Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2004 31 Barist um mjólkurbúið Teiknimyndin Home on the Range frá Walt Disney gerist í villta vestrinu og fjallar um útlagann Alameda Slim (rödd Randy Quaid) sem vill hrifsa til sín mjólkurbú af eigandanum Pearl (rödd Carole Cook). Þrjár kýr af mjólkurbúinu (Ros- anne Barr, Judi Dench og Jennifer Tilly) ákveða að grípa til sinna ráða og koma í veg fyrir áformin. Stóð- hesturinn Buck (Cuba Gooding Jr.) er á meðal þeirra sem veita þeim aðstoð. Sex ný lög eftir Alan Menken eru í myndinni en hann er þekktur fyrir lög sín í myndunum Litla Hafmeyj- an, Fríða og dýrið og Aladdin. ■ Ísland – Ítalía 18. ágúst Sláum a›sóknarmeti› Öll fjölskyldan á völlinn - Mi›aver› í stæ›i 1000 kr. 16 ára og yngri 500 kr. F í t o n / S Í A 0 1 0 2 6 0 Trygg›u flér mi›a í Nesti og á völdum ESSO stö›vum HOME ON THE RANGE Mikil læti verða á mjólkurbúinu þegar útlaginn Alameda Slim reynir að sölsa það undir sig. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ The Village „Þorpið er ekkert sérlega æsandi fyrir aðdáendur þess konar mynda, en það sem Shyamalan gerir betur í þessari mynd en Sjötta skilningavitinu og Unbreakable að minnsta kosti er að koma í gegn ógnvænlegri sýn á eðli samfélaga í anda Thomas Hobbes; það er óttinn sem heldur samfélaginu saman, hversu einfalt sem það er.“ SS Fahrenheit 9/11 „Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifa- mikill og skilur vonandi engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru „í hópi hinna viljugu“ gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleym- anlegu heimildarmynd.“ KD Shaun of the Dead „Í Shaun of the Dead er hæfileg blanda af hryllingi og húmor. Uppbyggingin í söguþræðinum er virki- lega skemmtilega unnin. Það að aðalsögupersón- urnar eru síðastar af öllum að uppgötva hvað er í gangi í kringum þær er drepfyndið.“ KD Good Bye, Lenin „Það var mikið búið að auglýsa hversu fyndin þessi mynd væri og hve óvenjulegt það væri fyrir þýska kvikmynd. Ég var ekki alveg að átta mig á þeim húmornum. Það breytir því ekki að fyrir mynd sem fór afar hægt af stað þróaðist hún í mjög hugljúfa fjölskyldusögu sem ég hafði ánægju af.“ SS King Arthur „Þjóðsagan um Artúr konung er ótrúlega safaríkur efniviður í ævintýraspennumynd með rómantísku ívafi og dass af tragedíu. Það er allt til staðar, göf- ugur konungur, glæsilegir riddarar, fögur mey, óút- reiknanlegur seiðkarl, galdrasverð, mystísk höll, ástarþríhyrningur o.fl. o.fl. Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer er hins vegar samkvæmur sjálfum sér og valtar yfir allt sem heitir fágun og fínlegheit. Góður biti í hundskjaft.“ KD Kristófer Dignus Svanborg Sigmarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.