Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 38
Eins og við vitum öll er maður að taka smá séns þegar maður velur sér að fara á kvikmynd sem gerð er um ofurhetjur myndasagnanna. Stundum sprengja þær af manni hausinn, eins og í tilfelli Spider- Man, Blade og X-Men myndanna, en of oft missa hetjurnar sjarma sinn við ferðalagið á milli mynda- sögu- og filmurammans. Nægir að nefna DareDevil í því samhengi. Hellboy er samt fremur óþekkt myndasöguhetja, þó svo að hún eigi sér hóp dýrkenda á meðal myndasöguáhugamanna. Það kom því heldur betur á óvart þegar myndin skaust rakleiðis í efsta sæti bandaríska bíólistans auk þess sem hún fékk glimrandi dóma gagnrýnenda. En hver í fjandanum er Hell- boy? Sonur Satans? Næstum því. Hellboy (Ron Perlman) er fæddur í logum helvítis en hann er samt einn af góðu gæjunum. Það má hann þakka uppeldinu. Hann var fluttur til jarðarinnar sem kornaskrímsli (kornabarn? hmm?) af hinum illa bráðgáfaða brjálæðingi Grigori Rasputin á tímum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Honum var þá ætlað það hlut- verk að ýta af stað heimsendi þeg- ar hann yxi úr grasi. Til allrar lukku var honum bjargað af bandamönnum í stríðinu og tók Prófessor Broom (John Hurt) rauða snáðann upp á sína arma. Hann ól hann upp sem son sinn og kenndi honum sitt siðferði. Hellboy er því starfsmaður rík- isstjórnarinnar eða leynilegs hluta hennar sem sér um að takast á við yfirnáttúrulegar hættur sem al- menningur fær aldrei að vita af. Eins og allar vitrænar skepnur veltir Hellboy sér meira og meira upp úr tilveru sinni og tilgangi hér á jörðu og hvort hann sé nokkur ef út í það er farið. Enda er hann af- sprengi helvítis þegar allt kemur til alls. Hellboy berst því við myrkra- völdin og ver jarðarbúa fyrir yfir- vofandi hættum. Fær svo auðvitað ekkert þakklæti fyrir þar sem eng- inn veit af tilvist hans. Hellboy er ekki eini baráttumaður hins góða í þágu ríkisstjórnarinnar og það sem meira er, hann er ástfanginn af öðrum útsendara. Hún heitir Liz Sherman (Selma Blair), er svaka- skutla og býr yfir ógnvekjandi of- urkröftum sem henni líkar ekkert sérstaklega við að hafa. Helst vildi hún bara lifa venjulegu lífi. Í myndinni reynir hinn illi Grigori Rasputin (Karel Roden) áfram að eyða heiminum og Hell- boy og hans teymi er það eina sem getur komið okkur mönnunum til bjargar. ■ 30 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Hver í fjandanum er Hellboy? FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) HELLBOY Búinn að saga af sér hornin og reynir hvað hann getur til þess að berjast fyrir réttlætið... þótt hann sé afsprengi Satans. NICOLE KIDMAN Kidman fer með aðal- hlutverkið í myndinni The Stepford Wives sem er komin í bíó hérlendis. Dr. Emmett Brown: I'm sure in 1985, plutonium is available at every corner drugstore, but in 1955 it's a little hard to come by. - Yngri útgáfan af Dr. Emmett Brown reynir að útskýra fyrir tímaferðalangnum Marty McFly að hann sé strandaglópur á árinu 1955 í myndinni Back to the Future, frá árinu 1985. Gamanmyndin The Stepford Wives er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1975. Myndin er gerð eftir sögu Ira Levin og er ádeilda á stöðluð hlutverk hús- mæðra á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum. Sagan hefur nú verið færð inn í nútímann. Fjallar hún um par á Manhattan, Joanna (Nicole Kid- man) og Walter (Matthew Broder- ick), sem bæði vinna fyrir sjón- varpsstöð. Joanna framleiðir raunveruleikaþætti og hefur mun meiri tekjur en Walter, sem er lægra settur í starfi. Joanna fær taugaáfall og í kjölfarið flytja þau til hins „fullkomna“ bæjar Step- ford í Connecticut. Þar eru kon- urnar algjörlega undirgefnar körlunum og virðast hafa undar- lega mikla ánægju af því að sinna heimilisstörfunum og halda útlit- inu í lagi. Auk Kidman og Broderick fara þau Glenn Close, Christopher Walken og Bette Midler með stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Frank Oz, sem meðal annar hefur stýrt myndunum The Score, Bow- finger og What About Bob? Hann er einnig þekktur sem rödd Yoda í Star Wars-myndum og rödd ung- frú Svínku í Prúðuleikurunum. ■ Undarlegar húsmæður HOME ON THE RANGE Internet Movie Database - 5.8 /10 Rottentomatoes.com - 53% = Rotin Metacritic.com - 47 /100 Entertainment Weekly - C+ Los Angeles Times - 2 stjörnur (af 5) HELLBOY Internet Movie Database - 6.7 /10 Rottentomatoes.com - 77% = Fersk Metacritic.com - 70 /100 Entertainment Weekly - B Los Angeles Times - 3 stjörnur (af 5) THE STEPFORD WIVES Internet Movie Database - 5.5 /10 Rottentomatoes.com - 27% = Rotin Metacritic.com - 41 /100 Entertainment Weekly - C Los Angeles Times - 1 1/2 stjarna (af 5)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.