) Nánari upplýsingar gefureigandi og ábúandi jarðarinnar Guðmundur GislaSon. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Simi um Haga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.