Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 41
„Það eru geðfatlaðir og velunnarar þeirra sem standa að hátíðinni í dag en markmiðið er fyrst og fremst að hanna lykla að betri framtíð,“ segir Guðrún Dadda Ásmundsdóttir, ein af aðstandendum 13. hópsins sem stendur að hátíðinni. Guðrún segir hátíðina mikil- væga í starfi geðfatlaðra en hún er nú haldin í annað skiptið. „Það er ótrúleg tilfinning að sjá hátíðina verða að veruleika en það er mikil- vægt bæði fyrir hópinn og einstak- lingana að setja sér markmið. Með þessum áþreifanlega árangri eykst síðan trúin á aukinn áhrifamátt, sjálfstraustið batnar og það sannast að ef viljinn er fyrir hendi er nánast allt mögulegt.“ Hátíðin í dag verður ótrúlega fjölbreytt en meðal þeirra sem koma fram eru Benedikt búálfur og Dídí mannabarn, KK, Karl Ágúst Úlfsson, Elísabet Jökulsdóttir, Íris Björg Helgadóttir, Tenderfoot og Sumaróperan. „Það hefur gefið hópnum aukinn kraft hvað allir taka vel í hugmynd- ina þegar við leitum til þeirra. Það á ekki síst við um þá fjölmörgu skemmtikrafta sem ætla að koma fram á hátíðinni, við höfum ekki orðið fyrir fordómum frá neinum,“ segir Guðrún Dadda og bætir því við að verndari hátíðarinnar, Þórólf- ur Árnason borgarstjóri, hafi verið ótrúlega hjálplegur. „Það má segja að það sé honum að þakka að hátíð- in dó ekki út. Hann hefur verið svo hvetjandi og tekið vel í allar hug- myndir að við höfum aldrei trúað öðru en að allt gangi upp.“ Hátíðin er meðal annars styrkt af Reykja- víkurborg og segir Guðrún þann stuðning ómetanlegan. „Ég upplifi líka mikinn mun á því að leyfa fólki að takast á við raun- veruleg verkefni sem enda með mjög sýnilegum árangri. Það er mun áhrifaríkara og nauðsynlegt fyrir þá sem eru lengra komnir,“ segir Guðrún Dadda að lokum. Hátíðin hefst í dag klukkan 15 á Ingólfstorgi og stendur til 18. Hoppukastali verður fyrir börnin á svæðinu og fjölmörg skemmtiatriði verða í boði. ■ FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2004 ■ TÓNLIST ■ SUMARHÁTÍÐ „Allra hörðustu kammertón- listarunnendurnir eru fasta- gestir sem kaupa sig inn á alla tónleikana og panta gist- ingu ár fram í tímann,“ seg- ir Edda Erlendsdóttir píanó- leikari, sem hefur staðið fyrir og skipulagt kammer- tónleika á Kirkjubæjar- klaustri á hverju sumri í meira en áratug. Tónleik- arnir hafa jafnan verið vel sóttir þrátt fyrir að Kirkju- bæjarklaustur sé kannski ekki beint í alfaraleið. „Margir hafa komið ár eftir ár og fólk er farið að þekkjast. Það þyrfti eigin- lega að stofna klúbb.“ Edda hefur jafnan leikið á píanó á tónleikunum en fengið til liðs við sig mis- munandi hóp tónlistar- manna hverju sinni. Efnis- skráin ræðst jafnan svolítið af flytjendum. „Í fyrra var slavnesk tón- list áberandi en núna í ár erum við með eitthvað fyrir alla, þungt og létt í bland.“ Flytjendur í ár, auk Eddu, eru þau Sesselja Kristjánsdóttir mezzó- sópran, Peter Tompkins óbóleikari, Guðríður Sigurð- ardóttir píanóleikari, Pálína Árnadóttir fiðluleikari, Þór- unn Ósk Marínósdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. „Þetta er flest fólk af yngri kynslóðinni. Pálína og Sigurgeir eru hámenntuð og nýkomin til landsins til starfa eftir námið. Tompk- ins er breskur óbóleikari sem hefur búið hér lengi. Hann og Guðríður hafa starfað mikið saman og frá þeim kemur efnisskrá sem þau þekkja vel. Sesselja kemur líka með fína franska músík eftir Pauline Viardot, sem er lítið þekkt en alveg gullfalleg tónlist.“ Þýsk og frönsk tónlist verður áberandi þetta árið og má þar nefna tónskáld á borð við Mozart, Schumann og Brahms; Ravel og Saint- Saëns. Að venju verða haldnir þrennir tónleikar. Þeir fyrstu verða í kvöld klukkan níu, síðan verða tónleikar á morgun klukkan 17 og síð- ustu tónleikarnir verða á sunnudag klukkan 15. ■ BJÓÐA UPP Á TÓNLISTARVEISLU Það verður kammer- tónlist á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld klukkan níu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Fastagestir mæta ár eftir ár SUMARHÁTÍÐ Guðrún Dadda ásamt dóttur sinni Guðrúnu, Björk Agnarsdóttur og Írisi Björgu Helgadóttir. Auk þeirra koma ótal fleiri að skipulagningu hátíðarinnar á Ingólfstorgi í dag. Sjálfstraust er lykill að betri framtíð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI ■ ■ OPIÐ HÚS  20.00 Opið hús hefst að nýju á þriðju hæðinni í Alþjóðahúsinu. Fyrsta kvöldið verður að mestu notað til að hittast og spjalla og ræða starfsemina í haust og vetur. Allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.