Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 18
Loks með eigin augum Hinar stórfelldu framkvæmdir við Hringbraut í Reykjavík hafa valdið tals- verðum deilum innan Reykjavíkurlist- ans. Hafa heyrst spádómar um að vilja- leysi borgaryfirvalda til að hlusta á and- mæli og úrbótatillögur „grasrótarinnar“ eigi eftir að verða meirihlutanum dýr- keypt þegar til kosninga kemur. Kannski hefur það verið tilhugsunin um þessi pólitísku vandræði sem varð þess valdandi að Þórólfur Árna- son borgarstjóri, sem er æðsti yfirmaður verksins, ákvað að mæta á vettvang í vikunni og kynna sér það af eigin raun. Kemst hann svo að orði í Morgunblaðsgrein í gær: „Á dögunum brá ég mér í stígvélin og gekk eitt kvöldið eftir nýja götustæðinu frá Miklubraut vestur undir Háskólavöll. Eftir að hafa skoðað framkvæmdirnar með eigin augum sé ég betur fyrir mér en áður allar þær hugmyndir sem ég hef verið að ræða við borgarbúa og í blaðagreinum í vet- ur“. Tímabært er víst óhætt að segja. Kannski hefði það verið skynsamlegra að borgarstjóri hefði farið í gönguferð- ina nokkrum mánuðum - og nokkur hundruð milljónum króna - fyrr. Ekki „óviðeigandi“ Leiðtogar norrænna jafnaðar- mannaflokka, sem hér funduðu um síðustu helgi, sendu frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt var til þess að Norðurlöndin öll - þar á meðal Ísland - yrðu í framtíðinni hluti af Evrópusam- bandinu. Þetta vakti óánægju andstæð- inga sambandsins og tók Morgunblað- ið krataforingjana í gegn í skeleggum leiðara á mánudaginn þar sem ráðlegg- ingar þeirra voru afþakkaðar og bent á að um væri að ræða „óviðeigandi af- skiptasemi“ af íslenskum innanlands- málum. Annar tónn var sleginn í leiðara blaðsins í gær þar sem lagt var út af ummælum sjávarútvegsráðherra Breta, sem telur ekki tímabært að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Fyrirsögnin var „Óvenjuleg hreinskilni“ og í stað þess að skamma ráðherrann fyrir „óviðeigandi afskiptasemi“ er talað um að hann hafi komið „skemmtilega á óvart“. Það eru erfiðir tímar framundan hjá Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra og starfandi forsætisráð- hera. Ýmsar blikur eru á lofti varð- andi stjórnarsamstarfið á komandi vetri, þó ekki væri nema bara vegna þeirrar augljósu staðreyndar að þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru margir ósáttir við að gefa eftir forsætisráðuneytið og forustu í samsteypustjórn til Framsóknar- flokksins. Þingmeirihluti stjórnar- innar – sem ekki reyndist nægjan- lega öruggur framsóknarmegin til að keyra í gegn seinni útgáfuna af fjölmiðlafrumvarpinu – gæti staðið tæpt sjálfstæðismegin í erfiðum málum síðar. Til viðbótar slíkum undirliggjandi hættum þarf Hall- dór nú að súpa seyðið af þeirri óheppilegu ákvörðun sinni í upphafi þessa kjörtímabils að tefla inn nýj- um ráðherra í ríkisstjórnina til þess eins að þurfa að fækka ráðherrum á ný eftir rúmt ár. Í stað þess að láta einhvern af sitjandi ráðherrum hreinlega víkja strax hafi það verið hugmyndin, eða þá að láta einn sitj- andi ráðherranna hafa tvö ráðu- neyti tímabundið, sem hefði verið eðlilegast, þá hefur formanninum tekist að búa til umhverfi fullkom- lega ónauðsynlegrar óvissu, óánægju og átaka innan flokksins. Slíkt hefur veikt hann sem for- mann, ferli sem magnaðist veru- lega upp í framvindu fjölmiðla- málsins. Ályktanir og sjónarmið sem koma fram í ýmsum flokks- stofnunum og frá forustumönnum flokksfélaga benda til að eina raun- hæfa leiðin er sé að lægja öldur og afturkalla þann gjörning sem veld- ur vandræðunum með því að taka Árna Magnússon félagsmálaráð- herra út í bili. Árni er vissulega framtíðarmaður í flokknum og jafn- vel líklegt formannsefni. Hann þarf hins vegar að sækja sér þá stöðu eftir eðlilegum leiðum í gegnum flokksstofnanirnar og slíkt tekur einfaldlega tíma. Miðað við horfurnar í stjórnar- samstarfinu hefur Halldór Ás- grímsson ekkert að gera við frekari erjur á framsóknarheimilinu. Tveir leiðarar í Morgublaðinu í vikunni, en blaðið hefur skrifað afar nálægt sjónarmiðum forustu Sjálfstæðis- flokksins upp á síðkastið, gefa til kynna við hverju er að búast. Þess- ir leiðarar snúast um Evrópumálin. Þar er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn telur ekki nokkra ástæðu til að ræða þau mál af neinni alvöru. Á mánudag hundskammar Morgunblaðið forsætisráðherra Svía og Finna og formenn jafnaðar- mannaflokka hinna Norðurland- anna fyrir að segja að Íslendingar og Norðmenn eigi að ganga í ESB. „Ráðleggingar þeirra eru afþakkað- ar,“ segir leiðarahöfundur og telur okkur fullfæra um að ákveða þessi mál sjálfir. Allt annað er uppi á ten- ingnum í leiðara blaðsins í gær þar sem hreinskilni breska sjávarút- vegsráðherrans er lofuð fyrir að ráða Íslendingum frá inngöngu. Sú ráðlegging er þökkuð með lof og prís! Hér kveður við kunnuglegan tón, þar sem menn blása á alla möguleika á að ræða um hugsan- lega aðild að ESB. Áður en núverandi ráðuneyti Davíðs Oddssonar var myndað var vel þekkt togstreitan milli forsætir- ráðherra og utanríkisráðherra í Evrópumálum. Sú togstreita hefur legið niðri um skeið af ýmsum ástæðum. Nú er málið að vakna á ný, en þá eru þeir Davíð og Halldór búnir að víxla hlutverkum ef svo má segja – framsókn með forsætis- ráðuneytið en sjálfstæðismenn með utanríkisráðuneytið. Ef kremlar- fræðilegur lestur á leiðurum Morg- unblaðsins er réttur er afstaða Sjálfstæðisflokksins algerlega óbreytt. En hvað með framsókn? Svo vill til, þó fáir fjölmiðlar hafi tekið eftir því, að samþykkt nor- rænu jafnaðarmannanna sem Mogginn urrar svo pirraður á, er í raun fræg tillaga sjálfs Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra í ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks! Norrænu kratafor- mennirnir geta að vísu ekki heim- ilda og nota ekki gæsalappir frekar en ýmsir aðrir, en í mjög þekktri ræðu í Berlín þann 14. mars 2002 hjá „Deutsche Gesellschaft für Auswärtige Politik“ setti Halldór fyrstur manna fram hugmyndina um sérstakt fiskveiðistjórnunar- svæði við Ísland. Slíkt fiskveiði- stjórnunarsvæði taldi hann geta orðið til þess að gera aðild Íslands að ESB ásættanlega og eftirsóknar- verða. Þessi hugmynd vakti víð- tæka athygli í Evrópu og þótti áhugaverð en náði ekki pólitísku flugi eins og sést best á því að breski sjávarútvegsráðherrann sem hér var í heimsókn hafði greinilega ekki hugmynd um þessa tillögu (og Árni Mathiesen lét hann augljóslega ekki fá útprent af ræðu Halldórs). Nú gerist það hins vegar að forsætisráðherrar tveggja ESB- ríkja, Svíþjóðar og Finnlands, taka þessa hugmynd í fóstur ásamt allri jafnaðarmannablokk Norðurlanda og telja ástæðu til að vinna henni fylgi. Hér hefur myndast kraft- mikill bakstuðningur við hugmynd sem gæti náð Evrópuumræðunni upp úr hjólförunum. Hvernig bregst ríkisstjórn undir forustu höfundar hugmyndarinnar við? Ýmislegt bendir til að sjálfstæð- ismenn muni hafa tilhneigingu til að afþakka þessa hugmynd eins og Morgunblaðið hefur þegar gert, en það hlýtur að vera vilji verðandi forsætisráðherra og hugmynd- arsmiðarins að halda málinu til streitu gagnvart samstarfsflokkn- um. Bæði vegna þessa máls og ann- ara verkefna í ríkisstjórnarsam- starfinu hlýtur Halldór að þurfa að hafa að baki sér traust og samhent bakland. Þetta bakland virðist hins vegar ekki ætla að fást með tilskip- anastjórnun frá formanni um hverj- ir eigi að vera í forustusveitinni, enda eru farnar að heyrast raddir innan úr flokknum sem minna á að það er baklandið sjálft sem ákveður hverjir skipa forustusveitina. ■ E ftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut aðkoma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugs-uðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Frétt- in í gær um „strandhögg“ Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bank- ans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsam- lega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrir- tækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðar- búskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyris- tekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfé- lagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn – lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hag- kerfi – þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum – og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum – sem „undirstöðuatvinnuveg“ þjóðar- innar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyr- issköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, að- allega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum sam- an í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og nið- urgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera ein- göngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr – en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar „undir- staða“ hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðing- ar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnrétt- isgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar. 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Samkeppi atvinnugreina á jafnréttisgrundvelli í stað einnar „undirstöðugreinar“ er heilbrigð þróun. Stakkaskipti í atvinnulífinu ORÐRÉTT Það hefur verið stór skammtur Vann 40 milljónir í Lottó og keypti ís handa fjölskyldunni. Forsíðufyrirsögn í DV. DV 12. ágúst. Of langt gengið Mér fannst til dæmis að Moore gengi einum of langt í viðleitni sinni til að útmála Bush, Rums- feld, Cheney og Wolfowitz sem holdgervinga hins illa hér á jörðu. Senan þegar Wolfowitz er sýndur sleikja greiðuna er óhæfilega ósmekkleg. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður. Morgunblaðið 12. ágúst. Suðræn leti í nýju ljósi Þegar svona veður skellur yfir landið, gjörsamlega óforvarand- is, ætti skilningur þjóðarinnar að aukast á því sem talað er um sem leti Suður-Evrópubúa. Þar er þó enn meiri hiti en hér þar sem önnur hver stofnun virðist vera lokuð vegna veðurs... Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður. Fréttablaðið 12. ágúst. Aðgöngumiði að náttúrunni Hugmyndir um að fólk greiði fyrir að skoða náttúruperlur hafa við og við verið til umræðu. Nú er tímabært að hrinda þeim í framkvæmd. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins. Morgunblaðið 12. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjáv- arútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! ,, Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ESB, RÍKISSTJÓRNIN, KRATAR OG FRAMSÓKN BIRGIR GUÐMUNDSSON Svo vill til, þó fáir fjölmiðlar hafi tekið eftir því, að samþykkt nor- rænu jafnaðarmannanna sem Mogginn urrar svo pirraður á er í raun fræg tillaga sjálfs Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráð- herra og starfandi forsætis- ráðherra! ,, Berlínarræða og bakland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.