Tíminn - 18.03.1973, Qupperneq 4

Tíminn - 18.03.1973, Qupperneq 4
4 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973. Organetta fyrir börn tbúar Vestur-Þýzkalands hafa nú fundið nýtt stöðutákn, og nú keppastallir við að eignast það, eöa útvega börnum sinum þetta tákn. Hér er um að ræða heimilisorgel, sem er elektróniskt og á barna- leikfangasýningu, sem nýlega var haldin i Nurnberg var sýnd smækkuð mynd af þessu orgeli „organetta” sem er sérstaklega ætluð börnunum. Það er fyrir- tækið Hohner i Trossingen, sem hefur gert þetta tæki. Hefur fyrirtækið hugsað sér, að þegar blásturshljóðfærin, sem mörg börn byrja að læra á, missa að- dráttarafl sitt, þá geti organ- ettan tekið við, enda sú hún góð til undirbúnings pianóspils framtiöarinnar. En það má nota organettuna til annars en spila á hana. Það er hægt að setja yfir hana lok, og nota sem teikni- borð, eins og sjá má af með- fylgjandi mynd. Hasselblad á tunglinu Hasselblad-myndavélar hafa verið hluti af útbúnaöi geimfara i 22 tunglferðum Bandarfkja- manna, allt frá 1962, þegar Walter Schirra tók með sér fyrstu Hasselblad-myndavélina til tunglsins. Á þessar mynda- vélar hafa verið teknar nærri 20 þúsund litmyndir og svarthvitar myndir i tunglferðunum. Hinn 20. júli, 1969, var tekin fyrsta mannsmyndin á tunglinu, á Hasselblad, myndin var af þeim Neil Armstrong og Buss Aldrin. Þá var tekin mynd á sams konar vél, þegar Edward White gekk i fyrsta skipti i geimnum. Niu Hasselblad-myndavélar hafa verið skildar eftir á tunglinu, og i staðinn hafa geim- fararnir tekið meö sér tungl- grjót og önnur sýni. 1 tunglferö- unum hafa verið notaðar allar tegundir Hasselbladvéla, allt frá geröinni 500C og SWC til 50 EL/70iSem hefur veriö i notkun frá þvi 1968. „Dásamlegt veður. Hlýtur að minnsta kosti að vera minus 15 gráður”. DENNI DÆMALAUSI Teygjan er ónýt i buxunum, sjáðu hvernig fer, þegar ég dreg inn niagann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.