Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 12
12 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR FLÓÐ Á FLÓRÍDA Brian Vail, húsvörður í grunnskóla á Flór- ída, hleður upp sandpokum til að verja skólahúsnæðið fyrir miklum flóðum. Handknattleiksdeild Aftureldingar: Févana og skuldsett FJÁRMÁL „Þarna er um að ræða margra ára gamlar fjárkröfur og alveg út í hött að tengja þetta nýjum eigendum fyrirtækisins,“ segir Haukur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Ingvars Helgasonar. Fram hefur komið að handknattleiksdeild Aft- ureldingar í Mosfellsbæ rambar á barmi gjaldþrots og getur ekki greitt milljónakröfur bílaumboðs- ins. Hafa viðræður lítið gengið þar sem deildin er févana með öllu og hefur ítrekað fengið rausnarlega fresti á greiðslum enda kröfurnar nokkurra ára gamlar. Málið þykir afar viðkvæmt þar sem Ingvar Helgason hefur verið einn helsti styrktaraðili Aftureldingar og handknattleikssambandsins um árabil. Haukur segir eðlilegt að fyrir- tæki gangi á eftir greiðslum hver sem í hlut á og ekki sé hægt að skella skuldinni af hugsanlegu gjaldþroti handknattleiksdeildar- innar á bílaumboðið og þaðan af síður á nýja eigendur Ingvars Helgasonar. Valdimar Leó Friðriksson, for- maður stjórnar Aftureldingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. ■ Enginn vilji til samkomulags Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík segir formann bæjarráðs í Kópa- vogi misskilja deilu sveitarfélaganna um legu vatnsleiðslu. Kópavogs- bær ætlar að kalla eftir upplýsingum frá óbyggðanefnd um stöðu mála. SVEITARSTJÓRNARMÁL Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavík- ur, segir misskilnings gæta í orð- um Gunnars I. Birgissonar, for- manns bæjarráðs Kópavogs, í blaðinu í gær þar sem hann talar um árás Valhallar á sjálfstæðis- menn í Kópavogi. „Í fyrsta lagi hef ég nú aldrei verið aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,“ segir Vil- hjálmur og áréttar að deilur sem risnar eru vegna neitunar borgar- ráðs á beiðni Kópavogs um lögn vatnsleiðslu um Heiðmörk komi Valhöll ekkert við. „Um er að ræða ágreiningsefni milli tveggja sveitarfélaga. Afstaða borgar- ráðs, þar á meðal mín og minna félaga, byggðist eingöngu á fag- legri umsögn borgarlögmanns.“ Vilhjálmur tekur á hinn bóginn undir ummæli Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, um að deilan sé afturhvarf til fyrri sam- starfsörðugleika sveitarfélag- anna. „Ég tel í raun dapurt að R- listinn og meirihluti bæjarstjórn- ar Kópavogs skuli ekki hafa náð samkomulagi um málið. Ég man þá tíð að borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík deildi hart við bæjarstjórn Kópa- vogs, þar á meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um skipulags- mál og réttarstöðu Reykjavíkur- borgar í Fossvogsdal. Sú deila þótti ekki boða sérstök pólitísk tíðindi,“ segir Vilhjálmur. Hann segist hafa kallað sérstaklega eft- ir því í borgarráði hvort sáttaleið- in væri fullreynd í deilu bæjarfé- laganna nú. „Ég fékk þau svör að búið væri að halda marga fundi og enginn vilji væri til samkomulags um málið.“ Vilhjálmur tekur fram að Gunnar Birgisson hafi ekki rætt málið við hann á fyrri stig- um. Lögmaður Kópavogsbæjar hefur sett sig í samband við óbyggðanefnd og tilkynnt að von sé á erindi frá bænum vegna land- skikans í Heiðmörk sem deilan snýst um. Sif Guðjónsdóttir, skrif- stofustjóri óbyggðanefndar, bend- ir á að í raun sé allt Suðvesturland til meðferðar hjá nefndinni og ekki liggi fyrir nákvæmlega um hvaða landskika sé verið að deila, eða hvort ríkið hafi gert kröfu í landið. „En það verður skoðað nánar þegar erindi berst frá Kópavogsbæ,“ segir hún. olikr@frettabladid.is Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Nýr stjóri tekur við HEILBRIGÐISMÁL Magnús Skúla- son deildarstjóri hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suður- lands frá 1. september. Þá kem- ur sameining heilbrigðisstofn- ana á Suðurlandi til fram- kvæmdar. Fimmtán sóttu um starf framkvæmdastjóra. Heilbrigðisstofnun Suður- lands mun þjóna um 17 þúsund íbúum. Liðlega 200 manns vinna á heilbrigðisstofnunum sem sameinast og velta þær um 1.230 milljónum króna árlega. ■ 1. flokki 1989 – 55. útdráttur 1. flokki 1990 – 52. útdráttur 2. flokki 1990 – 51. útdráttur 2. flokki 1991 – 49. útdráttur 3. flokki 1992 – 44. útdráttur 2. flokki 1993 – 40. útdráttur 2. flokki 1994 – 37. útdráttur 3. flokki 1994 – 36. útdráttur Frá og með 15. ágúst 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. ágúst. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf Borgatúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 SVEITARSTJÓRNARMÁL Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykja- vík, segir að víst sé uppi ágrein- ingur um landareign Reykjavík- ur og Kópavogs í Heiðmörk. „Það heitir ágreiningur þegar annar aðilinn er ekki sáttur við það sem hinn segir,“ segir borg- arstjórinn. Þórólfur segir að með neitun borgarráðs við beiðni Kópavogs um að leggja vatnslögn um borg- arland í Heiðmörk sé verið að knýja á um að úrlausn fáist í ára- tugagamalli landamerkjadeilu sveitarfélaganna. „Til að leggja vatnslögnina þarf að koma til breyting á aðalskipulagi og því teljum við rétt að ganga fyrst úr skugga um ágreining sem uppi er um eignarhald á landinu,“ segir hann. „Girðing er granna sættir,“ bætir Þórólfur við og telur fjarri að aukinn stirðleiki sé í samskiptum Reykjavíkur og Kópavogs. Aðspurður hvort ekki sé við- búið að bíða þurfi lengi eftir niðurstöðu óbyggðanefndar í deilumáli sveitarfélaganna bendir Þórólfur á að ríkisvaldið, Reykjavíkurborg, Kópavogur og Seltjarnarnesbær, sem kröfur eiga í Heiðmörk, gætu líka sest að samningaborðinu og leyst málið þannig. ■ Girðing er granna sættir: Samningar ekki fullreyndir ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Borgarstjórinn í Reykjavík segir að girðing sé granna sættir og vill fá skorið úr ára- tugagömlum deilum við Kópavog um landamerki í Heiðmörk. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Vilhjálmur segir að samstarf sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu hafi þróast með já- kvæðum hætti síðustu 15 til 20 árin og aukist verulega á mörgum sviðum, svo sem á sviðum slökkviliðs, sorphirðu og almenningssamgangna. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Á myndinni má sjá hvernig land Reykjavíkur sker land Kópavogs í Heiðmörk. Reykjavíkurborg vill fá skorið úr um endanleg landamerki áður en vatnslögn Kópavogs verður heimiluð. AFTURELDING Alls óvíst er hvort eða hvernig handknatt- leiksdeild Aftureldingar verður starfrækt í vetur. Sjóðir deildarinnar eru þurrausnir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.