Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 30
„Þórir Guðmundsson var líklega sá maður sem best sótti djasstón- leika á Íslandi síðustu 30 árin,“ segir Vernharður Linnet um vin sinn, sem minnst verður á tón- leikum Jazzvakningar á Hótel Borg í kvöld. „Hann var að segja má vinur flestra djassleikara íslenskra í gegnum tíðina. Þórir þekkti alla og allir þekktu Þóri.“ Þórir Guðmundsson var frá Sámsstöðum í Fljótshlíð og alinn upp hjá Klemensi Kristjánssyni kornbónda þar. Eiginkona Klem- ensar var móðursystir Þóris. Þar kynntust þeir Vernharður þegar báðir voru ungir að árum, Þórir samt töluvert eldri. „Þórir var mjög ungur þegar hann hreifst af djassmúsík. Þegar hann kom heim úr heyskapnum var stillt á Voice of America þar sem Willis Connover var með djassþætti. Ég kom þarna í sveit á tólfta ári og var þá eitthvað byrj- aður að hlusta á djass en þarna hjá Þóri fékk ég mína háskóla- menntun.“ „Þórir hafði mjög ákveðnar skoðanir á tónlist,“ segir Vern- harður. „Í fyrsta lagi vildi hann hafa fallega melódíu og í öðru lagi góða sveiflu og allt hitt var núm- er þrjú. Einn uppáhaldsdjassleik- ari hans hina síðustu áratugi var Bill Evans píanisti og svo Bill Evans-skólinn, menn eins og Keith Jarret og Michel Petrucci- ani. Hann var auðvitað mjög hrif- inn af frænda sínum, Eyþóri Gunnarssyni, sem lék einmitt í þessum impressjóníska stíl.“ Á tónleikum Jazzvakningar í kvöld spilar danski píanistinn Arne Forchhammer, sem einmitt leikur í þessum stíl. Arne varð sjötugur í síðasta mánuði og er einn af þekktari mönnum í dönsku menningarlífi. Hann hefur margsinnis komið hingað til lands og leikið á tónleikum. Með honum leika að þessu sinni þeir Björn Thoroddsen á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Óskar Guðjónsson á saxófón. Undir lok tónleikanna mun fjöldi íslenskra djassleikara stíga á svið og taka þátt í heljarmikilli djammsessjón til heiðurs Þóri. „Og þá verður auðvitað spilað eitt uppáhaldslag Þóris sem var Stella by Starlight.“ ■ 22 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR ANDLÁT Aðalbjörn Hólm Gunnarsson, Njálsgötu 3, Reykjavík, lést þriðjudaginn 10. ágúst. Bjarni Ágústsson lést mánudaginn 9. ágúst. Gunnar H. Guðmundsson, húsgagna- og innanhússarkitekt, frá Næfranesi við Dýrafjörð, til heimilis að Hátúni 8, Reykjavík, er látinn. Bálför hefur farið fram í kyrrþey. María Þóra Sigurðardóttir, Gnoðarvogi, Reykjavík, lést þriðjudaginn 10. ágúst. Pétur Svavarsson tannlæknir, Meistara- völlum 15, lést mánudaginn 9. ágúst. Símonía Ásgeirsdóttir, Engjavegi 7, Ísa- firði, áður Neðri-Tungu, lést miðvikudag- inn 11. ágúst. JARÐARFARIR 13.00 María Haukdal verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.30 Guðrún Sigurjónsdóttir, Klepps- vegi 84, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigurjóna Friðjónsdóttir, Þrastar- ási 71, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 4.00 Ingimar Þórðarson, Suðurgötu 15-17, Keflavík, verður jarðsung- inn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Stefán Stefánsson, í Brennigerði, verður jarðsunginn frá Sauðár- krókskirkju. 15.00 Björgvin L. Árnason (Dalli), Depluhólum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Eftir þriggja mánaða umsátur náðu spænskar hersveitir, undir stjórn Hernán Cortés, að brjóta niður varnir borgarinnar Ten- ochtitlán sem þá var höfuðborg Asteka. Hermenn Cortés jöfnuðu borgina við jörðu og tóku Cuauhtemoc, keisara Asteka, til fanga. Hópur hjarðmanna hóf upp- byggingu borgarinnar tveimur öldum fyrr á eyjum vatnsins Texcoco sem nú er nærri höfuð- borg Mexíkó. Á aðeins einni öld breyttist samfélagið í stórveldi Asteka, sérstaklega sökum háþró- aðs landbúnaðar. Ríki Asteka varð útbreiddast á tímum Montesuma II, árið 1502, þegar stórveldið teygði arma sína frá því sem er í dag miðríki Mexíkós suður til Níkaragva. Stórveldið hélst sam- an sökum herstyrks síns og mið- stjórnarvalds og fljótlega voru stofnuð í ríkinu miðstýrð fylki sem borguðu skatta til höfuðborg- arinnar. Hinum sigruðu var ekki vel við skattakröfur Asteka né heldur kröfur um að fólk yrði af- hent til fórnar en her Asteka hélt aftur af uppreisnardjörfum þegn- um. Hernán Cortés var ungur spænskur aðalsmaður sem ferð- ast til Vestur-Indía árið 1504. Cortés hafði mikinn her því hann ætlaði að gera sig gildan fyrir spænska konungnum. Upp úr 1519 var hann kominn með nokkurn her og fékk stuðning heimamanna sem ekki voru Astekar og sáu í Cortés góðan bandamann. Með sigri Cortes á Astekum réð hann yfir hinu mikla stórveldi Mexíkó en þegar hann snéri aftur heim til Spánar árið 1540 sniðgekk aðallinn hann og hann dó sjö árum síðar. ■ ÞETTA GERÐIST CORTÉS NÆR YFIRRÁÐUM YFIR TENOCHTITLÁN 13. ágúst 1521 „Meira en 820 milljónir manna í heiminum þjást af hungurskorti og af þeim búa 790 milljónir í þriðja heiminum.“ Fidel Castro, sem er 78 ára í dag hefur lengi haldið því fram að kommúníska samfélagsskipanin á Kúbu sé eitthvað fyrir önnur lönd að skoða til að koma í veg fyrir hungur, ólæsi og skort á heilsugæslu. Margir telja þó að annmarkar þess fyrirkomulags séu meiri en kostirnir. Borgin jöfnuð við jörðu Fast hann sótti djassinn MINNINGARTÓNLEIKAR: ÍSLENSKIR DJASSARAR MINNAST Í KVÖLD ÞÓRIS GUÐMUNDSSONAR Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr senda í dag út sinn þús- undasta útvarpsþátt og verða af því tilefni með beina útsendingu frá miðbænum. Þátturinn verður fimm klukkutíma langur eða „maraþonversion“ eins og Sigur- jón orðar það, þar sem tekið verð- ur á móti gestum og gjöfum til há- degis. „Við vildum vera niðri í miðbæ með útsendinguna því það hefur verið okkar basi í gegnum tíðina áður en við fluttum upp á Lyngháls. Þá gátum við notað mið- bæinn á margvíslegan hátt, við vorum alltaf að njósna um fólk og spotta hugsanlega glæpamenn. Okkar mikla fréttanef vísaði okk- ur á vettvang gríðarlegra atburða í beinni útsendingu sem gæti gerst í þættinum í dag. Við ætlum að vera á glæpavaktinni eða sam- félagsvaktinni eins og við köllum það sjálfir. Svo er aldrei að vita nema landsfrægir gestir komi í þáttinn og þá er ekki verra að þeir hafi eitthvað milli handanna að færa okkur,“ segir Sigurjón, sem frá árinu 1996 hefur áorkað að verða einn ástsælasti útvarps- maður landsins. „Við erum orðnir svo þrælreyndir að ég myndi halda að fjölmiðlamenn í dag ættu okkur margt að þakka. Við erum í raun æðri en aðrir fjölmiðlar, þeir eru farnir að líta upp til okkar. Það eru allir að reyna að apa eftir Tvíhöfða enda ekki að ástæðu- lausu að við höfum kallað okkur fimmta valdið.“ Tvíhöfðamenn hafa afkastað miklu frá því þeir fóru fyrst í loft- ið; hafa gefið út fjóra geisladiska, tekið þátt í fjölmörgum sjónvarps- þáttum og nú síðast teiknimyndum. Það sem upp úr stendur er engu að síður dómsmálin umdeildu. „Við höfum margsinnis verið handtekn- ir „back in the crazy days“ og með- al annars verið leiddir fyrir Hér- aðsdóm tvisvar og einu sinni fyrir Hæstarétt. Eitt skiptið vorum við handteknir fyrir að trufla Alþingi að störfum. Við fengum skilorðs- bundinn dóm fyrir sem var frestað í ár og látinn niður falla. Einnig urðu mikil læti þegar við hlupumst á brott frá Fínum miðli til Íslenska útvarpsfélagsins, ekki jafn magnað mál en engu að síður unnum við fyrir dómi.“ Að sögn Sigurjóns þroskast Tvíhöfði eins og vín og vinátta þeirra Jóns styrkist með hverjum þætti. „Við verðum bara betri með tímanum og höfum aldrei verið samrýndari.“ ■ Þroskast eins og góð vín DANSKI PÍANÓLEIKARINN ARNE FORCHHAMMER ÁSAMT JÓNI RAFNSSYNI OG BIRNI THORODDSEN Þeir spila á tónleikum Jazzvakningar á Hótel Borg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SIGURJÓN OG JÓN GNARR Senda út þúsundasta útvarpsþáttinn sinn í dag. SÓLARSTEINN Menning Asteka var mjög þróuð og lifðu þeir eftir nokkuð nákvæmu dagatali sem byggt var á gangi sólarinnar. Páll Bergþórsson veðurfræðingur er 81 árs. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur er 52 ára. Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður er 31 árs. AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.