Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 16
16 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR FRUMBYGGJADAGURINN Alþjóðlegi frumbyggjadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og fögnuðu meðlimir ætt- flokks í Bangladess deginum með viðeig- andi hætti. Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Reyðarfirði: Leiguverð svipað og á höfuðborgarsvæðinu ATVINNUMÁL „Það fær enginn íbúð hér eða í grenndinni fyrir minna en 70-80 þúsund krónur á mánuði,“ segir Hannes Guðmundsson, íbúi á Reyðarfirði. Gríðarleg eftirspurn er eftir húsnæði á svæðinu nú þeg- ar uppbygging álvers í firðinum er að hefjast og heyrast dæmi um að einbýlishús á svæðinu leigist fyrir allt að 200 þúsund krónur á mánuði. Hannes keypti lóð og hóf bygg- ingu einbýlishúss þegar ljóst varð að álver yrði að veruleika í firðin- um. „Ég gæti sem best ímyndað mér að leiguverð hér á þessum slóð- um sé að verða eða orðið jafn hátt og í þéttbýlinu fyrir sunnan. Þrátt fyrir þetta er ekki mikið byggt eins og sakir standa og mig grunar að vandræði verði með húsnæði þegar nær dregur.“ Sveitarstjórn Fjarðabyggðar hækkaði lóðagjöld verulega skömmu eftir að samningar við Alcoa höfðu verið undirritaðir og segist Hannes hafa fengið bakreikn- ing upp á hálfa milljón króna eftir að hann hóf að byggja. „Það kom sér illa enda talsverðir peningar. Það var lítið annað að gera en að kyngja því. Ég byggði mér hús frá fyrir- tæki hér í bænum, Eikarsmiðjunni, og vann mikið í því sjálfur. Kostnað- urinn er í kringum 18 milljónir, sem er litlu ódýrara en að byggja sam- bærilegt hús í Reykjavík.“ ■ Ráðherrar ósammála um fiskveiðistefnu Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Íslendinga um sjálfstjórn fiskveiða ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir fullt vald aðildarríkis yfir fiskimiðum innan Evrópusambandsins útilokað. Opera Software í Noregi: Sáttagreiðsla upp á tæpan milljarð Ben Bradshaw, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, segir að aðild Ís- lendinga að Evrópusambandinu myndi kosta okkur afsal á stjórn fiskveiða. „Ef sérstök undanþága yrði gerð fyrir Íslendinga sem gæfi ykkur fullt vald yfir fiskimiðunum yrði mjög erfitt að neita öðrum aðildar- ríkjum ESB um hið sama. Það myndi leiða til þess að sameiginleg fisk- veiðistefna ESB liðaðist í sundur. Það er þörf á sameiginlegri fisk- veiðistefnu og ef hún væri ekki til staðar þyrfti að koma henni á. Við verðum að vernda fiskistofnana í samvinnu við önnur lönd sem veiða þá,“ segir Bradshaw. Hann segir að mjög erfitt yrði að samþykkja að Íslendingar fengju fullt forræði yfir fiskimiðunum. „Einfaldlega vegna þess að ég sé það ekki gerast að ESB myndi koma á 200 mílna lögsögu fyrir öll aðildar- ríki. Það sem við sjáum fyrir okkur er mun frekar það að breytingarnar á fiskveiðistefnunni verði til þess að hún verði sveigjanlegri og betur verði hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins,” segir Bradshaw. „Ef við getum sýnt fram á það að innan fiskveiðistefnu ESB sé fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að sjálfbærum fiskistofnum og arðsömum sjávarútvegi, verður vænlegt fyrir Íslendinga að taka VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software í Noregi, sem Íslendingurinn Jón S. von Tetzchner stýrir, fékk greiddar á árinu rúmlega 900 milljónir króna í sáttagreiðslu í dóms- máli. Ekki fást nánari upplýs- ingar um tilurð greiðslunnar en Michelle Valdivia, upplýsinga- fulltrúi Opera, segir að ákvæði sáttarinnar komi í veg fyrir að fyrirtækið tjái sig frekar um málið. Það sem af er ári nema heild- artekjur Opera því tæplega 1,4 milljörðum íslenskra króna, eða um 132,5 milljónum norskra. Hálfsársuppgjör Opera var birt í gær. Tekjur af hefðbundinni starf- semi aukast um 20,5 prósent milli ára. Tekjur af starfsemi fyrirtækisins námu á fyrsta helmingi ársins rúmum 242 milljónum íslenskra króna (23,2 milljónum norskum) en á sama tíma í fyrra námu þær rúmum 200 milljónum íslenskra króna. Fyrir skatta (EBIT) er hagnaður af starfsemi Opera upp á um 940 milljónir íslenskra króna sam- anborið við 25 milljón króna tap á sama tíma í fyrra. „Við búumst við auknum tekj- um í kjölfar aukinna umsvifa fyrirtækisins bæði í sölu og á markaði,“ er í tilkynningu haft eftir Jóni S. von Tetzchner, for- stjóra fyrirtækisins. ■ Brasilísk stjórnvöld: Framleiða smokka BRASILÍA, AP Brasilíska ríkisstjórn- in opnar eigin smokkaverksmiðju á næsta ári. Ríkisstjórnin vill með þessu leggja sitt af mörkum í bar- áttunni gegn útbreiðslu alnæmis í landinu. Í upphafi er áætlað að verk- smiðjan framleiði milljón smokka og verður þeim öllum dreift frítt. Til þessa hafa hundruð milljóna smokka verið keypt árlega frá kínverskum og þýskum smokka- verksmiðjum til dreifingar í Bras- ilíu án endurgjalds. Ekki er vitað hversu mikinn sparnað eigin verksmiðja kemur til með að hafa í för með sér. ■ TAÍLENSKA DROTTNINGIN Átti afmæli í gær og náðar tíu prósent fanga landsins í tilefni þess. Drottningarafmæli: Þúsundum fanga sleppt BANGKOK, AP Tíu þúsund fangar voru náðaðir og veitt frelsi í Taílandi vegna afmælis drottning- ar landsins. Á næstu tveimur mánuðum verður fimmtán þús- und föngum til viðbótar sleppt lausum. Drottningin átti 72 ára af- mæli í gær. Náðunin nær aðeins til fanga sem eiga eftir að afplána minna en ár, eru sekir um smáglæpi eða hafa sýnt góða hegðun í fangavist- inni. Um það bil 250 þúsund fang- ar dvelja í taílenskum fangelsum og er mikill skortur á fangarými í landinu, sérstaklega vegna átaks gegn fíkniefnabrotum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HANNES GUÐMUNDSSON Segir leiguverð á Reyðarfirði orðið jafn hátt og stundum hærra en á höfuðborgarsvæðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG RÍ Ð U R D . A U Ð U N SD Ó TT IR FORSTJÓRI OPERA SOFTWARE Íslendingurinn Jón Stephenson von Tetzchner er forstjóri og annar stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software. BEN BRADSHAW „Ef sérstök undanþága yrði gerð fyrir Íslendinga sem gæfi ykkur fullt vald yfir fiskimiðun- um yrði mjög erfitt að neita öðrum aðildarríkjum ESB um hið sama. Það myndi leiða til þess að sameiginleg fiskveiði- stefna ESB liðaðist í sundur.“ GÖRAN PERSSON „Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópu- sambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkjum og leita eftir stuðningi við hana.“ Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, segist munu kynna sjónarmið Íslendinga um eigin stjórn fiskveiða innan Evrópusambandsins og veita því stuðning sinn. „Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópusambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkjum og leita eftir stuðningi við hana. Þetta er áræðin hugmynd, við erum ekki á móti þessu, en það verður ekki auðvelt að fá þetta í gegn,“ segir Persson. Hann segir það afar mikil- vægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evr- ópusambandið. „Þegar kemur að því að taka ákvarðanir innan ESB skiptir stærð landsins engu máli, heldur það hve margir þeirra sem taka þátt í ákvörðunarferlinu eru sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar eru á margan hátt líkar. Okkur er um- hugað um jafnrétti kynjanna, um- hverfismál og velferðarkerfið og við erum framfarasinnuð. Það er mikilvægt fyrir alla Evrópu að fleiri styðji þessa stefnu. Við þurf- um á Íslendingum og Norðmönnum að halda í Evrópusambandinu,“ segir Persson. sda@frettabladid.is Aðild kostar afsal Vill kynna sjónarmiðin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.